Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju Þorsteinn Víglundsson skrifar 19. desember 2011 07:00 Ekkert íslenskt fyrirtæki er með meira eigið fé en Landsvirkjun, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins miðað við árið 2010. Arðsemi Landsvirkjunar á liðnum áratug hefur enda verið með miklum ágætum. Eigið fé félagsins hefur liðlega fjórfaldast og nam nærri 190 milljörðum króna í árslok 2010. Engin hlutafjáraukning hefur átt sér stað hjá Landsvirkjun á liðnum áratug heldur hefur félagið byggt upp eigið fé sitt með góðum rekstri á tímabilinu. Arðsemi Landsvirkjunar er góð samanborið við önnur frambærileg íslensk fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Alfesca og HB Granda. Öll eiga þessi félög það sammerkt að vera meðal eiginfjársterkustu félaga landsins, hafa öll notið umtalsverðs vaxtar á liðnum áratug og hafa ekki þurft að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Í öllum tilfellum er stuðst við uppgjörsmynt hvers félags. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er meðalarðsemi Landsvirkjunar nærri 19% á þessu tímabili, samanborið við um 11% hjá Össur og HB Granda, 6% hjá Alfesca og 1% hjá Marel. Við mat á meðalarðsemi er horft til breytinga eigin fjár að teknu tilliti til arðgreiðslna og hlutafjáraukninga hjá hverju félagi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings. Skýrsluhöfundar hafa við mat á arðsemi ekki viljað líta til arðsemi eigin fjár, þar sem Landsvirkjun njóti ríkisábyrgðar á öll lán sín og því betri lánskjara en ella og geti skuldsett sig meira. Landsvirkjun greiðir hins vegar gjald til ríkissjóðs fyrir ríkisábyrgðina sem leiðir til lægri hagnaðar en ella. Mæling á arðsemi eigin fjár er því mjög eðlilegur mælikvarði á árangur Landsvirkjunar eins og annarra fyrirtækja. Það er hins vegar fyllilega eðlilegt að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að fyrirtækið skili góðri arðsemi eigin fjár. Sú er líka raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ekkert íslenskt fyrirtæki er með meira eigið fé en Landsvirkjun, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins miðað við árið 2010. Arðsemi Landsvirkjunar á liðnum áratug hefur enda verið með miklum ágætum. Eigið fé félagsins hefur liðlega fjórfaldast og nam nærri 190 milljörðum króna í árslok 2010. Engin hlutafjáraukning hefur átt sér stað hjá Landsvirkjun á liðnum áratug heldur hefur félagið byggt upp eigið fé sitt með góðum rekstri á tímabilinu. Arðsemi Landsvirkjunar er góð samanborið við önnur frambærileg íslensk fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Alfesca og HB Granda. Öll eiga þessi félög það sammerkt að vera meðal eiginfjársterkustu félaga landsins, hafa öll notið umtalsverðs vaxtar á liðnum áratug og hafa ekki þurft að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Í öllum tilfellum er stuðst við uppgjörsmynt hvers félags. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er meðalarðsemi Landsvirkjunar nærri 19% á þessu tímabili, samanborið við um 11% hjá Össur og HB Granda, 6% hjá Alfesca og 1% hjá Marel. Við mat á meðalarðsemi er horft til breytinga eigin fjár að teknu tilliti til arðgreiðslna og hlutafjáraukninga hjá hverju félagi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings. Skýrsluhöfundar hafa við mat á arðsemi ekki viljað líta til arðsemi eigin fjár, þar sem Landsvirkjun njóti ríkisábyrgðar á öll lán sín og því betri lánskjara en ella og geti skuldsett sig meira. Landsvirkjun greiðir hins vegar gjald til ríkissjóðs fyrir ríkisábyrgðina sem leiðir til lægri hagnaðar en ella. Mæling á arðsemi eigin fjár er því mjög eðlilegur mælikvarði á árangur Landsvirkjunar eins og annarra fyrirtækja. Það er hins vegar fyllilega eðlilegt að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að fyrirtækið skili góðri arðsemi eigin fjár. Sú er líka raunin.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun