Vettel kom fyrstur í mark Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2011 13:59 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í evrópska kappakstrinum sem fór fram í Valencia á Spáni. Vettel byrjaði fremstur á ráspól og hafði mikla yfirburði í keppninni. Þetta er hans sjötti sigur á tímabilinu og er hann nú með 77 stiga forystu á þá Jenson Button og Mark Webber í stigakeppninni. Fernando Alonso, Ferrari, varð annar í keppninni í dag og liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, Mark Webber, þriðji. Lewis Hamilton, McLaren, varð fjórði og Felipe Massa hjá Ferrari fimmti. Spánverjinn Jaime Alguersuari náði frábærum árangri fyrir Toro Rosso í dag en hann endaði í áttunda sæti eftir að hafa verið átjándi á ráspólnum. En maður dagsins er Vettel sem hefur aldrei orðið neðar en í öðru sæti í þeim átta mótum sem er lokið af keppnistímabilinu. Hann er aðeins fjórtán stigum frá því að vera með fullt hús stiga. Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í evrópska kappakstrinum sem fór fram í Valencia á Spáni. Vettel byrjaði fremstur á ráspól og hafði mikla yfirburði í keppninni. Þetta er hans sjötti sigur á tímabilinu og er hann nú með 77 stiga forystu á þá Jenson Button og Mark Webber í stigakeppninni. Fernando Alonso, Ferrari, varð annar í keppninni í dag og liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, Mark Webber, þriðji. Lewis Hamilton, McLaren, varð fjórði og Felipe Massa hjá Ferrari fimmti. Spánverjinn Jaime Alguersuari náði frábærum árangri fyrir Toro Rosso í dag en hann endaði í áttunda sæti eftir að hafa verið átjándi á ráspólnum. En maður dagsins er Vettel sem hefur aldrei orðið neðar en í öðru sæti í þeim átta mótum sem er lokið af keppnistímabilinu. Hann er aðeins fjórtán stigum frá því að vera með fullt hús stiga.
Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira