Goðsögnin um blessun hagvaxtarins Þröstur Ólafsson skrifar 20. desember 2011 06:00 Við heyrum mikil ramakvein í samtökum atvinnulífs og verkalýðs, svo ekki sé minnst á Morgunblaðið, yfir hægum hagvexti í landinu. Hjól atvinnulífsins, eins og það heitir nú um stund, þurfi bæði að vera fleiri og snúast mun hraðar. Þeir sem ekki taka undir ákallið um hraðari hagvöxt, eru settir í skammarkrókinn og í þá er hreytt ónotum og hnjóðsyrðum. Ef mótmælt er lagningu háspennulínu eða byggingu vegar yfir skóglendi svo ekki sé talað um stórvirkjun með tilheyrandi stíflu, þá eru þeir sömu sagðir á móti hagvexti, haldi niðri atvinnu og hindri framfarir í landinu. Man nokkur lengur eftir meðferðinni á þeim fáu sem vöruðu við ofþenslu og hruni? Hagvöxtur og framfarirEr það svo, að hagvöxtur sé ennþá lykill framfara og hvað meina menn með framförum? Hugtakið framfarir var tekið í notkun á nítjándu öld og þýddi að hlutirnir gengu hraðar fyrir sig, hærra og eitthvað áfram. Á tuttugustu öldinni voru framfarir settar að jöfnu við meiri steinsteypu, stál og fleiri bíla. Velferð fyrir alla þýddi, meira af öllu slíku. Tuttugasta öldin er rík af pólitískum hugmyndakerfum sem komu og fóru, en kallið eftir framförum með hagvexti stóð óhaggað. Hinn afar mikli félagslegi og efnahagslegi árangur Vesturlanda sýndi að fyrir þessu var fótur. Aukinn hagvöxtur var svarið. Svo vel grópaðist þetta inn í hugmyndaheim okkar að það breytti mælikvarðanum á velgengni þjóða. Frá því fyrir miðja síðustu öld hefur enginn annar mælikvarði en hækkun þjóðarframleiðslu verið notaður til að mæla efnahagsárangur. Er meiri stálnotkun, fleiri rúmmetrar af steypu og fleiri áldósir mælikvarði á árangur mannlegrar viðleitni til lífsfyllingar Hefur ótvíræður efnahagslegur árangurinn leitt okkur á villigötur og ruglað okkur í ríminu? Hækkun þjóðarframleiðslu getur aldrei verið takmark í sjálfu sér, ekki frekar en það, að tilgangur trúarbragða sé að lifa eftir einhverri trúarsetningu. Hér ruglum við saman tilgangi og meðali. Hagvöxtur fyrir hverja?Hugtakið þjóðarframleiðsla er í besta falli vafasamt til að mæla efnahagslegar framfarir, hvað þá framfarir sem slíkar. Á síðustu tveimur áratugum höfum fylgst með þjóðum sem sýnt hafa öflugan hagvöxt um árabil um leið og lífskjör almennings, svo ekki sé talað um þá lægt settu, hafa farið versnandi. Þetta hefur verið hagvöxtur fyrir hina fáu. Bandaríkin eru gott dæmi um þetta, en alls ekki það eina. Forystumenn hagsmunasamtaka þar hrópa hávært eftir meiri hagvexti í nafni atvinnusköpunar. Og það sem verra er, þeir vilja að skattpeningar almennings verði notaðir til að knýja áfram hagvöxt fyrir þá fáu. Grikkland hafði öfundsverðar hagvaxtartölur um árabil. Það var hagvöxtur sem var reistur á erlendri lántöku til að halda uppi neyslustigi, sem landið gat sjálft ekki staðið undir. Á áratug útrásarstríðsins var dæmafár hagvöxtur á Íslandi allur greiddur með ránsfeng. Alla þá fjármuni sem íslenska ríkisstjórnin setur nú í hagvaxtaraukandi framkvæmdir þarf að taka að láni, því ríkissjóður er enn rekinn með umtalsverðum halla. Þegar maður hlustar á málflutning hagsmunasamtakanna gæti maður haldið að nógir peningar liggi ónotaðir í ríkissjóði. Aukin skuldsetning mjög skuldugrar þjóðar vísar ekki veginn til „framfara“ heldur gerir illt verra. Minnkandi hagvexti þarf að mæta með meiri jöfnuði og minni neyslu. Allt hefur sinn tímaEn við vorum að ræða mælikvarðann fyrir framfarir. Hvað með framfarir á sviði menningar, mannréttinda, réttinda kvenna, umbóta í umhverfismálum o.s.frv.? Eru þetta ekki framfarir? Auðvitað er aukning matvælaframleiðslu góð, þegar fólk er hungrað, en verður að sorpúrgangi, ef allir hafa nóg að borða. Það er margt mikilvægara í mannlegu lífi en heimta meira af efnalegum gæðum a.m.k. á flestum Vesturlöndum. Þar þarf hins vegar að skipta gæðunum öðruvísi og hætta að skilgreina framfarir sem magn – meira af – heldur sem gæði – betra. Framleiðsla á bíl sem eyðir minna og mengar minna er framför. Hraðbraut á brú yfir Mývatn myndi eflaust stytta vegalengdir, og skaffa tímabundna atvinnu, en jafnframt eyða ró, spilla náttúrufegurð og skemma samfélag. Þessi framkvæmd myndi trauðla teljast til framfara, þótt hún yki hagvöxt. Þessar vangaveltur jafngilda ekki því að loka eigi öllum steypustöðvum og hætta að framleiða ál. Þær segja hins vegar að allt hafi sinn tíma. Sá skilningur sem við lögðum í hugtakið framfarir um miðja tuttugustu öld eru tímaskekkja nú. 21. öldin verður óhjákvæmilega öld efnalegrar nægjusemi, því flestir í okkar heimshluta hafa nóg af efnalegum gæðum. Þegar flestar auðlindir eru fullnýttar tekur mannvitið við, framleiðir af hugviti og deilir jafnar auðæfum og atvinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Sjá meira
Við heyrum mikil ramakvein í samtökum atvinnulífs og verkalýðs, svo ekki sé minnst á Morgunblaðið, yfir hægum hagvexti í landinu. Hjól atvinnulífsins, eins og það heitir nú um stund, þurfi bæði að vera fleiri og snúast mun hraðar. Þeir sem ekki taka undir ákallið um hraðari hagvöxt, eru settir í skammarkrókinn og í þá er hreytt ónotum og hnjóðsyrðum. Ef mótmælt er lagningu háspennulínu eða byggingu vegar yfir skóglendi svo ekki sé talað um stórvirkjun með tilheyrandi stíflu, þá eru þeir sömu sagðir á móti hagvexti, haldi niðri atvinnu og hindri framfarir í landinu. Man nokkur lengur eftir meðferðinni á þeim fáu sem vöruðu við ofþenslu og hruni? Hagvöxtur og framfarirEr það svo, að hagvöxtur sé ennþá lykill framfara og hvað meina menn með framförum? Hugtakið framfarir var tekið í notkun á nítjándu öld og þýddi að hlutirnir gengu hraðar fyrir sig, hærra og eitthvað áfram. Á tuttugustu öldinni voru framfarir settar að jöfnu við meiri steinsteypu, stál og fleiri bíla. Velferð fyrir alla þýddi, meira af öllu slíku. Tuttugasta öldin er rík af pólitískum hugmyndakerfum sem komu og fóru, en kallið eftir framförum með hagvexti stóð óhaggað. Hinn afar mikli félagslegi og efnahagslegi árangur Vesturlanda sýndi að fyrir þessu var fótur. Aukinn hagvöxtur var svarið. Svo vel grópaðist þetta inn í hugmyndaheim okkar að það breytti mælikvarðanum á velgengni þjóða. Frá því fyrir miðja síðustu öld hefur enginn annar mælikvarði en hækkun þjóðarframleiðslu verið notaður til að mæla efnahagsárangur. Er meiri stálnotkun, fleiri rúmmetrar af steypu og fleiri áldósir mælikvarði á árangur mannlegrar viðleitni til lífsfyllingar Hefur ótvíræður efnahagslegur árangurinn leitt okkur á villigötur og ruglað okkur í ríminu? Hækkun þjóðarframleiðslu getur aldrei verið takmark í sjálfu sér, ekki frekar en það, að tilgangur trúarbragða sé að lifa eftir einhverri trúarsetningu. Hér ruglum við saman tilgangi og meðali. Hagvöxtur fyrir hverja?Hugtakið þjóðarframleiðsla er í besta falli vafasamt til að mæla efnahagslegar framfarir, hvað þá framfarir sem slíkar. Á síðustu tveimur áratugum höfum fylgst með þjóðum sem sýnt hafa öflugan hagvöxt um árabil um leið og lífskjör almennings, svo ekki sé talað um þá lægt settu, hafa farið versnandi. Þetta hefur verið hagvöxtur fyrir hina fáu. Bandaríkin eru gott dæmi um þetta, en alls ekki það eina. Forystumenn hagsmunasamtaka þar hrópa hávært eftir meiri hagvexti í nafni atvinnusköpunar. Og það sem verra er, þeir vilja að skattpeningar almennings verði notaðir til að knýja áfram hagvöxt fyrir þá fáu. Grikkland hafði öfundsverðar hagvaxtartölur um árabil. Það var hagvöxtur sem var reistur á erlendri lántöku til að halda uppi neyslustigi, sem landið gat sjálft ekki staðið undir. Á áratug útrásarstríðsins var dæmafár hagvöxtur á Íslandi allur greiddur með ránsfeng. Alla þá fjármuni sem íslenska ríkisstjórnin setur nú í hagvaxtaraukandi framkvæmdir þarf að taka að láni, því ríkissjóður er enn rekinn með umtalsverðum halla. Þegar maður hlustar á málflutning hagsmunasamtakanna gæti maður haldið að nógir peningar liggi ónotaðir í ríkissjóði. Aukin skuldsetning mjög skuldugrar þjóðar vísar ekki veginn til „framfara“ heldur gerir illt verra. Minnkandi hagvexti þarf að mæta með meiri jöfnuði og minni neyslu. Allt hefur sinn tímaEn við vorum að ræða mælikvarðann fyrir framfarir. Hvað með framfarir á sviði menningar, mannréttinda, réttinda kvenna, umbóta í umhverfismálum o.s.frv.? Eru þetta ekki framfarir? Auðvitað er aukning matvælaframleiðslu góð, þegar fólk er hungrað, en verður að sorpúrgangi, ef allir hafa nóg að borða. Það er margt mikilvægara í mannlegu lífi en heimta meira af efnalegum gæðum a.m.k. á flestum Vesturlöndum. Þar þarf hins vegar að skipta gæðunum öðruvísi og hætta að skilgreina framfarir sem magn – meira af – heldur sem gæði – betra. Framleiðsla á bíl sem eyðir minna og mengar minna er framför. Hraðbraut á brú yfir Mývatn myndi eflaust stytta vegalengdir, og skaffa tímabundna atvinnu, en jafnframt eyða ró, spilla náttúrufegurð og skemma samfélag. Þessi framkvæmd myndi trauðla teljast til framfara, þótt hún yki hagvöxt. Þessar vangaveltur jafngilda ekki því að loka eigi öllum steypustöðvum og hætta að framleiða ál. Þær segja hins vegar að allt hafi sinn tíma. Sá skilningur sem við lögðum í hugtakið framfarir um miðja tuttugustu öld eru tímaskekkja nú. 21. öldin verður óhjákvæmilega öld efnalegrar nægjusemi, því flestir í okkar heimshluta hafa nóg af efnalegum gæðum. Þegar flestar auðlindir eru fullnýttar tekur mannvitið við, framleiðir af hugviti og deilir jafnar auðæfum og atvinnu.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun