Goðsögnin um blessun hagvaxtarins Þröstur Ólafsson skrifar 20. desember 2011 06:00 Við heyrum mikil ramakvein í samtökum atvinnulífs og verkalýðs, svo ekki sé minnst á Morgunblaðið, yfir hægum hagvexti í landinu. Hjól atvinnulífsins, eins og það heitir nú um stund, þurfi bæði að vera fleiri og snúast mun hraðar. Þeir sem ekki taka undir ákallið um hraðari hagvöxt, eru settir í skammarkrókinn og í þá er hreytt ónotum og hnjóðsyrðum. Ef mótmælt er lagningu háspennulínu eða byggingu vegar yfir skóglendi svo ekki sé talað um stórvirkjun með tilheyrandi stíflu, þá eru þeir sömu sagðir á móti hagvexti, haldi niðri atvinnu og hindri framfarir í landinu. Man nokkur lengur eftir meðferðinni á þeim fáu sem vöruðu við ofþenslu og hruni? Hagvöxtur og framfarirEr það svo, að hagvöxtur sé ennþá lykill framfara og hvað meina menn með framförum? Hugtakið framfarir var tekið í notkun á nítjándu öld og þýddi að hlutirnir gengu hraðar fyrir sig, hærra og eitthvað áfram. Á tuttugustu öldinni voru framfarir settar að jöfnu við meiri steinsteypu, stál og fleiri bíla. Velferð fyrir alla þýddi, meira af öllu slíku. Tuttugasta öldin er rík af pólitískum hugmyndakerfum sem komu og fóru, en kallið eftir framförum með hagvexti stóð óhaggað. Hinn afar mikli félagslegi og efnahagslegi árangur Vesturlanda sýndi að fyrir þessu var fótur. Aukinn hagvöxtur var svarið. Svo vel grópaðist þetta inn í hugmyndaheim okkar að það breytti mælikvarðanum á velgengni þjóða. Frá því fyrir miðja síðustu öld hefur enginn annar mælikvarði en hækkun þjóðarframleiðslu verið notaður til að mæla efnahagsárangur. Er meiri stálnotkun, fleiri rúmmetrar af steypu og fleiri áldósir mælikvarði á árangur mannlegrar viðleitni til lífsfyllingar Hefur ótvíræður efnahagslegur árangurinn leitt okkur á villigötur og ruglað okkur í ríminu? Hækkun þjóðarframleiðslu getur aldrei verið takmark í sjálfu sér, ekki frekar en það, að tilgangur trúarbragða sé að lifa eftir einhverri trúarsetningu. Hér ruglum við saman tilgangi og meðali. Hagvöxtur fyrir hverja?Hugtakið þjóðarframleiðsla er í besta falli vafasamt til að mæla efnahagslegar framfarir, hvað þá framfarir sem slíkar. Á síðustu tveimur áratugum höfum fylgst með þjóðum sem sýnt hafa öflugan hagvöxt um árabil um leið og lífskjör almennings, svo ekki sé talað um þá lægt settu, hafa farið versnandi. Þetta hefur verið hagvöxtur fyrir hina fáu. Bandaríkin eru gott dæmi um þetta, en alls ekki það eina. Forystumenn hagsmunasamtaka þar hrópa hávært eftir meiri hagvexti í nafni atvinnusköpunar. Og það sem verra er, þeir vilja að skattpeningar almennings verði notaðir til að knýja áfram hagvöxt fyrir þá fáu. Grikkland hafði öfundsverðar hagvaxtartölur um árabil. Það var hagvöxtur sem var reistur á erlendri lántöku til að halda uppi neyslustigi, sem landið gat sjálft ekki staðið undir. Á áratug útrásarstríðsins var dæmafár hagvöxtur á Íslandi allur greiddur með ránsfeng. Alla þá fjármuni sem íslenska ríkisstjórnin setur nú í hagvaxtaraukandi framkvæmdir þarf að taka að láni, því ríkissjóður er enn rekinn með umtalsverðum halla. Þegar maður hlustar á málflutning hagsmunasamtakanna gæti maður haldið að nógir peningar liggi ónotaðir í ríkissjóði. Aukin skuldsetning mjög skuldugrar þjóðar vísar ekki veginn til „framfara“ heldur gerir illt verra. Minnkandi hagvexti þarf að mæta með meiri jöfnuði og minni neyslu. Allt hefur sinn tímaEn við vorum að ræða mælikvarðann fyrir framfarir. Hvað með framfarir á sviði menningar, mannréttinda, réttinda kvenna, umbóta í umhverfismálum o.s.frv.? Eru þetta ekki framfarir? Auðvitað er aukning matvælaframleiðslu góð, þegar fólk er hungrað, en verður að sorpúrgangi, ef allir hafa nóg að borða. Það er margt mikilvægara í mannlegu lífi en heimta meira af efnalegum gæðum a.m.k. á flestum Vesturlöndum. Þar þarf hins vegar að skipta gæðunum öðruvísi og hætta að skilgreina framfarir sem magn – meira af – heldur sem gæði – betra. Framleiðsla á bíl sem eyðir minna og mengar minna er framför. Hraðbraut á brú yfir Mývatn myndi eflaust stytta vegalengdir, og skaffa tímabundna atvinnu, en jafnframt eyða ró, spilla náttúrufegurð og skemma samfélag. Þessi framkvæmd myndi trauðla teljast til framfara, þótt hún yki hagvöxt. Þessar vangaveltur jafngilda ekki því að loka eigi öllum steypustöðvum og hætta að framleiða ál. Þær segja hins vegar að allt hafi sinn tíma. Sá skilningur sem við lögðum í hugtakið framfarir um miðja tuttugustu öld eru tímaskekkja nú. 21. öldin verður óhjákvæmilega öld efnalegrar nægjusemi, því flestir í okkar heimshluta hafa nóg af efnalegum gæðum. Þegar flestar auðlindir eru fullnýttar tekur mannvitið við, framleiðir af hugviti og deilir jafnar auðæfum og atvinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Við heyrum mikil ramakvein í samtökum atvinnulífs og verkalýðs, svo ekki sé minnst á Morgunblaðið, yfir hægum hagvexti í landinu. Hjól atvinnulífsins, eins og það heitir nú um stund, þurfi bæði að vera fleiri og snúast mun hraðar. Þeir sem ekki taka undir ákallið um hraðari hagvöxt, eru settir í skammarkrókinn og í þá er hreytt ónotum og hnjóðsyrðum. Ef mótmælt er lagningu háspennulínu eða byggingu vegar yfir skóglendi svo ekki sé talað um stórvirkjun með tilheyrandi stíflu, þá eru þeir sömu sagðir á móti hagvexti, haldi niðri atvinnu og hindri framfarir í landinu. Man nokkur lengur eftir meðferðinni á þeim fáu sem vöruðu við ofþenslu og hruni? Hagvöxtur og framfarirEr það svo, að hagvöxtur sé ennþá lykill framfara og hvað meina menn með framförum? Hugtakið framfarir var tekið í notkun á nítjándu öld og þýddi að hlutirnir gengu hraðar fyrir sig, hærra og eitthvað áfram. Á tuttugustu öldinni voru framfarir settar að jöfnu við meiri steinsteypu, stál og fleiri bíla. Velferð fyrir alla þýddi, meira af öllu slíku. Tuttugasta öldin er rík af pólitískum hugmyndakerfum sem komu og fóru, en kallið eftir framförum með hagvexti stóð óhaggað. Hinn afar mikli félagslegi og efnahagslegi árangur Vesturlanda sýndi að fyrir þessu var fótur. Aukinn hagvöxtur var svarið. Svo vel grópaðist þetta inn í hugmyndaheim okkar að það breytti mælikvarðanum á velgengni þjóða. Frá því fyrir miðja síðustu öld hefur enginn annar mælikvarði en hækkun þjóðarframleiðslu verið notaður til að mæla efnahagsárangur. Er meiri stálnotkun, fleiri rúmmetrar af steypu og fleiri áldósir mælikvarði á árangur mannlegrar viðleitni til lífsfyllingar Hefur ótvíræður efnahagslegur árangurinn leitt okkur á villigötur og ruglað okkur í ríminu? Hækkun þjóðarframleiðslu getur aldrei verið takmark í sjálfu sér, ekki frekar en það, að tilgangur trúarbragða sé að lifa eftir einhverri trúarsetningu. Hér ruglum við saman tilgangi og meðali. Hagvöxtur fyrir hverja?Hugtakið þjóðarframleiðsla er í besta falli vafasamt til að mæla efnahagslegar framfarir, hvað þá framfarir sem slíkar. Á síðustu tveimur áratugum höfum fylgst með þjóðum sem sýnt hafa öflugan hagvöxt um árabil um leið og lífskjör almennings, svo ekki sé talað um þá lægt settu, hafa farið versnandi. Þetta hefur verið hagvöxtur fyrir hina fáu. Bandaríkin eru gott dæmi um þetta, en alls ekki það eina. Forystumenn hagsmunasamtaka þar hrópa hávært eftir meiri hagvexti í nafni atvinnusköpunar. Og það sem verra er, þeir vilja að skattpeningar almennings verði notaðir til að knýja áfram hagvöxt fyrir þá fáu. Grikkland hafði öfundsverðar hagvaxtartölur um árabil. Það var hagvöxtur sem var reistur á erlendri lántöku til að halda uppi neyslustigi, sem landið gat sjálft ekki staðið undir. Á áratug útrásarstríðsins var dæmafár hagvöxtur á Íslandi allur greiddur með ránsfeng. Alla þá fjármuni sem íslenska ríkisstjórnin setur nú í hagvaxtaraukandi framkvæmdir þarf að taka að láni, því ríkissjóður er enn rekinn með umtalsverðum halla. Þegar maður hlustar á málflutning hagsmunasamtakanna gæti maður haldið að nógir peningar liggi ónotaðir í ríkissjóði. Aukin skuldsetning mjög skuldugrar þjóðar vísar ekki veginn til „framfara“ heldur gerir illt verra. Minnkandi hagvexti þarf að mæta með meiri jöfnuði og minni neyslu. Allt hefur sinn tímaEn við vorum að ræða mælikvarðann fyrir framfarir. Hvað með framfarir á sviði menningar, mannréttinda, réttinda kvenna, umbóta í umhverfismálum o.s.frv.? Eru þetta ekki framfarir? Auðvitað er aukning matvælaframleiðslu góð, þegar fólk er hungrað, en verður að sorpúrgangi, ef allir hafa nóg að borða. Það er margt mikilvægara í mannlegu lífi en heimta meira af efnalegum gæðum a.m.k. á flestum Vesturlöndum. Þar þarf hins vegar að skipta gæðunum öðruvísi og hætta að skilgreina framfarir sem magn – meira af – heldur sem gæði – betra. Framleiðsla á bíl sem eyðir minna og mengar minna er framför. Hraðbraut á brú yfir Mývatn myndi eflaust stytta vegalengdir, og skaffa tímabundna atvinnu, en jafnframt eyða ró, spilla náttúrufegurð og skemma samfélag. Þessi framkvæmd myndi trauðla teljast til framfara, þótt hún yki hagvöxt. Þessar vangaveltur jafngilda ekki því að loka eigi öllum steypustöðvum og hætta að framleiða ál. Þær segja hins vegar að allt hafi sinn tíma. Sá skilningur sem við lögðum í hugtakið framfarir um miðja tuttugustu öld eru tímaskekkja nú. 21. öldin verður óhjákvæmilega öld efnalegrar nægjusemi, því flestir í okkar heimshluta hafa nóg af efnalegum gæðum. Þegar flestar auðlindir eru fullnýttar tekur mannvitið við, framleiðir af hugviti og deilir jafnar auðæfum og atvinnu.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun