Ójöfnuður og afskipti ríkisvaldsins Jón Gunnar Bernburg og Sigrún Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2011 06:00 Umræða um ójöfnuð lífskjara meðal almennings skýtur reglulega upp kollinum hérlendis, enda er þetta málefni mikilvægt viðfangsefni stjórnmála og vinnumarkaðar. Stefnumörkun á þessum sviðum, til að mynda í skatta- og velferðarmálum, hefur veruleg áhrif á dreifingu lífskjara í þjóðfélaginu. Í þessari grein kynnum við niðurstöður úr nýlegri könnun sem gefur vísbendingu um hve mikinn ójöfnuð Íslendingar vilja og hvaða hlutverk þeir telja að ríkisvaldið eigi að hafa í að sporna við ójöfnuði í þjóðfélaginu. Hugmyndir almennings um ójöfnuðSkiptar skoðanir um ójöfnuð, ekki síst lífseig átök um stefnu ríkisvaldsins í velferðar- og skattamálum, endurspegla ákveðna togstreitu í hugmyndaheimi nútíma velferðaríkja. Annars vegar er um að ræða hugmyndir sem leggja áherslu á að ójöfnuður sé æskilegur vegna þess að hann hvetji duglegustu og efnilegustu einstaklingana til dáða og leiði þannig til framfara fyrir þjóðfélagið. Enn fremur sé ójöfnuður réttlátur svo framarlega sem hann byggist á jöfnum tækifærum. Hins vegar eru það hugmyndir sem leggja áherslu á að of mikill ójöfnuður sé slæmur vegna þess að hann grafi undan félagslegum réttindum þeirra lágt settu sem þurfa að búa við lífskjör langt undir þeim lífskjörum sem teljast eðlileg í þjóðfélaginu. Einnig leiði mikill ójöfnuður til félagslegrar sundrungar með tilheyrandi vandamálum á borð við útbreitt vantraust og háa tíðni afbrota og félagslegra vandamála. Að lokum sé ójöfnuður óréttlátur vegna þess að tækifæri fólks til að klífa þjóðfélagsstigann séu í reynd ójöfn, til að mynda vegna ólíkra uppeldisskilyrða eða mismununar vegna kynferðis. Oft er deilt um ágæti þessara sjónarmiða í opinberri umræðu en lítið hefur verið fjallað um hvernig togstreitan á milli þeirra endurspeglast í hugmyndum almennings á Íslandi um ójöfnuð og velferðarmál. Á undanförnum tveimur áratugum hafa kannanir ítrekað leitt í ljós að níu af hverjum tíu Íslendingum telja að tekjuójöfnuður í þjóðfélaginu sé of mikill. En þar með er ekki sagt að almenningur vilji fullkominn jöfnuð. Erlendar rannsóknir benda til þess að meirihluti almennings í vestrænum samfélögum vilji hvetja fólk til dáða með því að launa betur störf sem krefjast meiri menntunar eða færni. En þær sýna jafnframt að almenningur hefur ákveðin þolmörk fyrir því hve mikill tekjumunurinn má vera. Þau þolmörk virðast vera afar mismunandi milli landa. Hve mikinn tekjuójöfnuð vilja Íslendingar?Á tímabilinu nóvember 2009 til júlí 2010 framkvæmdum við spurningakönnun á líkindaúrtaki 948 fullorðinna Íslendinga. Eitt af viðfangsefnum rannsóknarinnar var að skoða viðhorf íslensks almennings til tekjuskiptingar. Svarendur voru beðnir um að segja hvað þeir teldu vera æskilegar tekjur fimm starfa, þ.e. þriggja „hátt settra“ starfa (forstjóra í stórfyrirtæki, ráðherra og heimilislæknis) og tveggja „lágt settra“ starfa (ófaglærðs verkamanns í verksmiðju og almenns starfsmanns í verslun). Þessar upplýsingar gefa ákveðna vísbendingu um hve mikinn tekjuójöfnuð svarendur vilja. Taflan sýnir viðhorf svarenda til þess hver sé æskilegur hlutfallslegur munur á tekjum hátt settu starfanna og þeirra lágt settu. Fram kemur samstaða um það viðhorf að hátt sett störf eigi vissulega að fá hærri tekjur en lágt sett störf, en jafnframt kemur í ljós samstaða um það að tekjumunurinn eigi ekki að fara yfir ákveðin mörk. Stór meirihluti svarenda (75%) vill að hátt settu störfin hafi milli 50 til 249% hærri tekjur en lágt settu störfin. Lítill hluti svarenda (8%) vill að tekjumunurinn sé 350% eða meiri.Hve mikinn tekjuójöfnuð vilja Íslendingar? „Hátt sett“ störf eiga að fá... % svarenda 0 til 49% hærri tekjur 5 50 til 149% hærri tekjur 43 150 til 249% hærri tekjur 32 250 til 349% hærri tekjur 12 350% hærri tekjur eða meira 8 Svarendur voru jafnframt beðnir um að meta hvaða tekjur þessi störf hefðu í raun og veru (ekki sýnt í töflu). Flestir svarendur (77%) telja að tekjumunurinn sé meiri en 249%. Flestir Íslendingar vilja með öðrum orðum minni tekjuójöfnuð en þeir telja að sé raunin. Á ríkisvaldið að sporna við lífskjaraójöfnuði?Sú niðurstaða að meirihluti Íslendinga vilji minni tekjumun en þeir telja að raunin sé vekur upp spurningar um hvaða hlutverk ríkisvaldið á að hafa í að jafna lífskjörin. Könnun okkar leiðir í ljós verulega samstöðu um það viðhorf meðal almennings að ríkisvaldið eigi að gegna virku hlutverki í að jafna lífskjörin, bæði með tekjujafnandi aðgerðum í skattamálum og jöfnu aðgengi borgaranna að almannaþjónustu (menntun og heilbrigðisþjónustu). Þannig sögðust 72% svarenda vera sammála þeirri staðhæfingu að ríkisvaldið ætti að bera ábyrgð á því að jafna tekjumun í samfélaginu. Verulegur stuðningur kom fram við tekjujafnandi skattkerfi, en 76% svarenda töldu að tekjuháir ættu að borga hærri hluta af tekjum sínum í skatt en tekjulágir. Þá var mikill meirihluti svarenda (yfir 80%) á þeirri skoðun að það væri beinlínis óréttlátt ef tekjuháir einstaklingar gætu keypt sér betri grunnþjónustu (heilbrigðisþjónustu og menntun) en tekjulágir einstaklingar. LokaorðÞótt deilur um ójöfnuð og hlutverk ríkisvaldsins í að sporna við honum hafi oft verið áberandi í þjóðfélagsumræðu á undanförnum árum hefur lítið verið skoðað hvernig málefnið horfir við almenningi. Oft heyrum við skoðanir frá fáum einstaklingum sem tileinkað hafa sér mjög eindregna afstöðu með eða á móti velferðar- og skattastefnu sem ætlað er að sporna við ójöfnuði í lífskjörum. Mikilvægt er að stefnumótun í þessum viðkvæmu málaflokkum skapi sátt í þjóðfélaginu, enda getur útbreidd óánægja með dreifingu lífskjara grafið undan réttlætiskennd fólks og alið af sér félagslega sundrung og óstöðugleika. En þá er líka nauðsynlegt að afla þekkingar á því hvaða skoðanir ríkja meðal almennings. Rannsókn okkar er skref í þá átt. Niðurstöður benda til þess að meirihluti Íslendinga sé á þeirri skoðun að ákveðinn tekjuójöfnuður milli starfa sé nauðsynlegur, að mikilvægt sé að verðlauna þá einstaklinga sem sýna dugnað og færni. En þær sýna jafnframt mikla samstöðu meðal almennings um þá skoðun að ójöfnuðurinn eigi ekki að fara yfir ákveðin mörk. Þau þolmörk eru lægri en raunin er á Íslandi í dag. Ef tekið er mið af þeim átökum sem einkenna oft umræðuna á opinberum vettvangi, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna, vekur það athygli hve almenningur sýnir mikla samstöðu um þá skoðun að ríkisvaldið eigi að taka virkan þátt í því að jafna lífskjörin í þjóðfélaginu. Meirihluti Íslendinga virðist vera á þeirri skoðun að ríkisvaldið eigi að gegna virku hlutverki í að jafna lífskjörin, bæði með tekjujafnandi aðgerðum í skattamálum og jöfnu aðgengi borgaranna að almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um ójöfnuð lífskjara meðal almennings skýtur reglulega upp kollinum hérlendis, enda er þetta málefni mikilvægt viðfangsefni stjórnmála og vinnumarkaðar. Stefnumörkun á þessum sviðum, til að mynda í skatta- og velferðarmálum, hefur veruleg áhrif á dreifingu lífskjara í þjóðfélaginu. Í þessari grein kynnum við niðurstöður úr nýlegri könnun sem gefur vísbendingu um hve mikinn ójöfnuð Íslendingar vilja og hvaða hlutverk þeir telja að ríkisvaldið eigi að hafa í að sporna við ójöfnuði í þjóðfélaginu. Hugmyndir almennings um ójöfnuðSkiptar skoðanir um ójöfnuð, ekki síst lífseig átök um stefnu ríkisvaldsins í velferðar- og skattamálum, endurspegla ákveðna togstreitu í hugmyndaheimi nútíma velferðaríkja. Annars vegar er um að ræða hugmyndir sem leggja áherslu á að ójöfnuður sé æskilegur vegna þess að hann hvetji duglegustu og efnilegustu einstaklingana til dáða og leiði þannig til framfara fyrir þjóðfélagið. Enn fremur sé ójöfnuður réttlátur svo framarlega sem hann byggist á jöfnum tækifærum. Hins vegar eru það hugmyndir sem leggja áherslu á að of mikill ójöfnuður sé slæmur vegna þess að hann grafi undan félagslegum réttindum þeirra lágt settu sem þurfa að búa við lífskjör langt undir þeim lífskjörum sem teljast eðlileg í þjóðfélaginu. Einnig leiði mikill ójöfnuður til félagslegrar sundrungar með tilheyrandi vandamálum á borð við útbreitt vantraust og háa tíðni afbrota og félagslegra vandamála. Að lokum sé ójöfnuður óréttlátur vegna þess að tækifæri fólks til að klífa þjóðfélagsstigann séu í reynd ójöfn, til að mynda vegna ólíkra uppeldisskilyrða eða mismununar vegna kynferðis. Oft er deilt um ágæti þessara sjónarmiða í opinberri umræðu en lítið hefur verið fjallað um hvernig togstreitan á milli þeirra endurspeglast í hugmyndum almennings á Íslandi um ójöfnuð og velferðarmál. Á undanförnum tveimur áratugum hafa kannanir ítrekað leitt í ljós að níu af hverjum tíu Íslendingum telja að tekjuójöfnuður í þjóðfélaginu sé of mikill. En þar með er ekki sagt að almenningur vilji fullkominn jöfnuð. Erlendar rannsóknir benda til þess að meirihluti almennings í vestrænum samfélögum vilji hvetja fólk til dáða með því að launa betur störf sem krefjast meiri menntunar eða færni. En þær sýna jafnframt að almenningur hefur ákveðin þolmörk fyrir því hve mikill tekjumunurinn má vera. Þau þolmörk virðast vera afar mismunandi milli landa. Hve mikinn tekjuójöfnuð vilja Íslendingar?Á tímabilinu nóvember 2009 til júlí 2010 framkvæmdum við spurningakönnun á líkindaúrtaki 948 fullorðinna Íslendinga. Eitt af viðfangsefnum rannsóknarinnar var að skoða viðhorf íslensks almennings til tekjuskiptingar. Svarendur voru beðnir um að segja hvað þeir teldu vera æskilegar tekjur fimm starfa, þ.e. þriggja „hátt settra“ starfa (forstjóra í stórfyrirtæki, ráðherra og heimilislæknis) og tveggja „lágt settra“ starfa (ófaglærðs verkamanns í verksmiðju og almenns starfsmanns í verslun). Þessar upplýsingar gefa ákveðna vísbendingu um hve mikinn tekjuójöfnuð svarendur vilja. Taflan sýnir viðhorf svarenda til þess hver sé æskilegur hlutfallslegur munur á tekjum hátt settu starfanna og þeirra lágt settu. Fram kemur samstaða um það viðhorf að hátt sett störf eigi vissulega að fá hærri tekjur en lágt sett störf, en jafnframt kemur í ljós samstaða um það að tekjumunurinn eigi ekki að fara yfir ákveðin mörk. Stór meirihluti svarenda (75%) vill að hátt settu störfin hafi milli 50 til 249% hærri tekjur en lágt settu störfin. Lítill hluti svarenda (8%) vill að tekjumunurinn sé 350% eða meiri.Hve mikinn tekjuójöfnuð vilja Íslendingar? „Hátt sett“ störf eiga að fá... % svarenda 0 til 49% hærri tekjur 5 50 til 149% hærri tekjur 43 150 til 249% hærri tekjur 32 250 til 349% hærri tekjur 12 350% hærri tekjur eða meira 8 Svarendur voru jafnframt beðnir um að meta hvaða tekjur þessi störf hefðu í raun og veru (ekki sýnt í töflu). Flestir svarendur (77%) telja að tekjumunurinn sé meiri en 249%. Flestir Íslendingar vilja með öðrum orðum minni tekjuójöfnuð en þeir telja að sé raunin. Á ríkisvaldið að sporna við lífskjaraójöfnuði?Sú niðurstaða að meirihluti Íslendinga vilji minni tekjumun en þeir telja að raunin sé vekur upp spurningar um hvaða hlutverk ríkisvaldið á að hafa í að jafna lífskjörin. Könnun okkar leiðir í ljós verulega samstöðu um það viðhorf meðal almennings að ríkisvaldið eigi að gegna virku hlutverki í að jafna lífskjörin, bæði með tekjujafnandi aðgerðum í skattamálum og jöfnu aðgengi borgaranna að almannaþjónustu (menntun og heilbrigðisþjónustu). Þannig sögðust 72% svarenda vera sammála þeirri staðhæfingu að ríkisvaldið ætti að bera ábyrgð á því að jafna tekjumun í samfélaginu. Verulegur stuðningur kom fram við tekjujafnandi skattkerfi, en 76% svarenda töldu að tekjuháir ættu að borga hærri hluta af tekjum sínum í skatt en tekjulágir. Þá var mikill meirihluti svarenda (yfir 80%) á þeirri skoðun að það væri beinlínis óréttlátt ef tekjuháir einstaklingar gætu keypt sér betri grunnþjónustu (heilbrigðisþjónustu og menntun) en tekjulágir einstaklingar. LokaorðÞótt deilur um ójöfnuð og hlutverk ríkisvaldsins í að sporna við honum hafi oft verið áberandi í þjóðfélagsumræðu á undanförnum árum hefur lítið verið skoðað hvernig málefnið horfir við almenningi. Oft heyrum við skoðanir frá fáum einstaklingum sem tileinkað hafa sér mjög eindregna afstöðu með eða á móti velferðar- og skattastefnu sem ætlað er að sporna við ójöfnuði í lífskjörum. Mikilvægt er að stefnumótun í þessum viðkvæmu málaflokkum skapi sátt í þjóðfélaginu, enda getur útbreidd óánægja með dreifingu lífskjara grafið undan réttlætiskennd fólks og alið af sér félagslega sundrung og óstöðugleika. En þá er líka nauðsynlegt að afla þekkingar á því hvaða skoðanir ríkja meðal almennings. Rannsókn okkar er skref í þá átt. Niðurstöður benda til þess að meirihluti Íslendinga sé á þeirri skoðun að ákveðinn tekjuójöfnuður milli starfa sé nauðsynlegur, að mikilvægt sé að verðlauna þá einstaklinga sem sýna dugnað og færni. En þær sýna jafnframt mikla samstöðu meðal almennings um þá skoðun að ójöfnuðurinn eigi ekki að fara yfir ákveðin mörk. Þau þolmörk eru lægri en raunin er á Íslandi í dag. Ef tekið er mið af þeim átökum sem einkenna oft umræðuna á opinberum vettvangi, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna, vekur það athygli hve almenningur sýnir mikla samstöðu um þá skoðun að ríkisvaldið eigi að taka virkan þátt í því að jafna lífskjörin í þjóðfélaginu. Meirihluti Íslendinga virðist vera á þeirri skoðun að ríkisvaldið eigi að gegna virku hlutverki í að jafna lífskjörin, bæði með tekjujafnandi aðgerðum í skattamálum og jöfnu aðgengi borgaranna að almannaþjónustu.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun