Flugbraut 07-25 á Keflavíkurflugvelli Jakob Ólafsson skrifar 20. desember 2011 06:00 Þegar flugslys verða er orsakanna oftar en ekki að leita í röð atvika eða keðjuverkun atvika (chain of events) þar sem koma hefði mátt í veg fyrir slysið ef keðjan hefði verið rofin í tæka tíð. Með þetta að leiðarljósi hefur öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) beitt sér fyrir því að flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð að nýju í öryggisskyni og sendi fyrir nokkrum árum frá sér áskorun til þáverandi samgöngu- og utanríkisráðherra ásamt tilkynningu til fjölmiðla og hélt að lokum opinn fund í samstarfi við stjórn FÍA um málefni Keflavíkurflugvallar og þá sérstaklega um braut 07/25. Á fundinn mættu m.a. þáverandi samgönguráðherra Sturla Böðvarsson, ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytisins og ýmsir forsvarsmenn í flugmálum. Áskorun öryggisnefndarinnar var svohljóðandi: „Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) vill beina þeim tilmælum til samgöngu- og utanríkisráðherra að flugbraut 07-25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð hið fyrsta. Nú þegar styttist í að flugbraut 06-24 á Reykjavíkurflugvelli verði lokað er brýnt út frá flugöryggissjónarmiðum að flugbraut 07-25 á Keflavíkurflugvelli sé opin. Keflavíkurflugvöllur er aðal-, vara- og öryggisflugvöllur fyrir innan- og utanlandsflug landsmanna og er því brýnt að áfram sé opin flugbraut á suðvesturhorni landsins sem nota má við flugtök og lendingar í slæmum suðvestan og norðaustan veðrum og þannig fækka þeim tilvikum þar sem flugáhafnir þurfa að kljást við lendingar út við ystu mörk getu flugvéla til lendinga í hliðarvindi og vindhviðum. Þá er Keflavíkurflugvöllur vara- og öryggisflugvöllur fyrir alla flugumferð yfir Norður-Atlantshafið. Hafa farþegaþotur ítrekað þurft að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna bilana í hreyflum og annarra tæknibilana og einnig vegna veikinda farþega og hryðjuverkahótana. Slík neyðartilvik gera ekki boð á undan sér og koma upp við hvaða veðurskilyrði sem er. Flugáhöfn sem á í neyð vegna elds, hreyfilbilunar eða annarrar þeirrar bilunar sem skert getur stjórnhæfni flugvélarinnar á nóg með að lenda slíkri vél þar sem vindur er beint á braut svo ekki bætist við erfiður hliðarvindur. Því eru það tilmæli öryggisnefndar FÍA að flugbraut 07-25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð í fullri lengd hið fyrsta með ljósabúnaði og í það minnsta VOR/DME aðflugi að hvorum flugbrautarenda." Samgönguráðherra brást hratt við þessari áskorun og ákvað að brautin skyldi opnuð árið 2008 með 250 milljóna fjárframlagi í samgönguáætlun 2007-2010 að fenginni umsögn þáverandi flugmálastjóra, Þorgeirs Pálssonar, þar sem fram kom m.a. þetta: „Opnun flugbrautar 07-25 á Keflavíkurflugvelli snýst bæði um flugöryggi sem og hagkvæmni í flugrekstri. Ljóst er, að miklu máli skiptir vegna flugöryggis, að ekki þurfi að lenda við ýtrustu hliðarvindsaðstæður. Þetta á við í almennu flugi og enn frekar, ef um er að ræða neyðartilvik, þar sem erfitt eða útilokað kann að vera að fljúga til næsta varaflugvallar. Opnun flugbrautarinnar mundi auka nýtingarstuðul flugvallarins og draga úr þörfinni fyrir að lenda í miklum hliðarvindi, þá er ljóst að hagkvæmni og áreiðanleiki í flugrekstri mundu einnig aukast, sem skiptir miklu máli fyrir samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar." Að endingu sagði flugmálastjóri í umsögn sinni, „Að framangreindum ástæðum tekur Flugmálastjórn að fullu undir þau sjónarmið, sem fram koma í bréfi öryggisnefndar FÍA um að brýnt sé að flugbraut 07-25 á Keflavíkurflugvelli sé opnuð á ný." Síðan verða ríkisstjórnarskipti og nýr samgönguráðherra, Kristján Möller, virðist hafa aðra sýn á flugöryggismálum á Keflavíkurflugvelli en öryggisnefnd FÍA og Flugmálastjórn, þar sem skyndilega er ákvörðun um opnun flugbrautarinnar kippt út úr samgönguáætlun og fjármununum væntanlega ráðstafað í eitthvað annað, hugsanlega í Akureyrarflugvöll í heimahéraði ráðherrans þar sem skyndilega hófust miklar framkvæmdir við flugvöllinn í ráðherratíð hans. Í drögum að nýrri fjögurra ára samgönguáætlun, 2011-2014, er hvergi vikið að opnun flugbrautar 07/25, þrátt fyrir að öryggisnefnd FÍA hafi endurnýjað áskorun sína til innanríkisráðherra og samgönguráðs þann 21.okt. sl., en fyrir Keflavíkurflugvöll í liðnum stofnkostnaður og viðhald er gert ráð fyrir 0 kr. næstu fjögur árin. Í samgönguáætluninni er þó gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði sjálfbær árið 2012 þannig að þjónustugjöld standi undir rekstri flugvallarins og framkvæmdum á honum en ríkinu þó heimilt að styrkja þjónustu á honum í almannaþágu. Því liggur það væntanlega á herðum rekstraraðila flugvallarins, Isavia, að tryggja opnun flugbrautar 07/25 og auka þannig flugöryggi á flugvellinum. Miklum fjármunum hefur verið varið í aðstöðu til verslunar og þjónustu ásamt flugvernd í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, en fyrir löngu er tímabært að tryggja frekara öryggi úti á flugbrautunum enda þekkt að flest flugslys verða við flugtök og lendingar. Oft hafa menn sloppið með skrekkinn við tilraun til hliðarvindslendinga í slæmum suðvestanveðrum við mörk getu vélanna og jafnvel á hálum flugbrautum stundum þannig að farþegar hafa þurft áfallahjálp á eftir, en ekki er víst að lukkan verði alltaf með í för. Keflavíkurflugvöllur er þekktur fyrir erfiðar veðuraðstæður hjá flugvélaframleiðendum sem senda nýjar flugvélategundir hingað til tilrauna við erfiðustu aðstæður sem völ er á til hliðarvindslendinga og sífellt fleiri flugfélög eru að hefja áætlunarflug til vallarins þar sem kannski er ekki sama reynsla til staðar til flugs við jafn krefjandi veðuraðstæður og geta orðið á Keflavíkurflugvelli. Verði flugslys á Keflavíkurflugvelli, sem hefði mátt koma í veg fyrir með opinni flugbraut 07/25, þá verða aðgerðir eða frekar aðgerðarleysi þeirra sem með ábyrgðina fara dregnar fram í dagsljósið og spurt af hverju ekki var gripið inní keðjuverkun atvika í tíma og keðjan rofin, fyrsti hlekkurinn sem rjúfa þarf er að opna braut 07/25. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þegar flugslys verða er orsakanna oftar en ekki að leita í röð atvika eða keðjuverkun atvika (chain of events) þar sem koma hefði mátt í veg fyrir slysið ef keðjan hefði verið rofin í tæka tíð. Með þetta að leiðarljósi hefur öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) beitt sér fyrir því að flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð að nýju í öryggisskyni og sendi fyrir nokkrum árum frá sér áskorun til þáverandi samgöngu- og utanríkisráðherra ásamt tilkynningu til fjölmiðla og hélt að lokum opinn fund í samstarfi við stjórn FÍA um málefni Keflavíkurflugvallar og þá sérstaklega um braut 07/25. Á fundinn mættu m.a. þáverandi samgönguráðherra Sturla Böðvarsson, ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytisins og ýmsir forsvarsmenn í flugmálum. Áskorun öryggisnefndarinnar var svohljóðandi: „Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) vill beina þeim tilmælum til samgöngu- og utanríkisráðherra að flugbraut 07-25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð hið fyrsta. Nú þegar styttist í að flugbraut 06-24 á Reykjavíkurflugvelli verði lokað er brýnt út frá flugöryggissjónarmiðum að flugbraut 07-25 á Keflavíkurflugvelli sé opin. Keflavíkurflugvöllur er aðal-, vara- og öryggisflugvöllur fyrir innan- og utanlandsflug landsmanna og er því brýnt að áfram sé opin flugbraut á suðvesturhorni landsins sem nota má við flugtök og lendingar í slæmum suðvestan og norðaustan veðrum og þannig fækka þeim tilvikum þar sem flugáhafnir þurfa að kljást við lendingar út við ystu mörk getu flugvéla til lendinga í hliðarvindi og vindhviðum. Þá er Keflavíkurflugvöllur vara- og öryggisflugvöllur fyrir alla flugumferð yfir Norður-Atlantshafið. Hafa farþegaþotur ítrekað þurft að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna bilana í hreyflum og annarra tæknibilana og einnig vegna veikinda farþega og hryðjuverkahótana. Slík neyðartilvik gera ekki boð á undan sér og koma upp við hvaða veðurskilyrði sem er. Flugáhöfn sem á í neyð vegna elds, hreyfilbilunar eða annarrar þeirrar bilunar sem skert getur stjórnhæfni flugvélarinnar á nóg með að lenda slíkri vél þar sem vindur er beint á braut svo ekki bætist við erfiður hliðarvindur. Því eru það tilmæli öryggisnefndar FÍA að flugbraut 07-25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð í fullri lengd hið fyrsta með ljósabúnaði og í það minnsta VOR/DME aðflugi að hvorum flugbrautarenda." Samgönguráðherra brást hratt við þessari áskorun og ákvað að brautin skyldi opnuð árið 2008 með 250 milljóna fjárframlagi í samgönguáætlun 2007-2010 að fenginni umsögn þáverandi flugmálastjóra, Þorgeirs Pálssonar, þar sem fram kom m.a. þetta: „Opnun flugbrautar 07-25 á Keflavíkurflugvelli snýst bæði um flugöryggi sem og hagkvæmni í flugrekstri. Ljóst er, að miklu máli skiptir vegna flugöryggis, að ekki þurfi að lenda við ýtrustu hliðarvindsaðstæður. Þetta á við í almennu flugi og enn frekar, ef um er að ræða neyðartilvik, þar sem erfitt eða útilokað kann að vera að fljúga til næsta varaflugvallar. Opnun flugbrautarinnar mundi auka nýtingarstuðul flugvallarins og draga úr þörfinni fyrir að lenda í miklum hliðarvindi, þá er ljóst að hagkvæmni og áreiðanleiki í flugrekstri mundu einnig aukast, sem skiptir miklu máli fyrir samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar." Að endingu sagði flugmálastjóri í umsögn sinni, „Að framangreindum ástæðum tekur Flugmálastjórn að fullu undir þau sjónarmið, sem fram koma í bréfi öryggisnefndar FÍA um að brýnt sé að flugbraut 07-25 á Keflavíkurflugvelli sé opnuð á ný." Síðan verða ríkisstjórnarskipti og nýr samgönguráðherra, Kristján Möller, virðist hafa aðra sýn á flugöryggismálum á Keflavíkurflugvelli en öryggisnefnd FÍA og Flugmálastjórn, þar sem skyndilega er ákvörðun um opnun flugbrautarinnar kippt út úr samgönguáætlun og fjármununum væntanlega ráðstafað í eitthvað annað, hugsanlega í Akureyrarflugvöll í heimahéraði ráðherrans þar sem skyndilega hófust miklar framkvæmdir við flugvöllinn í ráðherratíð hans. Í drögum að nýrri fjögurra ára samgönguáætlun, 2011-2014, er hvergi vikið að opnun flugbrautar 07/25, þrátt fyrir að öryggisnefnd FÍA hafi endurnýjað áskorun sína til innanríkisráðherra og samgönguráðs þann 21.okt. sl., en fyrir Keflavíkurflugvöll í liðnum stofnkostnaður og viðhald er gert ráð fyrir 0 kr. næstu fjögur árin. Í samgönguáætluninni er þó gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði sjálfbær árið 2012 þannig að þjónustugjöld standi undir rekstri flugvallarins og framkvæmdum á honum en ríkinu þó heimilt að styrkja þjónustu á honum í almannaþágu. Því liggur það væntanlega á herðum rekstraraðila flugvallarins, Isavia, að tryggja opnun flugbrautar 07/25 og auka þannig flugöryggi á flugvellinum. Miklum fjármunum hefur verið varið í aðstöðu til verslunar og þjónustu ásamt flugvernd í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, en fyrir löngu er tímabært að tryggja frekara öryggi úti á flugbrautunum enda þekkt að flest flugslys verða við flugtök og lendingar. Oft hafa menn sloppið með skrekkinn við tilraun til hliðarvindslendinga í slæmum suðvestanveðrum við mörk getu vélanna og jafnvel á hálum flugbrautum stundum þannig að farþegar hafa þurft áfallahjálp á eftir, en ekki er víst að lukkan verði alltaf með í för. Keflavíkurflugvöllur er þekktur fyrir erfiðar veðuraðstæður hjá flugvélaframleiðendum sem senda nýjar flugvélategundir hingað til tilrauna við erfiðustu aðstæður sem völ er á til hliðarvindslendinga og sífellt fleiri flugfélög eru að hefja áætlunarflug til vallarins þar sem kannski er ekki sama reynsla til staðar til flugs við jafn krefjandi veðuraðstæður og geta orðið á Keflavíkurflugvelli. Verði flugslys á Keflavíkurflugvelli, sem hefði mátt koma í veg fyrir með opinni flugbraut 07/25, þá verða aðgerðir eða frekar aðgerðarleysi þeirra sem með ábyrgðina fara dregnar fram í dagsljósið og spurt af hverju ekki var gripið inní keðjuverkun atvika í tíma og keðjan rofin, fyrsti hlekkurinn sem rjúfa þarf er að opna braut 07/25.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun