Handbolti

Guðmundur Árni í beinni á EHF TV á netinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Árni í leik með Haukum á síðustu leiktíð.
Guðmundur Árni í leik með Haukum á síðustu leiktíð.
Guðmndur Árni Ólafsson og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu Bjerringbro/Silkeborg mæta í dag Veszprem frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á vefsíðunni EHF TV.

Bjerringbro/Silkeborg tapaði fyrir stórliði Atletico Madrid, áður Ciudad Real, í fyrstu umferð riðlakeppninnar á heimavelli, 30-27, eftir að hafa staðið lengi í Spánverjunum. Guðmundur Árni skoraði eitt mark í leiknum.

Veszprem vann góðan útisigur á pólska liðinu Kielce í fyrstu umferðinni, 29-25. Þórir Ólafsson er á mála hjá Kielce sem mætir Íslendingaliðinu Füchse Berlin á morgun.

Leikur Veszprem og Bjerringbro/Silkeborg hefst klukkan 16.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×