Erlent

Mannskætt bílslys í Kína

16 létust í bílslysi í miðhluta Kína í nótt þegar rúta sem fyllt hafði verið af allt of mörgum farþegum ók á smábíl. Fjórir létust á staðnum og tólf á spítala skömmu síðar. 23 aðrir eru slasaðir. Bílaeign hefur vaxið gríðarlega í Kína á síðustu árum og hefur það haft þann fylgifist að alvarlegum bílslysum fer mjög fjölgandi á vegum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×