Erlent

Láta 2900 fanga lausa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Raul Castro ætlar að láta fjölda fanga lausa.
Raul Castro ætlar að láta fjölda fanga lausa. mynd/ afp.
Stjórnvöld í Kúbu ætla að láta 2900 fanga lausa á næstu dögum, þar á meðal nokkra sem dæmdir hafa verið fyrir pólitíska glæpi. Raul Castro, forseti Kúbu, segir að þetta sé gert til að sýna góðvilja í verki eftir að hafa fengið nokkrar óskir frá ættingjum og trúarsamtökum.

En Raul Castro forseti segir jafnframt að ferðafrelsi Kúbverja frá landinu verði ekki rýmkað á næstunni. Castro sagði við þjóðþingið að þeir sem krefðust þess að takmörkunum á ferðafrelsi yrði aflétt myndu ekki skilja þær sérstöku aðstæður sem Kúbverjar byggju við. Kúbverjar þurfa á auka vegabréfsáritun til þess að fá að komast úr landi. Fólk sem er í lykilstörfum í kúbversku samfélagi eða þeir sem eru ekki í náð hjá yfirvöldum fá yfirleitt ekki slíka vegabréfsáritun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×