Erlent

Forsetinn neitar að fara

Óli Tynes skrifar
Laurent Gbagbo; neitar að standa upp úr forsetasólnum.
Laurent Gbagbo; neitar að standa upp úr forsetasólnum.

Laurent Gbagbo forseti Fílabeinsstrandarinnar neitar að fara frá völdum þrátt fyrir hótanir Afríkuríkja um hernaðaríhlutun. Sameinuðu þjóðirnar hafa viðurkennt Alassane Ouattara sem forseta landsins eftir kosningar í nóvember. Gbagbo heldur hinsvegar dauðahaldi í forsetastólinn. Og hann nýtur stuðnings hersins.

Forsetar og forsætisráðherrar fimm Afríkuríkja komu til landsins í gær til þess reyna að fá hann til þess að draga sig í hlé. Þeir tilkynntu í dag að ekkert hefði komið út úr þeim viðræðum. Efnahagssamtök Vestur-Afríkuríkja hafa hótað að senda herlið til landsins til þess að koma honum frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×