Fær enn aðdáendabréf 12. febrúar 2011 11:00 Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tekur þátt í forkeppni Eurovision hérlendis í annað sinn í kvöld. Jóhanna segist aldrei hafa búist við því að taka aftur þátt og ákvörðunin hafi því verið stór. „Ég var búin að ákveða með sjálfri mér að keppa ekki aftur í Eurovision. Bæði vegna þess hve vel gekk og minningarnar frá því að ég keppti í Moskvu eru svo góðar og fallegar. Ég vildi ekki skemma þær með einhverju sem væri ekki eins gott. En svo heyrði ég þetta lag og varð alveg ástfangin af því og ákvað að slá til," segir Jóhanna Guðrún, sem flytur lagið Nótt sem í enskri útgáfu kallast Slow Down. María Björk Sverrisdóttir er höfundur lagsins ásamt Svíunum Beatrice Eriksson og Marcus Frenell. Jóhanna Guðrún segir keppnina árið 2009 hafa gert góða hluti fyrir sig sem tónlistarmann. Henni berast enn bréf frá aðdáendum lagsins. Bréfin eru aðallega frá Tyrklandi, Rússlandi, Úkraínu og Möltu en líka þónokkur frá Danmörku og Spáni. „Jú, mér finnst það voða sætt. En ég hef líka fengið tækifæri í kjölfar keppninnar árið 2009 til að vinna með góðu fólki, ferðast um alla Evrópu og syngja á stórum viðburðum. Þannig hef ég ferðast mikið og var í Svíþjóð að syngja frá nóvember og út árið." Söngkonan hefur ákveðna rútínu við söngæfingarnar sem hún bregður aldrei út af. Hún drekkur kamillute með hunangi sem kallast Manuka sem er sótthreinsandi fyrir hálsinn og tekur æfingarnar alvarlega, enda mikil keppnismanneskja. „Ég tek keppnina mjög alvarlega, mæti vel undirbúin og er því ekki stressuð, það er lykilatriðið. Maður sá það í Moskvu hvað þetta er alvarleg keppni og hvað það liggur mikil vinna að baki," segir Jóhanna og segist fullviss um að það hjálpi frekar en hitt að hafa keppt áður. „Á stærstu erlendu Eurovision-vefsíðunni, esctoday.com, þar sem hægt er að kjósa milli þeirra laga sem eru í forkeppni hvers lands, fékk Nótt tæplega 70 prósent atkvæða í vefkosningu. Ég er bjartsýn á að það hjálpi mér, að ég eigi eitthvað inni eftir Moskvukeppnina og er kannski komin á blað hjá þeim þjóðum sem eru ekki gjafmildar á atkvæði til okkar," segir Jóhanna. En ef svo fer að hún fari út til Þýskalands - er hún bjartsýn á sigur? „Ég get ekki lofað fyrsta sæti en ég get lofað skemmtilegu Eurovision-kvöldi. Ég geri mitt besta." juliam@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tekur þátt í forkeppni Eurovision hérlendis í annað sinn í kvöld. Jóhanna segist aldrei hafa búist við því að taka aftur þátt og ákvörðunin hafi því verið stór. „Ég var búin að ákveða með sjálfri mér að keppa ekki aftur í Eurovision. Bæði vegna þess hve vel gekk og minningarnar frá því að ég keppti í Moskvu eru svo góðar og fallegar. Ég vildi ekki skemma þær með einhverju sem væri ekki eins gott. En svo heyrði ég þetta lag og varð alveg ástfangin af því og ákvað að slá til," segir Jóhanna Guðrún, sem flytur lagið Nótt sem í enskri útgáfu kallast Slow Down. María Björk Sverrisdóttir er höfundur lagsins ásamt Svíunum Beatrice Eriksson og Marcus Frenell. Jóhanna Guðrún segir keppnina árið 2009 hafa gert góða hluti fyrir sig sem tónlistarmann. Henni berast enn bréf frá aðdáendum lagsins. Bréfin eru aðallega frá Tyrklandi, Rússlandi, Úkraínu og Möltu en líka þónokkur frá Danmörku og Spáni. „Jú, mér finnst það voða sætt. En ég hef líka fengið tækifæri í kjölfar keppninnar árið 2009 til að vinna með góðu fólki, ferðast um alla Evrópu og syngja á stórum viðburðum. Þannig hef ég ferðast mikið og var í Svíþjóð að syngja frá nóvember og út árið." Söngkonan hefur ákveðna rútínu við söngæfingarnar sem hún bregður aldrei út af. Hún drekkur kamillute með hunangi sem kallast Manuka sem er sótthreinsandi fyrir hálsinn og tekur æfingarnar alvarlega, enda mikil keppnismanneskja. „Ég tek keppnina mjög alvarlega, mæti vel undirbúin og er því ekki stressuð, það er lykilatriðið. Maður sá það í Moskvu hvað þetta er alvarleg keppni og hvað það liggur mikil vinna að baki," segir Jóhanna og segist fullviss um að það hjálpi frekar en hitt að hafa keppt áður. „Á stærstu erlendu Eurovision-vefsíðunni, esctoday.com, þar sem hægt er að kjósa milli þeirra laga sem eru í forkeppni hvers lands, fékk Nótt tæplega 70 prósent atkvæða í vefkosningu. Ég er bjartsýn á að það hjálpi mér, að ég eigi eitthvað inni eftir Moskvukeppnina og er kannski komin á blað hjá þeim þjóðum sem eru ekki gjafmildar á atkvæði til okkar," segir Jóhanna. En ef svo fer að hún fari út til Þýskalands - er hún bjartsýn á sigur? „Ég get ekki lofað fyrsta sæti en ég get lofað skemmtilegu Eurovision-kvöldi. Ég geri mitt besta." juliam@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira