Erlent

Mótorhjólamaður sprengdi sig í loft upp

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. MYND/AP

Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsmorðsárás var gerð í höfuðborg Afganistan, Kabúl. Árásin var með þeim hætti að sjálfsmorðssprengjumaður ók mótorhjóli á rútu áður en hann sprakk í loft upp.

Átta slösuðust í árásinni en rútan var að ferja Afganska leyniþjónustumenn að sögn BBC, sem bætir því við að ofbeldisatkvik í Afganistan hafi aldrei verið fleiri frá árinu 2001en þessa dagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×