Byltingin í Egyptalandi veldur uppnámi í Bandaríkjunum - fréttaskýring 28. janúar 2011 10:58 Mótmælandi á meðal lögreglumanna. Mótmælin í Egyptalandi og krafan um að Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, segi af sér eftir þrjátíu ára valdasetu, setja áætlanir bandarískra yfirvalda í Mið-Austurlöndum í uppnám. Þúsundir íbúa í Egyptalandi hafa mótmælt á götum úti síðan á þriðjudaginn. Byltingin í Túnis virðist hafa hrundið af stað bylgju mótmæla hjá nágrannaríkjum sínum sem ná alla leið til Jemen. íbúar í Egyptalandi eru orðnir langþreyttir á atvinnuleysi, síhækkandi matarverði og lögregluofríki.Sjö hafa látist í mótmælunum.Þegar hafa sjö látist í mótmælunum sem eru verulega hörð. Búist er við að mótmælin nái hámarki í dag eftir bænastund múslima. Bandaríkjamenn hafa þungar áhyggjur af ástandinu, þá ekki síst vegna þess að ríkin eiga í nánu stjórnmálasambandi. Mubarak er einn af fáum leiðtogum Mið-Austurlanda sem er á bandi Bandaríkjanna og er gríðarlega mikilvægur bandamaður á meðan Bandaríkin berjast bæði í Írak og tala fyrir aðgerðum gegn Íran. Mubarak er einnig einn af fáum leiðtogum arabaríkjanna sem er tilbúin að eiga í vinsamlegum samskiptum við Ísrael. Jafnvel ríkisstjórnin í Írak, sem er hliðholl Bandaríkjunum, er ekki tilbúin til þess að eiga í vinsamlegum samskiptum við ríkið. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, sagði í vikunni að það væri mat ríkisstjórnarinnar að egypsk stjórnvöld væru stöðug og væru að leita leiða til þess að mæta þörfum og kröfum almennings í Egyptalandi.Vandinn er náttúrulega sá að krafa almennings er skýr; Mubarak þarf að víkja. Og hann virðist ætla að halda í völdin með öllum mögulegum leiðum. Þannig var beinlínis slökkt á veraldarvefnum í Egyptalandi í dag en mótmælin hafa hingað til verið skipulögð í gegnum samskiptasíðurnar Facebook og Twitter. Þá herma fregnir einnig að ekki sé hægt að nota farsíma. Vandi Bandaríkjamanna varð heldur alvarlegri þegar í ljós kom að íslamskur stjórnmálaflokkur, sem hefur verið bannaður í Egyptalandi, tilkynnti að þeir myndu taka þátt í mótmælunum. Ef mótmælendur hafa betur og Mubarak segi af sér, þá eru verulegar líkur á því að lýðræðisbyltingin í Egyptalandi muni að öllum líkindum leiða af sér óhliðholla ríkisstjórn gagnvart Bandaríkjamönnum. Samkvæmt tímaritinu Time þá hvetur ríkisstjórn Bandaríkjanna Mubarak til þess að koma til móts við mótmælendur með hvaða hætti sem er til þess að varðveita valdið. Líklega mun sú leið verða ofbeldisfull. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Mótmælin í Egyptalandi og krafan um að Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, segi af sér eftir þrjátíu ára valdasetu, setja áætlanir bandarískra yfirvalda í Mið-Austurlöndum í uppnám. Þúsundir íbúa í Egyptalandi hafa mótmælt á götum úti síðan á þriðjudaginn. Byltingin í Túnis virðist hafa hrundið af stað bylgju mótmæla hjá nágrannaríkjum sínum sem ná alla leið til Jemen. íbúar í Egyptalandi eru orðnir langþreyttir á atvinnuleysi, síhækkandi matarverði og lögregluofríki.Sjö hafa látist í mótmælunum.Þegar hafa sjö látist í mótmælunum sem eru verulega hörð. Búist er við að mótmælin nái hámarki í dag eftir bænastund múslima. Bandaríkjamenn hafa þungar áhyggjur af ástandinu, þá ekki síst vegna þess að ríkin eiga í nánu stjórnmálasambandi. Mubarak er einn af fáum leiðtogum Mið-Austurlanda sem er á bandi Bandaríkjanna og er gríðarlega mikilvægur bandamaður á meðan Bandaríkin berjast bæði í Írak og tala fyrir aðgerðum gegn Íran. Mubarak er einnig einn af fáum leiðtogum arabaríkjanna sem er tilbúin að eiga í vinsamlegum samskiptum við Ísrael. Jafnvel ríkisstjórnin í Írak, sem er hliðholl Bandaríkjunum, er ekki tilbúin til þess að eiga í vinsamlegum samskiptum við ríkið. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, sagði í vikunni að það væri mat ríkisstjórnarinnar að egypsk stjórnvöld væru stöðug og væru að leita leiða til þess að mæta þörfum og kröfum almennings í Egyptalandi.Vandinn er náttúrulega sá að krafa almennings er skýr; Mubarak þarf að víkja. Og hann virðist ætla að halda í völdin með öllum mögulegum leiðum. Þannig var beinlínis slökkt á veraldarvefnum í Egyptalandi í dag en mótmælin hafa hingað til verið skipulögð í gegnum samskiptasíðurnar Facebook og Twitter. Þá herma fregnir einnig að ekki sé hægt að nota farsíma. Vandi Bandaríkjamanna varð heldur alvarlegri þegar í ljós kom að íslamskur stjórnmálaflokkur, sem hefur verið bannaður í Egyptalandi, tilkynnti að þeir myndu taka þátt í mótmælunum. Ef mótmælendur hafa betur og Mubarak segi af sér, þá eru verulegar líkur á því að lýðræðisbyltingin í Egyptalandi muni að öllum líkindum leiða af sér óhliðholla ríkisstjórn gagnvart Bandaríkjamönnum. Samkvæmt tímaritinu Time þá hvetur ríkisstjórn Bandaríkjanna Mubarak til þess að koma til móts við mótmælendur með hvaða hætti sem er til þess að varðveita valdið. Líklega mun sú leið verða ofbeldisfull.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira