Skynsemin 8. september 2011 06:00 Hópur sem kennir sig við skynsemi birtir nú áskoranir um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Fróðlegt væri að heyra hvaða framtíðarsýn hópurinn hefur fyrir íslenskt samfélag að öðru leyti. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er ekki gæluverkefni. Tuttugu og sjö ríki Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum þegna þeirra sé best borgið innan ESB, í samvinnu sjálfstæðra þjóða. Nú erum við Íslendingar að kanna – eftir miklar þjóðfélagslegar hremmingar – hvort hugsanlega eigi það sama við um okkur. Spurningarnar eru margar: Getur verið að aðild efli íslenskar byggðir? Getur verið að samgöngur batni? Getur verið að vextir af lánum lækki? Er hugsanlegt að grundvöllur efnahagslífsins verði stöðugri? Verður auðveldara að reka fyrirtæki? Getur verið að bændur muni hafa það betra, eins og reynslan sýnir víða? Getur verið að fagmennska í stjórnsýslunni aukist? Getur verið að meiri agi komist á ríkisfjármálin? Eykst framleiðsla og útflutningur? Eykst fjölbreytni í atvinnulífinu? Batna lífskjör? Til þess að fá einhver svör við þessu þarf að klára samningaviðræður. Það þarf líka að klára þær þannig að við séum sátt við okkar vinnu og verðum sannfærð um að betri samningi verði ekki náð. Síðan þarf þjóðin að taka afstöðu. Nú er von að spurt sé: Getum við þetta? Fjölmargir reyna nú að leggja stein í götu viðræðnanna, af einhverjum ástæðum. Kannski er það óþol forræðishyggjunnar sem ræður för, kannski varðstaða um sérhagsmuni, kannski þjóðernishyggja, kannski ótti. Að mínu mati yrði það í öllu falli mikill ósigur fyrir íslenskt samfélag að geta ekki klárað þetta ferli með sóma, fordómalaust og án hræðslu. Eigendur hinna austurþýsku Trabant-bifreiða mynduðu eitt sinn félagsskap. Hann var líka kenndur við skynsemi. Framtíðarsýn þess hóps var líka óljós, enda öðrum þræði grín. Fólk átti að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir. Hinn nýi skynsemishópur virðist vera stofnaður á svipuðum grunni. Hér blasa við sömu tengsl skynsemi og ráðstjórnarríkja: Nú á að hafa vit fyrir fólki. Ekki skal kjósa um samning, ekki ræða við hinar þjóðirnar, ekki lesa, ekki skoða, ekki vega og meta. Og hver er svo framtíðarsýnin? Jú, hún er kannski þessi: Bara halda áfram að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Hópur sem kennir sig við skynsemi birtir nú áskoranir um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Fróðlegt væri að heyra hvaða framtíðarsýn hópurinn hefur fyrir íslenskt samfélag að öðru leyti. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er ekki gæluverkefni. Tuttugu og sjö ríki Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum þegna þeirra sé best borgið innan ESB, í samvinnu sjálfstæðra þjóða. Nú erum við Íslendingar að kanna – eftir miklar þjóðfélagslegar hremmingar – hvort hugsanlega eigi það sama við um okkur. Spurningarnar eru margar: Getur verið að aðild efli íslenskar byggðir? Getur verið að samgöngur batni? Getur verið að vextir af lánum lækki? Er hugsanlegt að grundvöllur efnahagslífsins verði stöðugri? Verður auðveldara að reka fyrirtæki? Getur verið að bændur muni hafa það betra, eins og reynslan sýnir víða? Getur verið að fagmennska í stjórnsýslunni aukist? Getur verið að meiri agi komist á ríkisfjármálin? Eykst framleiðsla og útflutningur? Eykst fjölbreytni í atvinnulífinu? Batna lífskjör? Til þess að fá einhver svör við þessu þarf að klára samningaviðræður. Það þarf líka að klára þær þannig að við séum sátt við okkar vinnu og verðum sannfærð um að betri samningi verði ekki náð. Síðan þarf þjóðin að taka afstöðu. Nú er von að spurt sé: Getum við þetta? Fjölmargir reyna nú að leggja stein í götu viðræðnanna, af einhverjum ástæðum. Kannski er það óþol forræðishyggjunnar sem ræður för, kannski varðstaða um sérhagsmuni, kannski þjóðernishyggja, kannski ótti. Að mínu mati yrði það í öllu falli mikill ósigur fyrir íslenskt samfélag að geta ekki klárað þetta ferli með sóma, fordómalaust og án hræðslu. Eigendur hinna austurþýsku Trabant-bifreiða mynduðu eitt sinn félagsskap. Hann var líka kenndur við skynsemi. Framtíðarsýn þess hóps var líka óljós, enda öðrum þræði grín. Fólk átti að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir. Hinn nýi skynsemishópur virðist vera stofnaður á svipuðum grunni. Hér blasa við sömu tengsl skynsemi og ráðstjórnarríkja: Nú á að hafa vit fyrir fólki. Ekki skal kjósa um samning, ekki ræða við hinar þjóðirnar, ekki lesa, ekki skoða, ekki vega og meta. Og hver er svo framtíðarsýnin? Jú, hún er kannski þessi: Bara halda áfram að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun