Skynsemin 8. september 2011 06:00 Hópur sem kennir sig við skynsemi birtir nú áskoranir um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Fróðlegt væri að heyra hvaða framtíðarsýn hópurinn hefur fyrir íslenskt samfélag að öðru leyti. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er ekki gæluverkefni. Tuttugu og sjö ríki Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum þegna þeirra sé best borgið innan ESB, í samvinnu sjálfstæðra þjóða. Nú erum við Íslendingar að kanna – eftir miklar þjóðfélagslegar hremmingar – hvort hugsanlega eigi það sama við um okkur. Spurningarnar eru margar: Getur verið að aðild efli íslenskar byggðir? Getur verið að samgöngur batni? Getur verið að vextir af lánum lækki? Er hugsanlegt að grundvöllur efnahagslífsins verði stöðugri? Verður auðveldara að reka fyrirtæki? Getur verið að bændur muni hafa það betra, eins og reynslan sýnir víða? Getur verið að fagmennska í stjórnsýslunni aukist? Getur verið að meiri agi komist á ríkisfjármálin? Eykst framleiðsla og útflutningur? Eykst fjölbreytni í atvinnulífinu? Batna lífskjör? Til þess að fá einhver svör við þessu þarf að klára samningaviðræður. Það þarf líka að klára þær þannig að við séum sátt við okkar vinnu og verðum sannfærð um að betri samningi verði ekki náð. Síðan þarf þjóðin að taka afstöðu. Nú er von að spurt sé: Getum við þetta? Fjölmargir reyna nú að leggja stein í götu viðræðnanna, af einhverjum ástæðum. Kannski er það óþol forræðishyggjunnar sem ræður för, kannski varðstaða um sérhagsmuni, kannski þjóðernishyggja, kannski ótti. Að mínu mati yrði það í öllu falli mikill ósigur fyrir íslenskt samfélag að geta ekki klárað þetta ferli með sóma, fordómalaust og án hræðslu. Eigendur hinna austurþýsku Trabant-bifreiða mynduðu eitt sinn félagsskap. Hann var líka kenndur við skynsemi. Framtíðarsýn þess hóps var líka óljós, enda öðrum þræði grín. Fólk átti að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir. Hinn nýi skynsemishópur virðist vera stofnaður á svipuðum grunni. Hér blasa við sömu tengsl skynsemi og ráðstjórnarríkja: Nú á að hafa vit fyrir fólki. Ekki skal kjósa um samning, ekki ræða við hinar þjóðirnar, ekki lesa, ekki skoða, ekki vega og meta. Og hver er svo framtíðarsýnin? Jú, hún er kannski þessi: Bara halda áfram að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Hópur sem kennir sig við skynsemi birtir nú áskoranir um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Fróðlegt væri að heyra hvaða framtíðarsýn hópurinn hefur fyrir íslenskt samfélag að öðru leyti. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er ekki gæluverkefni. Tuttugu og sjö ríki Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum þegna þeirra sé best borgið innan ESB, í samvinnu sjálfstæðra þjóða. Nú erum við Íslendingar að kanna – eftir miklar þjóðfélagslegar hremmingar – hvort hugsanlega eigi það sama við um okkur. Spurningarnar eru margar: Getur verið að aðild efli íslenskar byggðir? Getur verið að samgöngur batni? Getur verið að vextir af lánum lækki? Er hugsanlegt að grundvöllur efnahagslífsins verði stöðugri? Verður auðveldara að reka fyrirtæki? Getur verið að bændur muni hafa það betra, eins og reynslan sýnir víða? Getur verið að fagmennska í stjórnsýslunni aukist? Getur verið að meiri agi komist á ríkisfjármálin? Eykst framleiðsla og útflutningur? Eykst fjölbreytni í atvinnulífinu? Batna lífskjör? Til þess að fá einhver svör við þessu þarf að klára samningaviðræður. Það þarf líka að klára þær þannig að við séum sátt við okkar vinnu og verðum sannfærð um að betri samningi verði ekki náð. Síðan þarf þjóðin að taka afstöðu. Nú er von að spurt sé: Getum við þetta? Fjölmargir reyna nú að leggja stein í götu viðræðnanna, af einhverjum ástæðum. Kannski er það óþol forræðishyggjunnar sem ræður för, kannski varðstaða um sérhagsmuni, kannski þjóðernishyggja, kannski ótti. Að mínu mati yrði það í öllu falli mikill ósigur fyrir íslenskt samfélag að geta ekki klárað þetta ferli með sóma, fordómalaust og án hræðslu. Eigendur hinna austurþýsku Trabant-bifreiða mynduðu eitt sinn félagsskap. Hann var líka kenndur við skynsemi. Framtíðarsýn þess hóps var líka óljós, enda öðrum þræði grín. Fólk átti að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir. Hinn nýi skynsemishópur virðist vera stofnaður á svipuðum grunni. Hér blasa við sömu tengsl skynsemi og ráðstjórnarríkja: Nú á að hafa vit fyrir fólki. Ekki skal kjósa um samning, ekki ræða við hinar þjóðirnar, ekki lesa, ekki skoða, ekki vega og meta. Og hver er svo framtíðarsýnin? Jú, hún er kannski þessi: Bara halda áfram að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar