ESB, landbúnaðurinn og Fréttablaðið Erna Bjarnadóttir skrifar 18. nóvember 2011 08:00 Málefni landbúnaðarins eru Fréttablaðinu hugleikin eins og sést nú síðast í forystugrein blaðsins fimmtudaginn 17. nóvember. Ritstjóri blaðsins fjallar þar um skýrslu sem leggur mat á líkleg áhrif afnáms tolla á búvörur við aðild Íslands að ESB. Í stuttu máli afgreiðir hann 36 blaðsíðna skýrslu, sem inniheldur víðtækar lýsingar á fyrirvörum á þeirri greiningu sem þar er unnin, með því að segja að tölurnar í skýrslunni sýni skilmerkilega hver sé ávinningur neytenda af ESB-aðild. Þarna dregur ritstjórinn víðtæka ályktun og kýs að lesa eitthvað allt annað út úr skýrslunni en þar stendur. Sannleikurinn er sá, og þetta get ég fullyrt með vissu þar sem ég er annar höfunda skýrslunnar, að þar stendur mjög lítið um verð til neytenda. Erfitt er að draga nokkrar ályktanir um útsöluverð búvara út frá því sem fram kemur í skýrslunni. Til þess þyrfti upplýsingar um verðmyndun á landbúnaðarvörum hér og í Evrópu en þær upplýsingar höfðu skýrsluhöfundar ekki. Á það er bent í skýrslunni hvernig smásalan í Finnlandi jók markaðsstyrk sinn og hlut í útsöluverði búvara við aðild landsins að ESB. Þótt verð til bænda lækkaði um tugi prósenta skilaði það sér ekki með sambærilegri verðlækkun til neytenda. Einnig er vikið að því að brauð og brauðvörur eru mun ódýrari í ESB en hér á landi. Munurinn er síst minni en á öðrum matvörum þótt ekki séu lagðir tollar hér á landi á innflutt hráefni til brauðgerðar eða aðrar innfluttar kornvörur. Annað sem er mikilvægt að benda á er að niðurstöður skýrslunnar byggja á mun sterkara gengi krónunnar heldur en við búum við í dag. Ályktun ritstjórans um ávinning neytenda af ESB-aðild vegna niðurfellingar tolla á búvörum er úr lausu lofti gripin. Það væri óskandi að fjallað væri af meiri nákvæmni um viðfangsefnið í framtíðinni í hinu víðlesna Fréttablaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Málefni landbúnaðarins eru Fréttablaðinu hugleikin eins og sést nú síðast í forystugrein blaðsins fimmtudaginn 17. nóvember. Ritstjóri blaðsins fjallar þar um skýrslu sem leggur mat á líkleg áhrif afnáms tolla á búvörur við aðild Íslands að ESB. Í stuttu máli afgreiðir hann 36 blaðsíðna skýrslu, sem inniheldur víðtækar lýsingar á fyrirvörum á þeirri greiningu sem þar er unnin, með því að segja að tölurnar í skýrslunni sýni skilmerkilega hver sé ávinningur neytenda af ESB-aðild. Þarna dregur ritstjórinn víðtæka ályktun og kýs að lesa eitthvað allt annað út úr skýrslunni en þar stendur. Sannleikurinn er sá, og þetta get ég fullyrt með vissu þar sem ég er annar höfunda skýrslunnar, að þar stendur mjög lítið um verð til neytenda. Erfitt er að draga nokkrar ályktanir um útsöluverð búvara út frá því sem fram kemur í skýrslunni. Til þess þyrfti upplýsingar um verðmyndun á landbúnaðarvörum hér og í Evrópu en þær upplýsingar höfðu skýrsluhöfundar ekki. Á það er bent í skýrslunni hvernig smásalan í Finnlandi jók markaðsstyrk sinn og hlut í útsöluverði búvara við aðild landsins að ESB. Þótt verð til bænda lækkaði um tugi prósenta skilaði það sér ekki með sambærilegri verðlækkun til neytenda. Einnig er vikið að því að brauð og brauðvörur eru mun ódýrari í ESB en hér á landi. Munurinn er síst minni en á öðrum matvörum þótt ekki séu lagðir tollar hér á landi á innflutt hráefni til brauðgerðar eða aðrar innfluttar kornvörur. Annað sem er mikilvægt að benda á er að niðurstöður skýrslunnar byggja á mun sterkara gengi krónunnar heldur en við búum við í dag. Ályktun ritstjórans um ávinning neytenda af ESB-aðild vegna niðurfellingar tolla á búvörum er úr lausu lofti gripin. Það væri óskandi að fjallað væri af meiri nákvæmni um viðfangsefnið í framtíðinni í hinu víðlesna Fréttablaði.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar