...Ekki meir, ekki meir! Vésteinn Ólason skrifar 18. nóvember 2011 06:00 Á miðöldum voru reistar kirkjur og kastalar víða um Evrópu, og mörg þessara stórkostlegu byggingarlistaverka standa enn, tiguleg að sjá hið ytra, fagurlega skreytt hið innra, og fylla gestinn lotningu þegar inn er komið. Ferðamenn flykkjast til að sjá þessar kirkjur, vantrúaðir sem trúaðir, reika milli súlna, staldra við frammi fyrir ölturum, líkneskjum og helgum dómum, fá að heyra tilkomumikla tónlist, eiga kyrrðarstund eða hlýða guðsþjónustu. Ísland á enga slíka kirkju. En við eigum samt fagrar kirkjur sem bera sínum tíma vitni eins og miðaldakirkjurnar sínum: Mér koma í hug kirkjan litla að Hofi í Öræfum, fjölmargar timburkirkjur umhverfis landið, eins og kirkjan í Villingaholti, þar sem ég fermdist og Jón Gestsson bóndi þar smíðaði fyrir einni öld. Hóladómkirkja og Bessastaðakirkja bera 18. öld vitni, Dómkirkjan í Reykjavík þeirri 19. Þótt ýmsar af kirkjum 20. aldar hafi verið umdeildar eru líka margar ágætlega heppnaðar. Skálholtsdómkirkja og önnur hús sem reist voru þar á staðnum eftir að endurreisn hans hófst um miðbik tuttugustu aldar eru dæmi um fagra, látlausa byggingarlist sem hæfir vel bæði umhverfi og því hlutverki sem þeim er ætlað. Eftirlíking miðaldakirkju reist á 21. öld í því skyni að efla viðskipti verður aldrei kirkja, hvað þá miðaldakirkja, hversu vel sem til hennar verður vandað. Tilgátuhús eins og tilgátan um bæinn á Stöng í Þjórsárdal eiga fullan rétt á sér og geta frætt bæði íslenska og erlenda ferðamenn, þótt mér sé til efs að aðgangseyrir geri meira en standa undir viðhaldi, ef það þykir þá taka því að innheimta hann. Húsið stendur fjarri rústinni á Stöng og þykist ekki vera annað en það er. En 50 metra löng trékirkja í Skálholtstúni yrði furðuverk, tilgangslaust gímald. Hvað á að vera inni í henni? Eftirlíkingar af miðaldalist? Íslenskri eða erlendri? Er gerð þeirra með í kostnaðaráætlun? Ef til vill gætu færustu listaverkafalsarar okkar fengið vinnu. Dettur einhverjum í hug að ferðamenn leggi leið sína frá Róm eða París til Íslands að skoða miðaldakirkju eða að þeir muni hrífast af eftirlíkingu einnar slíkrar? Hugsið málið, ágætu hugsjónamenn. Það er eiginlega grátlegt að slík hugmynd skuli borin upp á kirkjuþingi sem ætla mætti að hefði ýmsu öðru að sinna. Og sé tekin alvarlega. Ég verð að játa að ég spurði sjálfan mig hvort það væri nokkuð 1. apríl þegar ég heyrði fréttina lesna. Fyrirsögnin á þessum pistli er auðvitað tilvitnun í kvæði Steins Steinars, sem hann mun hafa ort þegar til sýnis var líkan af Hallgrímskirkju. Honum og mörgum öðrum leist ekki á blikuna. Nú gæti einhver sagt: En fór þetta ekki vel? Er ekki Hallgrímskirkja hið ágætasta guðshús? Sjálfsagt deila einhverjir enn um fegurð Hallgrímskirkju en ég geri ráð fyrir að þeim sem agnúast út í hana fari ört fækkandi. Turninn er vissulega nokkuð yfirþyrmandi þarna á Skólavörðuholtinu, en Hallgrímskirkja er dæmi um byggingarlist síns tíma, ákveðinn mónumentalisma sem stórhugur lýðveldisáranna fæddi af sér, og hún hefði sennilega ekki orðið til með sínu sniði á neinum öðrum tíma. En umfram allt er hún kirkja, tuttugustu aldar kirkja, og þykist ekki vera neitt annað. Margir höfðu vonað að tími rugls og vitleysu, bruðls og loftkastala, framkvæmda áður en hugsað er, hefði liðið undir lok í október 2008. Þorláksbúðin við vegg dómkirkjunnar í Skálholti er til marks um smekkleysi og rugl. Hin svo kallaða miðaldakirkja yrði sams konar rugl í þriðja veldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á miðöldum voru reistar kirkjur og kastalar víða um Evrópu, og mörg þessara stórkostlegu byggingarlistaverka standa enn, tiguleg að sjá hið ytra, fagurlega skreytt hið innra, og fylla gestinn lotningu þegar inn er komið. Ferðamenn flykkjast til að sjá þessar kirkjur, vantrúaðir sem trúaðir, reika milli súlna, staldra við frammi fyrir ölturum, líkneskjum og helgum dómum, fá að heyra tilkomumikla tónlist, eiga kyrrðarstund eða hlýða guðsþjónustu. Ísland á enga slíka kirkju. En við eigum samt fagrar kirkjur sem bera sínum tíma vitni eins og miðaldakirkjurnar sínum: Mér koma í hug kirkjan litla að Hofi í Öræfum, fjölmargar timburkirkjur umhverfis landið, eins og kirkjan í Villingaholti, þar sem ég fermdist og Jón Gestsson bóndi þar smíðaði fyrir einni öld. Hóladómkirkja og Bessastaðakirkja bera 18. öld vitni, Dómkirkjan í Reykjavík þeirri 19. Þótt ýmsar af kirkjum 20. aldar hafi verið umdeildar eru líka margar ágætlega heppnaðar. Skálholtsdómkirkja og önnur hús sem reist voru þar á staðnum eftir að endurreisn hans hófst um miðbik tuttugustu aldar eru dæmi um fagra, látlausa byggingarlist sem hæfir vel bæði umhverfi og því hlutverki sem þeim er ætlað. Eftirlíking miðaldakirkju reist á 21. öld í því skyni að efla viðskipti verður aldrei kirkja, hvað þá miðaldakirkja, hversu vel sem til hennar verður vandað. Tilgátuhús eins og tilgátan um bæinn á Stöng í Þjórsárdal eiga fullan rétt á sér og geta frætt bæði íslenska og erlenda ferðamenn, þótt mér sé til efs að aðgangseyrir geri meira en standa undir viðhaldi, ef það þykir þá taka því að innheimta hann. Húsið stendur fjarri rústinni á Stöng og þykist ekki vera annað en það er. En 50 metra löng trékirkja í Skálholtstúni yrði furðuverk, tilgangslaust gímald. Hvað á að vera inni í henni? Eftirlíkingar af miðaldalist? Íslenskri eða erlendri? Er gerð þeirra með í kostnaðaráætlun? Ef til vill gætu færustu listaverkafalsarar okkar fengið vinnu. Dettur einhverjum í hug að ferðamenn leggi leið sína frá Róm eða París til Íslands að skoða miðaldakirkju eða að þeir muni hrífast af eftirlíkingu einnar slíkrar? Hugsið málið, ágætu hugsjónamenn. Það er eiginlega grátlegt að slík hugmynd skuli borin upp á kirkjuþingi sem ætla mætti að hefði ýmsu öðru að sinna. Og sé tekin alvarlega. Ég verð að játa að ég spurði sjálfan mig hvort það væri nokkuð 1. apríl þegar ég heyrði fréttina lesna. Fyrirsögnin á þessum pistli er auðvitað tilvitnun í kvæði Steins Steinars, sem hann mun hafa ort þegar til sýnis var líkan af Hallgrímskirkju. Honum og mörgum öðrum leist ekki á blikuna. Nú gæti einhver sagt: En fór þetta ekki vel? Er ekki Hallgrímskirkja hið ágætasta guðshús? Sjálfsagt deila einhverjir enn um fegurð Hallgrímskirkju en ég geri ráð fyrir að þeim sem agnúast út í hana fari ört fækkandi. Turninn er vissulega nokkuð yfirþyrmandi þarna á Skólavörðuholtinu, en Hallgrímskirkja er dæmi um byggingarlist síns tíma, ákveðinn mónumentalisma sem stórhugur lýðveldisáranna fæddi af sér, og hún hefði sennilega ekki orðið til með sínu sniði á neinum öðrum tíma. En umfram allt er hún kirkja, tuttugustu aldar kirkja, og þykist ekki vera neitt annað. Margir höfðu vonað að tími rugls og vitleysu, bruðls og loftkastala, framkvæmda áður en hugsað er, hefði liðið undir lok í október 2008. Þorláksbúðin við vegg dómkirkjunnar í Skálholti er til marks um smekkleysi og rugl. Hin svo kallaða miðaldakirkja yrði sams konar rugl í þriðja veldi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar