...Ekki meir, ekki meir! Vésteinn Ólason skrifar 18. nóvember 2011 06:00 Á miðöldum voru reistar kirkjur og kastalar víða um Evrópu, og mörg þessara stórkostlegu byggingarlistaverka standa enn, tiguleg að sjá hið ytra, fagurlega skreytt hið innra, og fylla gestinn lotningu þegar inn er komið. Ferðamenn flykkjast til að sjá þessar kirkjur, vantrúaðir sem trúaðir, reika milli súlna, staldra við frammi fyrir ölturum, líkneskjum og helgum dómum, fá að heyra tilkomumikla tónlist, eiga kyrrðarstund eða hlýða guðsþjónustu. Ísland á enga slíka kirkju. En við eigum samt fagrar kirkjur sem bera sínum tíma vitni eins og miðaldakirkjurnar sínum: Mér koma í hug kirkjan litla að Hofi í Öræfum, fjölmargar timburkirkjur umhverfis landið, eins og kirkjan í Villingaholti, þar sem ég fermdist og Jón Gestsson bóndi þar smíðaði fyrir einni öld. Hóladómkirkja og Bessastaðakirkja bera 18. öld vitni, Dómkirkjan í Reykjavík þeirri 19. Þótt ýmsar af kirkjum 20. aldar hafi verið umdeildar eru líka margar ágætlega heppnaðar. Skálholtsdómkirkja og önnur hús sem reist voru þar á staðnum eftir að endurreisn hans hófst um miðbik tuttugustu aldar eru dæmi um fagra, látlausa byggingarlist sem hæfir vel bæði umhverfi og því hlutverki sem þeim er ætlað. Eftirlíking miðaldakirkju reist á 21. öld í því skyni að efla viðskipti verður aldrei kirkja, hvað þá miðaldakirkja, hversu vel sem til hennar verður vandað. Tilgátuhús eins og tilgátan um bæinn á Stöng í Þjórsárdal eiga fullan rétt á sér og geta frætt bæði íslenska og erlenda ferðamenn, þótt mér sé til efs að aðgangseyrir geri meira en standa undir viðhaldi, ef það þykir þá taka því að innheimta hann. Húsið stendur fjarri rústinni á Stöng og þykist ekki vera annað en það er. En 50 metra löng trékirkja í Skálholtstúni yrði furðuverk, tilgangslaust gímald. Hvað á að vera inni í henni? Eftirlíkingar af miðaldalist? Íslenskri eða erlendri? Er gerð þeirra með í kostnaðaráætlun? Ef til vill gætu færustu listaverkafalsarar okkar fengið vinnu. Dettur einhverjum í hug að ferðamenn leggi leið sína frá Róm eða París til Íslands að skoða miðaldakirkju eða að þeir muni hrífast af eftirlíkingu einnar slíkrar? Hugsið málið, ágætu hugsjónamenn. Það er eiginlega grátlegt að slík hugmynd skuli borin upp á kirkjuþingi sem ætla mætti að hefði ýmsu öðru að sinna. Og sé tekin alvarlega. Ég verð að játa að ég spurði sjálfan mig hvort það væri nokkuð 1. apríl þegar ég heyrði fréttina lesna. Fyrirsögnin á þessum pistli er auðvitað tilvitnun í kvæði Steins Steinars, sem hann mun hafa ort þegar til sýnis var líkan af Hallgrímskirkju. Honum og mörgum öðrum leist ekki á blikuna. Nú gæti einhver sagt: En fór þetta ekki vel? Er ekki Hallgrímskirkja hið ágætasta guðshús? Sjálfsagt deila einhverjir enn um fegurð Hallgrímskirkju en ég geri ráð fyrir að þeim sem agnúast út í hana fari ört fækkandi. Turninn er vissulega nokkuð yfirþyrmandi þarna á Skólavörðuholtinu, en Hallgrímskirkja er dæmi um byggingarlist síns tíma, ákveðinn mónumentalisma sem stórhugur lýðveldisáranna fæddi af sér, og hún hefði sennilega ekki orðið til með sínu sniði á neinum öðrum tíma. En umfram allt er hún kirkja, tuttugustu aldar kirkja, og þykist ekki vera neitt annað. Margir höfðu vonað að tími rugls og vitleysu, bruðls og loftkastala, framkvæmda áður en hugsað er, hefði liðið undir lok í október 2008. Þorláksbúðin við vegg dómkirkjunnar í Skálholti er til marks um smekkleysi og rugl. Hin svo kallaða miðaldakirkja yrði sams konar rugl í þriðja veldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á miðöldum voru reistar kirkjur og kastalar víða um Evrópu, og mörg þessara stórkostlegu byggingarlistaverka standa enn, tiguleg að sjá hið ytra, fagurlega skreytt hið innra, og fylla gestinn lotningu þegar inn er komið. Ferðamenn flykkjast til að sjá þessar kirkjur, vantrúaðir sem trúaðir, reika milli súlna, staldra við frammi fyrir ölturum, líkneskjum og helgum dómum, fá að heyra tilkomumikla tónlist, eiga kyrrðarstund eða hlýða guðsþjónustu. Ísland á enga slíka kirkju. En við eigum samt fagrar kirkjur sem bera sínum tíma vitni eins og miðaldakirkjurnar sínum: Mér koma í hug kirkjan litla að Hofi í Öræfum, fjölmargar timburkirkjur umhverfis landið, eins og kirkjan í Villingaholti, þar sem ég fermdist og Jón Gestsson bóndi þar smíðaði fyrir einni öld. Hóladómkirkja og Bessastaðakirkja bera 18. öld vitni, Dómkirkjan í Reykjavík þeirri 19. Þótt ýmsar af kirkjum 20. aldar hafi verið umdeildar eru líka margar ágætlega heppnaðar. Skálholtsdómkirkja og önnur hús sem reist voru þar á staðnum eftir að endurreisn hans hófst um miðbik tuttugustu aldar eru dæmi um fagra, látlausa byggingarlist sem hæfir vel bæði umhverfi og því hlutverki sem þeim er ætlað. Eftirlíking miðaldakirkju reist á 21. öld í því skyni að efla viðskipti verður aldrei kirkja, hvað þá miðaldakirkja, hversu vel sem til hennar verður vandað. Tilgátuhús eins og tilgátan um bæinn á Stöng í Þjórsárdal eiga fullan rétt á sér og geta frætt bæði íslenska og erlenda ferðamenn, þótt mér sé til efs að aðgangseyrir geri meira en standa undir viðhaldi, ef það þykir þá taka því að innheimta hann. Húsið stendur fjarri rústinni á Stöng og þykist ekki vera annað en það er. En 50 metra löng trékirkja í Skálholtstúni yrði furðuverk, tilgangslaust gímald. Hvað á að vera inni í henni? Eftirlíkingar af miðaldalist? Íslenskri eða erlendri? Er gerð þeirra með í kostnaðaráætlun? Ef til vill gætu færustu listaverkafalsarar okkar fengið vinnu. Dettur einhverjum í hug að ferðamenn leggi leið sína frá Róm eða París til Íslands að skoða miðaldakirkju eða að þeir muni hrífast af eftirlíkingu einnar slíkrar? Hugsið málið, ágætu hugsjónamenn. Það er eiginlega grátlegt að slík hugmynd skuli borin upp á kirkjuþingi sem ætla mætti að hefði ýmsu öðru að sinna. Og sé tekin alvarlega. Ég verð að játa að ég spurði sjálfan mig hvort það væri nokkuð 1. apríl þegar ég heyrði fréttina lesna. Fyrirsögnin á þessum pistli er auðvitað tilvitnun í kvæði Steins Steinars, sem hann mun hafa ort þegar til sýnis var líkan af Hallgrímskirkju. Honum og mörgum öðrum leist ekki á blikuna. Nú gæti einhver sagt: En fór þetta ekki vel? Er ekki Hallgrímskirkja hið ágætasta guðshús? Sjálfsagt deila einhverjir enn um fegurð Hallgrímskirkju en ég geri ráð fyrir að þeim sem agnúast út í hana fari ört fækkandi. Turninn er vissulega nokkuð yfirþyrmandi þarna á Skólavörðuholtinu, en Hallgrímskirkja er dæmi um byggingarlist síns tíma, ákveðinn mónumentalisma sem stórhugur lýðveldisáranna fæddi af sér, og hún hefði sennilega ekki orðið til með sínu sniði á neinum öðrum tíma. En umfram allt er hún kirkja, tuttugustu aldar kirkja, og þykist ekki vera neitt annað. Margir höfðu vonað að tími rugls og vitleysu, bruðls og loftkastala, framkvæmda áður en hugsað er, hefði liðið undir lok í október 2008. Þorláksbúðin við vegg dómkirkjunnar í Skálholti er til marks um smekkleysi og rugl. Hin svo kallaða miðaldakirkja yrði sams konar rugl í þriðja veldi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar