Erlent

Óttast mafíuhefndir

Mafíósar.
Mafíósar.

Bandaríska alríkislögreglan óttast blóðbaðí New York eftir að 127 mafíósar voru handteknir í borginni. Sérfræðingar telja mafíuna hyggja á hefndir þar sem innvígðir flugumenn hljóðrituðu samtöl þeirra.

Það var fyrir helgi sem 127 mafíósar voru handteknir í umfangsmestu aðgerðum bandarísku alríkislögreglunnar gegn skipulögðum glæpum. Flugumenn innan raða Colombo-fjölskyldunnar leiddu til handökunnar en þeir voru innvígðir og innmúraðir mafíósar. Talið er að fjölskyldan ætli að hreinsa til hjá sér, eins og það er kallað, með því að drepa þá sem ábyrgðust svikarana.

Lögreglan handtók nærri alla forystu Colombo fjölskyldunnar. Þá voru 34 meðlimir fjögurra annarra glæpafjölskyldna einnig handteknir.

Talið er að uppljóstrarar verði fyrstu fórnarlömbin auk þeirra sem kynntu flugumennina fyrir fjölskyldunni. Sérfræðingar Alríkislögreglunnar árétta að mafíuósar séu miskunarlausir morðingjar og lítið þurfi til þess að þeir ákveði að drepa einhvern. Því óttast lögreglan blóðbað í borginni næstu vikur og mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×