Orðspor Íslands laskað vegna afturhaldssemi Friðrik G. Halldórsson skrifar 31. janúar 2011 06:00 Engum sem hefur minnstu þekkingu á veiðarfærinu dragnót dettur í hug að dragnótatóg, sem hefur sökkþunga upp á 250 g/m í sjó geti valdið tjóni á lífríkinu. Allra síst á sand- og leirbotni fyrir opnu hafi, þar sem mikils ölduróts gætir eins og í innanverðum Skagafirði. Þessu hefur þó verið haldið fram af einstaka frístundasjómönnum. Árið 2008 lét þáverandi sjávarútvegsráðherra fara fram rannsókn á áhrifum veiðarfærisins á lífríkið í innanverðum Skagafirði til að fá þetta á hreint svo menn gætu lagt þessa 100 ára gömlu umræðu til hliðar. Svo fór að rannsóknin leiddi í ljós að dragnótin var með öllu meinlaus. Í skýrslu vísindamannanna sagði: „Þær niðurstöður sem fengust í þessari rannsókn benda ekki til að dragnótin hafi áhrif á botndýralíf í Skagafirði." Þessi niðurstaða féll í grýttan jarðveg hjá Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra og samrýmdist illa þeirri stefnu sem hann aðhyllist. Kallaðir voru til þrír doktorar til þess að freista þess að tala rannsóknina niður. Allt kom fyrir ekki, en þeir gátu þó tekið undir það sem stóð í skýrslunni að frekari rannsóknir væru gagnlegar. Einn doktoranna, Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, sker sig þó frá hinum tveimur í áliti sínu. Álit hans ber orðfæri stjórnmálamanns vitni fremur en vísindamanns. Í niðurlagi álitsins segir: „Það vekur sérstaka athygli í skýrslunni hvað hlutdeild bolfisks er há í dragnótaveiðum þeim sem stundaðar hafa verið í Skagafirði. Árið 2008 voru t.d. veidd 48 tonn af þorski, 230 tonn af ýsu og 31 tonn af skarkola." Pólitík á kostnað vistfræði Af hverju það vekur undrun forstjóra Veiðimálastofnunar að hátt hlutfall bolfisks sé í afla dragnótabáta? Þetta ræðst að sjálfsögðu af þeim heimildum sem bátarnir hafa og af þeim fiski sem er á veiðislóð. Tilgangur dragnótaveiða er ekki eingöngu sá að veiða flatfisk. Dragnótin er afburða alhliða veiðarfæri og þar sem það er skilyrt að takmarkað hlutfall í afla skuli vera þorskur, svo sem eins og í Faxaflóa, er það ekki af vistfræðilegum forsendum heldur pólitískum og eru leifar af ákvörðunum sem voru teknar fyrir aflamarkskerfið. Í umræðunni gegn afturhaldinu er það oft notað að flatfiskurinn verði ekki nýttur nema með dragnót, það er allt annað en að ekkert eigi að veiða í dragnót nema flatfisk. Í umsagnarferlinu um tillögur ráðherra um lokun svæða á sjö fjörðum fyrir norðanverðu landinu segir forstjóri Veiðimálstofnunar: „Ljóst er að á umræddum svæðum er aðalafli í dragnót bolfiskur en einungis um 6-24% er flatfiskur. Annan afla en flatfisk má veiða með öðrum aðferðum. Veiðimálastofnun finnst almennt séð þessar tillögur ráðuneytisins skynsamlegar og í anda þeirrar stefnu sem nú er að ryðja sér til rúms að stuðla sem mest að vistvænum veiðum." Undarlegar tillögur forstjórans Af hverju í ósköpunum er forstjóri Veiðimálastofnunar að leggja til að veiðum á vannýttum flatfiski sé hætt af því að þorsk og ýsu má veiða í annað veiðarfæri en dragnót. Hvaðan hefur forstjórinn þær skilgreiningar að lína sé umhverfisvænni en dragnót? Hefur farið fram fagleg úttekt á því? Ég hef bara séð þessa skilgreiningu hjá Landssambandi smábátaeigenda. Forstjóri Veiðimálastofnunar nefnir að það megi veiða bolfiskinn í önnur veiðarfæri. Það er lítið veitt í net á þessu svæði og netafiskur er ekki jafn gott hráefni og línu- eða dragnótafiskur. Sá galli er hins vegar á línunni að hún var ábyrg fyrir 80% skyndilokana vegna smáfiskadráps árið 2009. Yfirlit yfir skyndilokanir fyrir 2010 er enn frekari rökstuðningur fyrir dragnótaveiðum. Engin lokun árið 2010 var vegna dragnótar á þeim svæðum sem nú er búið að loka fyrir dragnót. Hins vegar eru margar vegna veiða á línu. Forstjóri Veiðimálastofnunar nefnir að vistvænni veiðar séu að ryðja sér til rúms. Andúð hans í garð dragnótar skýtur því skökku við. Í baráttu fyrir vistvænum veiðum hefur sérstaklega verið horft til dragnótar, þar sem hún skilar afbragðs háefni, olíukostnaður er lítill og notkun hennar umfram allt umhverfisvæn. Þessi sjónarmið njóta viðurkenningar víða um heim. Hingað hafa verið að koma hópar erlendis frá til að kynna sér vistvænar strandveiðar með dragnót en þeim hefur því miður fækkað eftir að umræðan á Íslandi fór í gang um að takmarka skuli veiðar með dragnót í verndunarskyni. Laskað orðspor vegna afturhalds Þessi afturhaldssama afstaða núverandi ráðamanna hefur alvarlega laskað orðspor Íslendinga sem upplýstrar fiskveiðiþjóðar á alþjóðavettvangi. Fullkomlega órökstudd skoðun forstjóra Veiðimálastofnunar í þessu máli getur ekki samrýmst markmiðum stofnunarinnar um fagmennsku. Með skoðun sinni skipar forstjórinn hins vegar í flokk með sjávarútvegsráðherra, sem skeytir hvorki um fagmennsku, vísindalega ráðgjöf né lagabókstaf þegar kemur að því að taka ákvarðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Engum sem hefur minnstu þekkingu á veiðarfærinu dragnót dettur í hug að dragnótatóg, sem hefur sökkþunga upp á 250 g/m í sjó geti valdið tjóni á lífríkinu. Allra síst á sand- og leirbotni fyrir opnu hafi, þar sem mikils ölduróts gætir eins og í innanverðum Skagafirði. Þessu hefur þó verið haldið fram af einstaka frístundasjómönnum. Árið 2008 lét þáverandi sjávarútvegsráðherra fara fram rannsókn á áhrifum veiðarfærisins á lífríkið í innanverðum Skagafirði til að fá þetta á hreint svo menn gætu lagt þessa 100 ára gömlu umræðu til hliðar. Svo fór að rannsóknin leiddi í ljós að dragnótin var með öllu meinlaus. Í skýrslu vísindamannanna sagði: „Þær niðurstöður sem fengust í þessari rannsókn benda ekki til að dragnótin hafi áhrif á botndýralíf í Skagafirði." Þessi niðurstaða féll í grýttan jarðveg hjá Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra og samrýmdist illa þeirri stefnu sem hann aðhyllist. Kallaðir voru til þrír doktorar til þess að freista þess að tala rannsóknina niður. Allt kom fyrir ekki, en þeir gátu þó tekið undir það sem stóð í skýrslunni að frekari rannsóknir væru gagnlegar. Einn doktoranna, Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, sker sig þó frá hinum tveimur í áliti sínu. Álit hans ber orðfæri stjórnmálamanns vitni fremur en vísindamanns. Í niðurlagi álitsins segir: „Það vekur sérstaka athygli í skýrslunni hvað hlutdeild bolfisks er há í dragnótaveiðum þeim sem stundaðar hafa verið í Skagafirði. Árið 2008 voru t.d. veidd 48 tonn af þorski, 230 tonn af ýsu og 31 tonn af skarkola." Pólitík á kostnað vistfræði Af hverju það vekur undrun forstjóra Veiðimálastofnunar að hátt hlutfall bolfisks sé í afla dragnótabáta? Þetta ræðst að sjálfsögðu af þeim heimildum sem bátarnir hafa og af þeim fiski sem er á veiðislóð. Tilgangur dragnótaveiða er ekki eingöngu sá að veiða flatfisk. Dragnótin er afburða alhliða veiðarfæri og þar sem það er skilyrt að takmarkað hlutfall í afla skuli vera þorskur, svo sem eins og í Faxaflóa, er það ekki af vistfræðilegum forsendum heldur pólitískum og eru leifar af ákvörðunum sem voru teknar fyrir aflamarkskerfið. Í umræðunni gegn afturhaldinu er það oft notað að flatfiskurinn verði ekki nýttur nema með dragnót, það er allt annað en að ekkert eigi að veiða í dragnót nema flatfisk. Í umsagnarferlinu um tillögur ráðherra um lokun svæða á sjö fjörðum fyrir norðanverðu landinu segir forstjóri Veiðimálstofnunar: „Ljóst er að á umræddum svæðum er aðalafli í dragnót bolfiskur en einungis um 6-24% er flatfiskur. Annan afla en flatfisk má veiða með öðrum aðferðum. Veiðimálastofnun finnst almennt séð þessar tillögur ráðuneytisins skynsamlegar og í anda þeirrar stefnu sem nú er að ryðja sér til rúms að stuðla sem mest að vistvænum veiðum." Undarlegar tillögur forstjórans Af hverju í ósköpunum er forstjóri Veiðimálastofnunar að leggja til að veiðum á vannýttum flatfiski sé hætt af því að þorsk og ýsu má veiða í annað veiðarfæri en dragnót. Hvaðan hefur forstjórinn þær skilgreiningar að lína sé umhverfisvænni en dragnót? Hefur farið fram fagleg úttekt á því? Ég hef bara séð þessa skilgreiningu hjá Landssambandi smábátaeigenda. Forstjóri Veiðimálastofnunar nefnir að það megi veiða bolfiskinn í önnur veiðarfæri. Það er lítið veitt í net á þessu svæði og netafiskur er ekki jafn gott hráefni og línu- eða dragnótafiskur. Sá galli er hins vegar á línunni að hún var ábyrg fyrir 80% skyndilokana vegna smáfiskadráps árið 2009. Yfirlit yfir skyndilokanir fyrir 2010 er enn frekari rökstuðningur fyrir dragnótaveiðum. Engin lokun árið 2010 var vegna dragnótar á þeim svæðum sem nú er búið að loka fyrir dragnót. Hins vegar eru margar vegna veiða á línu. Forstjóri Veiðimálastofnunar nefnir að vistvænni veiðar séu að ryðja sér til rúms. Andúð hans í garð dragnótar skýtur því skökku við. Í baráttu fyrir vistvænum veiðum hefur sérstaklega verið horft til dragnótar, þar sem hún skilar afbragðs háefni, olíukostnaður er lítill og notkun hennar umfram allt umhverfisvæn. Þessi sjónarmið njóta viðurkenningar víða um heim. Hingað hafa verið að koma hópar erlendis frá til að kynna sér vistvænar strandveiðar með dragnót en þeim hefur því miður fækkað eftir að umræðan á Íslandi fór í gang um að takmarka skuli veiðar með dragnót í verndunarskyni. Laskað orðspor vegna afturhalds Þessi afturhaldssama afstaða núverandi ráðamanna hefur alvarlega laskað orðspor Íslendinga sem upplýstrar fiskveiðiþjóðar á alþjóðavettvangi. Fullkomlega órökstudd skoðun forstjóra Veiðimálastofnunar í þessu máli getur ekki samrýmst markmiðum stofnunarinnar um fagmennsku. Með skoðun sinni skipar forstjórinn hins vegar í flokk með sjávarútvegsráðherra, sem skeytir hvorki um fagmennsku, vísindalega ráðgjöf né lagabókstaf þegar kemur að því að taka ákvarðanir.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun