Innlent

Segja sig úr óeirðarlögreglunni

Óeirðarlögreglan.
Óeirðarlögreglan.
Í dag var haldinn fundur hjá aðgerðarsveit lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu sem sinnir óeirðarlöggæslu. Þar var lögð fram bókun þar sem lögreglumenn samþykktu að segja sig úr aðgerðarsveit óeirðarlögreglunni.

Lögð var fram eftirfarandi bókun:

„Við lögreglumenn segjum hér með stöðum okkar upp sem óeirðarlögreglumenn í aðgerðarsveit lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Ástæða fyrir úrsögn okkar er sú framkoma sem stjórnvöld hafa sýnt í samningaviðræðum við lögreglumenn.

Það er sterk samstaða innan hópsins og bera óeirðarlögreglumenn fullt traust til stjórnenda aðgerðarsveitarinnar.

Hefur þessi bókun verið samþykkt af nánast öllum lögreglumönnum sem sátu fundinn.

Fundurinn bendir á að enn eru til lausnir á þeim vanda sem upp er kominn og bendir á yfirlýsingu þar sem Landssamband lögreglumanna lýsa sig reiðubúið til að koma að úrlausn jafnt að nóttu sem degi. Augljóst er að slík vinna kallar á aðkomu ríkisvaldsins og nauðsynlegt að hún hefjist strax!"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×