Öflugir liðsmenn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. janúar 2011 06:15 Ásmundur Einar Daðason er enginn villiköttur sem fer bara sinna eigin ferða. Hann er þvert á móti mjög öflugur liðsmaður - í Heimssýn, samtökum andstæðinga Evrópusambandsins. Hann er samherji Jóns Vals Jenssonar, Páls Vilhjálmssonar og Styrmis Gunnarssonar en ekki Steingríms J. Sigfússonar, Árna Þórs Sigurðssonar eða Katrínar Jakobsdóttur. Hann á samleið með Davíð Oddssyni en ekki Svandísi Svavarsdóttur. Í Heimssýnarflokknum er hann ómetanlegur félagi. Honum hefur hann svarið sína trúnaðareiða. Út frá sjónarhóli hans vegur hann og metur mál. Þegar hann situr hjá við fjárlög þá er það vegna andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu af aðildarviðræðum Íslendinga að ESB. Ásmundur Einar kann að hafa verið kosinn á þing sem fulltrúi VG en hann starfar ekki sem slíkur í þingflokki þess flokks, heldur sem fulltrúi Heimssýnarflokksins.AtlamálÞó að flokksráðsfundur VG hafi samþykkt í nóvember að leyfa íslensku þjóðinni að kjósa um aðild að loknum viðræðum við ESB þá varðar Ásmund Einar Daðason ekkert um það. Honum kemur ekkert við hvað er ályktað um hjá stofnunum VG. Hann er ekki fulltrúi þess flokks á þingi. Annar öflugur liðsmaður, Atli Gíslason, dró einmitt til baka ályktun um að slíta aðildarviðræðunum að ESB á þessum flokksráðsfundi þegar í ljós kom að ekki væri hljómgrunnur fyrir henni á fundinum, þrátt fyrir undirskriftasöfnun og liðsafnað. Í stað þess áréttaði flokkurinn þá afstöðu sína að hagsmunum Íslendinga væri betur borgið utan þessa bandalags um leið og Flokksráð ítrekaði „mikilvægi þess að niðurstaða þess umsóknarferlis sem nú stendur yfir verði lögð í dóm þjóðarinnar." Þessa niðurstöðu Flokksráðs um að klára málið og leyfa svo þjóðinni að taka afstöðu hefur Atli kosið að hafa að engu. Vandræði VG eru ekki síst komin til af því að útbreiddur stuðningur er meðal kjósenda flokksins við aðild að ESB, enda samræmist slík aðild prýðilega hugsjónum um kynjajafnrétti, umhverfisvernd, lýðréttindi, kjarajöfnuð og önnur slík mál sem þessir kjósendur bera fyrir brjósti, jafnvel frekar en óljósar hugmyndir um „fullveldi" sem ekki er til annars staðar en í heimi frummyndanna og áframhaldandi kverkatak kvótagreifanna á íslensku efnahagslífi.„Þingmaður VG"Enn er fjallað um það í fjölmiðlum sem frétt að Lilja Mósesdóttir, „þingmaður VG" sé andvíg tilteknum málum ríkisstjórnarinnar. Ætli hitt teldist þó ekki meiri frétt ef svo vildi einhvern tímann til að hún styddi eitthvert mál ríkisstjórnarinnar? Nú síðast lýsti Lilja yfir andstöðu sinni við svonefnda „sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar" - markmið fyrir árið 2020 - sem Lilja segir vera „kreppudýpkandi" en helsta mótbára Lilja við þessa áætlun virðist þó sú að hún samrýmist skilyrðum sem kennd eru við Maastricht og ber að uppfylla til að taka upp evru og taka þátt í myntbandalagi Evrópu. Ekki varð sérstaklega vart við þessa ESB-andstöðu Lilju þegar hún settist á þing, enda hefur hún sem fræðimaður fjallað á fremur jákvæðan hátt um hugsanleg áhrif aðildar Íslands að ESB á íslenskan vinnumarkað. Hún studdi það líka þegar samþykkt var á Alþingi að sækja um aðild að ESB. Nú er hins vegar allt í einu engu líkara en að hún sé farin að vega og meta mál frá sjónarhóli Heimssýnarflokksins. Teitur Atlason, sá ágæti bloggari, birtir lista um nokkur markmið í þessari sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020, sem Lilja hefur lagst gegn. Þetta er í fimmtán liðum og ekki hér ráðrúm til að rekja öll þau framfaramál sem Lilja hefur hrakist út í að andæfa, en má þó nefna að lækka hlutfall atvinnulausra niður fyrir 3%; auka jöfnuð, vellíðan og góða andlega heilsu; að lækka hlutfall fullorðinna Íslendinga sem ekki hafa hlotið framhaldsmenntun úr 30% og niður í 10%; efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og hátækniiðnað; að notkun á vistvænu eldsneyti í sjávarútvegi og öðrum samgöngum verði orðin að minnsta kosti 20%, 75% fólksbíla gangi fyrir vistvænu eldsneyti og að Íslendingar taki á sig sömu skuldbindingar í lofslagsmálum og ríki Evrópu… og þannig mætti áfram telja. Nema það séu áform um lækkun vaxta, skulda ríkisins og verðbólgu sem valda andstöðu hennar. Að hún vilji sem sem sé hækkun vaxta, aukna skuldasöfnun og meiri verðbólgu - minni nýsköpun, meiri mengun, minni menntun, meira atvinnuleysi… Verri lífskjör - bara ef við stöndum utan ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason er enginn villiköttur sem fer bara sinna eigin ferða. Hann er þvert á móti mjög öflugur liðsmaður - í Heimssýn, samtökum andstæðinga Evrópusambandsins. Hann er samherji Jóns Vals Jenssonar, Páls Vilhjálmssonar og Styrmis Gunnarssonar en ekki Steingríms J. Sigfússonar, Árna Þórs Sigurðssonar eða Katrínar Jakobsdóttur. Hann á samleið með Davíð Oddssyni en ekki Svandísi Svavarsdóttur. Í Heimssýnarflokknum er hann ómetanlegur félagi. Honum hefur hann svarið sína trúnaðareiða. Út frá sjónarhóli hans vegur hann og metur mál. Þegar hann situr hjá við fjárlög þá er það vegna andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu af aðildarviðræðum Íslendinga að ESB. Ásmundur Einar kann að hafa verið kosinn á þing sem fulltrúi VG en hann starfar ekki sem slíkur í þingflokki þess flokks, heldur sem fulltrúi Heimssýnarflokksins.AtlamálÞó að flokksráðsfundur VG hafi samþykkt í nóvember að leyfa íslensku þjóðinni að kjósa um aðild að loknum viðræðum við ESB þá varðar Ásmund Einar Daðason ekkert um það. Honum kemur ekkert við hvað er ályktað um hjá stofnunum VG. Hann er ekki fulltrúi þess flokks á þingi. Annar öflugur liðsmaður, Atli Gíslason, dró einmitt til baka ályktun um að slíta aðildarviðræðunum að ESB á þessum flokksráðsfundi þegar í ljós kom að ekki væri hljómgrunnur fyrir henni á fundinum, þrátt fyrir undirskriftasöfnun og liðsafnað. Í stað þess áréttaði flokkurinn þá afstöðu sína að hagsmunum Íslendinga væri betur borgið utan þessa bandalags um leið og Flokksráð ítrekaði „mikilvægi þess að niðurstaða þess umsóknarferlis sem nú stendur yfir verði lögð í dóm þjóðarinnar." Þessa niðurstöðu Flokksráðs um að klára málið og leyfa svo þjóðinni að taka afstöðu hefur Atli kosið að hafa að engu. Vandræði VG eru ekki síst komin til af því að útbreiddur stuðningur er meðal kjósenda flokksins við aðild að ESB, enda samræmist slík aðild prýðilega hugsjónum um kynjajafnrétti, umhverfisvernd, lýðréttindi, kjarajöfnuð og önnur slík mál sem þessir kjósendur bera fyrir brjósti, jafnvel frekar en óljósar hugmyndir um „fullveldi" sem ekki er til annars staðar en í heimi frummyndanna og áframhaldandi kverkatak kvótagreifanna á íslensku efnahagslífi.„Þingmaður VG"Enn er fjallað um það í fjölmiðlum sem frétt að Lilja Mósesdóttir, „þingmaður VG" sé andvíg tilteknum málum ríkisstjórnarinnar. Ætli hitt teldist þó ekki meiri frétt ef svo vildi einhvern tímann til að hún styddi eitthvert mál ríkisstjórnarinnar? Nú síðast lýsti Lilja yfir andstöðu sinni við svonefnda „sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar" - markmið fyrir árið 2020 - sem Lilja segir vera „kreppudýpkandi" en helsta mótbára Lilja við þessa áætlun virðist þó sú að hún samrýmist skilyrðum sem kennd eru við Maastricht og ber að uppfylla til að taka upp evru og taka þátt í myntbandalagi Evrópu. Ekki varð sérstaklega vart við þessa ESB-andstöðu Lilju þegar hún settist á þing, enda hefur hún sem fræðimaður fjallað á fremur jákvæðan hátt um hugsanleg áhrif aðildar Íslands að ESB á íslenskan vinnumarkað. Hún studdi það líka þegar samþykkt var á Alþingi að sækja um aðild að ESB. Nú er hins vegar allt í einu engu líkara en að hún sé farin að vega og meta mál frá sjónarhóli Heimssýnarflokksins. Teitur Atlason, sá ágæti bloggari, birtir lista um nokkur markmið í þessari sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020, sem Lilja hefur lagst gegn. Þetta er í fimmtán liðum og ekki hér ráðrúm til að rekja öll þau framfaramál sem Lilja hefur hrakist út í að andæfa, en má þó nefna að lækka hlutfall atvinnulausra niður fyrir 3%; auka jöfnuð, vellíðan og góða andlega heilsu; að lækka hlutfall fullorðinna Íslendinga sem ekki hafa hlotið framhaldsmenntun úr 30% og niður í 10%; efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og hátækniiðnað; að notkun á vistvænu eldsneyti í sjávarútvegi og öðrum samgöngum verði orðin að minnsta kosti 20%, 75% fólksbíla gangi fyrir vistvænu eldsneyti og að Íslendingar taki á sig sömu skuldbindingar í lofslagsmálum og ríki Evrópu… og þannig mætti áfram telja. Nema það séu áform um lækkun vaxta, skulda ríkisins og verðbólgu sem valda andstöðu hennar. Að hún vilji sem sem sé hækkun vaxta, aukna skuldasöfnun og meiri verðbólgu - minni nýsköpun, meiri mengun, minni menntun, meira atvinnuleysi… Verri lífskjör - bara ef við stöndum utan ESB.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun