Byggjum upp traust Stefán Einar Stefánsson skrifar 10. febrúar 2011 06:00 Sérstakt andrúmsloft hefur búið um sig meðal íslensku þjóðarinnar. Hún finnur sig svikna eftir að fjárglæframenn reistu sér og þjóðinni slíkan hurðarás um öxl, að á tímabili mátti vart á milli sjá hvort þjóðarskútan sykki eða næði landi að nýju. Eftir slíka ágjöf er ekki undarlegt að mikil reiði búi um sig og hún hefur tekið á sig ýmsar myndir. Flestar þeirra eðlilegar og heilbrigðar en aðrar sýnu verri. Þjóðfélagsumræðan hefur mótast mjög af hruninu og aukin harka hefur færst í leikinn. Það er eðlilegt þegar tekist er á um mikilsverð mál og erfið. Þó verður að viðurkennast að sumt af því sem nú ber fyrir augu og eyru á opinberum vettvangi, virðist fremur eiga rætur sínar að rekja til firringartíma útrásarvíkinganna en þeirrar réttmætu kröfu að réttlætið nái fram að ganga. Virðast margir tilbúnir til þess að beita fremur ógeðfelldum aðferðum til að sverta mannorð annarra einstaklinga og þá oft á hæpnum forsendum eða hreinlega fölskum. Samstaða er ekki þöggun Það hefur löngum verið metið til mannkosta þegar fólk getur lagt sig fram um að sjá hið jákvæða í fari náungans, fremur en það sem upp á vantar. Því miður virðist mörgum mest í mun að gera mikið úr göllum samferðafólksins, fremur en kostum þess og því sem það er umkomið að leggja til málanna. Fámenn þjóð má ekki lengi við slíkum hugsunarhætti. Við verðum að geta kallað það besta fram í hverjum og einum og gera öllum kleift að njóta hæfileika sinna og starfskrafta. Í því ljósi er mikilvægt að við leggjum okkur öll fram um að standa fyrir uppbyggilegri umræðu, þar sem enginn afsláttur er gefinn á gagnrýnni hugsun, þeirri kröfu að lögum sé fylgt, en leitast er við að sýna sanngirni og virðingu fyrir náunganum. Á góðum stað er bent á þá staðreynd að ríki sem er sjálfu sér sundurþykkt fái ekki staðist. Við verðum að huga vel að því nú þegar miklir erfiðleikar hafa sótt okkur heim. Við höfum alla ástæðu til að ætla að íslenska þjóðin muni ná vopnum sínum að nýju, það hefur hún ætíð gert í kjölfar mikilla áfalla. En til þess að það megi verða verðum við að læra að treysta þeim sem traustsins eru verðir og hætta að brjóta niður það góða sem í kringum okkur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Sérstakt andrúmsloft hefur búið um sig meðal íslensku þjóðarinnar. Hún finnur sig svikna eftir að fjárglæframenn reistu sér og þjóðinni slíkan hurðarás um öxl, að á tímabili mátti vart á milli sjá hvort þjóðarskútan sykki eða næði landi að nýju. Eftir slíka ágjöf er ekki undarlegt að mikil reiði búi um sig og hún hefur tekið á sig ýmsar myndir. Flestar þeirra eðlilegar og heilbrigðar en aðrar sýnu verri. Þjóðfélagsumræðan hefur mótast mjög af hruninu og aukin harka hefur færst í leikinn. Það er eðlilegt þegar tekist er á um mikilsverð mál og erfið. Þó verður að viðurkennast að sumt af því sem nú ber fyrir augu og eyru á opinberum vettvangi, virðist fremur eiga rætur sínar að rekja til firringartíma útrásarvíkinganna en þeirrar réttmætu kröfu að réttlætið nái fram að ganga. Virðast margir tilbúnir til þess að beita fremur ógeðfelldum aðferðum til að sverta mannorð annarra einstaklinga og þá oft á hæpnum forsendum eða hreinlega fölskum. Samstaða er ekki þöggun Það hefur löngum verið metið til mannkosta þegar fólk getur lagt sig fram um að sjá hið jákvæða í fari náungans, fremur en það sem upp á vantar. Því miður virðist mörgum mest í mun að gera mikið úr göllum samferðafólksins, fremur en kostum þess og því sem það er umkomið að leggja til málanna. Fámenn þjóð má ekki lengi við slíkum hugsunarhætti. Við verðum að geta kallað það besta fram í hverjum og einum og gera öllum kleift að njóta hæfileika sinna og starfskrafta. Í því ljósi er mikilvægt að við leggjum okkur öll fram um að standa fyrir uppbyggilegri umræðu, þar sem enginn afsláttur er gefinn á gagnrýnni hugsun, þeirri kröfu að lögum sé fylgt, en leitast er við að sýna sanngirni og virðingu fyrir náunganum. Á góðum stað er bent á þá staðreynd að ríki sem er sjálfu sér sundurþykkt fái ekki staðist. Við verðum að huga vel að því nú þegar miklir erfiðleikar hafa sótt okkur heim. Við höfum alla ástæðu til að ætla að íslenska þjóðin muni ná vopnum sínum að nýju, það hefur hún ætíð gert í kjölfar mikilla áfalla. En til þess að það megi verða verðum við að læra að treysta þeim sem traustsins eru verðir og hætta að brjóta niður það góða sem í kringum okkur er.
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar