Byggjum upp traust Stefán Einar Stefánsson skrifar 10. febrúar 2011 06:00 Sérstakt andrúmsloft hefur búið um sig meðal íslensku þjóðarinnar. Hún finnur sig svikna eftir að fjárglæframenn reistu sér og þjóðinni slíkan hurðarás um öxl, að á tímabili mátti vart á milli sjá hvort þjóðarskútan sykki eða næði landi að nýju. Eftir slíka ágjöf er ekki undarlegt að mikil reiði búi um sig og hún hefur tekið á sig ýmsar myndir. Flestar þeirra eðlilegar og heilbrigðar en aðrar sýnu verri. Þjóðfélagsumræðan hefur mótast mjög af hruninu og aukin harka hefur færst í leikinn. Það er eðlilegt þegar tekist er á um mikilsverð mál og erfið. Þó verður að viðurkennast að sumt af því sem nú ber fyrir augu og eyru á opinberum vettvangi, virðist fremur eiga rætur sínar að rekja til firringartíma útrásarvíkinganna en þeirrar réttmætu kröfu að réttlætið nái fram að ganga. Virðast margir tilbúnir til þess að beita fremur ógeðfelldum aðferðum til að sverta mannorð annarra einstaklinga og þá oft á hæpnum forsendum eða hreinlega fölskum. Samstaða er ekki þöggun Það hefur löngum verið metið til mannkosta þegar fólk getur lagt sig fram um að sjá hið jákvæða í fari náungans, fremur en það sem upp á vantar. Því miður virðist mörgum mest í mun að gera mikið úr göllum samferðafólksins, fremur en kostum þess og því sem það er umkomið að leggja til málanna. Fámenn þjóð má ekki lengi við slíkum hugsunarhætti. Við verðum að geta kallað það besta fram í hverjum og einum og gera öllum kleift að njóta hæfileika sinna og starfskrafta. Í því ljósi er mikilvægt að við leggjum okkur öll fram um að standa fyrir uppbyggilegri umræðu, þar sem enginn afsláttur er gefinn á gagnrýnni hugsun, þeirri kröfu að lögum sé fylgt, en leitast er við að sýna sanngirni og virðingu fyrir náunganum. Á góðum stað er bent á þá staðreynd að ríki sem er sjálfu sér sundurþykkt fái ekki staðist. Við verðum að huga vel að því nú þegar miklir erfiðleikar hafa sótt okkur heim. Við höfum alla ástæðu til að ætla að íslenska þjóðin muni ná vopnum sínum að nýju, það hefur hún ætíð gert í kjölfar mikilla áfalla. En til þess að það megi verða verðum við að læra að treysta þeim sem traustsins eru verðir og hætta að brjóta niður það góða sem í kringum okkur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sérstakt andrúmsloft hefur búið um sig meðal íslensku þjóðarinnar. Hún finnur sig svikna eftir að fjárglæframenn reistu sér og þjóðinni slíkan hurðarás um öxl, að á tímabili mátti vart á milli sjá hvort þjóðarskútan sykki eða næði landi að nýju. Eftir slíka ágjöf er ekki undarlegt að mikil reiði búi um sig og hún hefur tekið á sig ýmsar myndir. Flestar þeirra eðlilegar og heilbrigðar en aðrar sýnu verri. Þjóðfélagsumræðan hefur mótast mjög af hruninu og aukin harka hefur færst í leikinn. Það er eðlilegt þegar tekist er á um mikilsverð mál og erfið. Þó verður að viðurkennast að sumt af því sem nú ber fyrir augu og eyru á opinberum vettvangi, virðist fremur eiga rætur sínar að rekja til firringartíma útrásarvíkinganna en þeirrar réttmætu kröfu að réttlætið nái fram að ganga. Virðast margir tilbúnir til þess að beita fremur ógeðfelldum aðferðum til að sverta mannorð annarra einstaklinga og þá oft á hæpnum forsendum eða hreinlega fölskum. Samstaða er ekki þöggun Það hefur löngum verið metið til mannkosta þegar fólk getur lagt sig fram um að sjá hið jákvæða í fari náungans, fremur en það sem upp á vantar. Því miður virðist mörgum mest í mun að gera mikið úr göllum samferðafólksins, fremur en kostum þess og því sem það er umkomið að leggja til málanna. Fámenn þjóð má ekki lengi við slíkum hugsunarhætti. Við verðum að geta kallað það besta fram í hverjum og einum og gera öllum kleift að njóta hæfileika sinna og starfskrafta. Í því ljósi er mikilvægt að við leggjum okkur öll fram um að standa fyrir uppbyggilegri umræðu, þar sem enginn afsláttur er gefinn á gagnrýnni hugsun, þeirri kröfu að lögum sé fylgt, en leitast er við að sýna sanngirni og virðingu fyrir náunganum. Á góðum stað er bent á þá staðreynd að ríki sem er sjálfu sér sundurþykkt fái ekki staðist. Við verðum að huga vel að því nú þegar miklir erfiðleikar hafa sótt okkur heim. Við höfum alla ástæðu til að ætla að íslenska þjóðin muni ná vopnum sínum að nýju, það hefur hún ætíð gert í kjölfar mikilla áfalla. En til þess að það megi verða verðum við að læra að treysta þeim sem traustsins eru verðir og hætta að brjóta niður það góða sem í kringum okkur er.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar