Skylmingar með orðum Ómar Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2011 06:00 Um aldir hafa verið stundaðar svonefndar bardagaíþróttir. Sumar þeirra eru huglægar eins og til dæmis skák, þar sem aðgerðir á skákborðinu miða að því að drepa menn. Í skylmingum æfa menn sig í því að sýna fram á hvernig þeir geti rekið hver annan á hol, í íslenskri glímu er tilgangurinn að fella menn til jarðar og í júdói m.a. að „hengja“ menn. Í engri af fyrrgreindum íþróttum er litið á athæfið sem saknæmt ofbeldi. Eitt svið íslenskrar bragíþróttar hefur falist í því að skylmast með orðum og má líta á það sem huglæga bardagaíþrótt. Dæmi: Maður ljóðaði á Bólu-Hjálmar og sagði: „Á þig ég þeim augum lít / að þú líkist fífli……“, og Bólu-Hjálmar svaraði að bragði: „…Andskotinn með úldnum skít á þér kjaftinn stífli!“ Báðir stóðu jafnréttir eftir; Bólu-Hjálmar þó betur sem hagyrðingur. Þetta skoðaðist meira sem íþrótt orðanna en að taka bæri það of bókstaflega. Í bókinni Þingvísur, sem gefin var út hér um árið, mátti sjá margar svona vísur um þingmenn og voru sumar þeirra um menn sem gegndu æðstu embættum þjóðarinnar, m.a. embættum forsætisráðherra og forseta sameinaðs Alþings, samanber þessar tvær vísur: „Leiðari ei leit ég meiri Mammonslappaskemil eða meiri happahemil heldur en þennan slappa Emil.“ Og önnur vísa: „Jón á Akri af elju stakri áfram berst fyrir okri og eymdarhokri uns hann ferst.“ Ekki voru höfðuð meiðyrðamál út af þessu, heldur þessar vísur ásamt mörgum svipuðum gefnar út í bók fólki og þingmönnum til skemmtunar. Í lokuðu skemmtisamkvæmi nýlega varpaði ég í gamni ljósi á ákveðna þróun í opinberum samskiptum forsætisráðherra og forseta Íslands með því að sýna hvernig hún gæti stigmagnast með notkun ferskeytlna í stíl skylminga með orðum. Ein vísan, sú eina sem var ekki eftir mig, komst í fjölmiðla og var ég ranglega talinnn höfundur hennar. Með birtingu hennar einnar og sér, tekinnar úr samhengi, varð það slys að líta mátti á hana sem árás mína á viðkomandi persónu. Er það í fyrsta sinn á 53ja ára opinberum skemmtikraftsferli mínum sem slíkt gerist. Ekki tjáir að fást um þetta óhapp en upplýst skal að í öll þessi ár hafa skylmingar með orðum verið hluti af dagskrá minni og tekur því varla að hætta því úr þessu. Sumar af þessum „skylmingavísum“ hafa verið um mig sjálfan, ýmist eftir mig eða aðra og birtar með leyfi höfunda þar sem það hefur átt við. Nefni hér eina þeirra sem dæmi með leyfi höfundar og held raunar upp á hana vegna þess hvernig innihald hennar snýst snarlega úr því sem sýnist vera hól. Steindór Andersen gerði hana um mig og hún hljóðar svona: „Hann birtu og gleði eykur andans; illu burtu hrindir og þegar hann loksins fer til fjandans / fáum við sendar myndir.“ Vinátta okkar Steindórs hefur verið óbreytt eftir gerð þessarar vísu og væntanlega munum við báðir halda áfram að „skylmast með orðum“ okkur og öðrum til dægrastyttingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Um aldir hafa verið stundaðar svonefndar bardagaíþróttir. Sumar þeirra eru huglægar eins og til dæmis skák, þar sem aðgerðir á skákborðinu miða að því að drepa menn. Í skylmingum æfa menn sig í því að sýna fram á hvernig þeir geti rekið hver annan á hol, í íslenskri glímu er tilgangurinn að fella menn til jarðar og í júdói m.a. að „hengja“ menn. Í engri af fyrrgreindum íþróttum er litið á athæfið sem saknæmt ofbeldi. Eitt svið íslenskrar bragíþróttar hefur falist í því að skylmast með orðum og má líta á það sem huglæga bardagaíþrótt. Dæmi: Maður ljóðaði á Bólu-Hjálmar og sagði: „Á þig ég þeim augum lít / að þú líkist fífli……“, og Bólu-Hjálmar svaraði að bragði: „…Andskotinn með úldnum skít á þér kjaftinn stífli!“ Báðir stóðu jafnréttir eftir; Bólu-Hjálmar þó betur sem hagyrðingur. Þetta skoðaðist meira sem íþrótt orðanna en að taka bæri það of bókstaflega. Í bókinni Þingvísur, sem gefin var út hér um árið, mátti sjá margar svona vísur um þingmenn og voru sumar þeirra um menn sem gegndu æðstu embættum þjóðarinnar, m.a. embættum forsætisráðherra og forseta sameinaðs Alþings, samanber þessar tvær vísur: „Leiðari ei leit ég meiri Mammonslappaskemil eða meiri happahemil heldur en þennan slappa Emil.“ Og önnur vísa: „Jón á Akri af elju stakri áfram berst fyrir okri og eymdarhokri uns hann ferst.“ Ekki voru höfðuð meiðyrðamál út af þessu, heldur þessar vísur ásamt mörgum svipuðum gefnar út í bók fólki og þingmönnum til skemmtunar. Í lokuðu skemmtisamkvæmi nýlega varpaði ég í gamni ljósi á ákveðna þróun í opinberum samskiptum forsætisráðherra og forseta Íslands með því að sýna hvernig hún gæti stigmagnast með notkun ferskeytlna í stíl skylminga með orðum. Ein vísan, sú eina sem var ekki eftir mig, komst í fjölmiðla og var ég ranglega talinnn höfundur hennar. Með birtingu hennar einnar og sér, tekinnar úr samhengi, varð það slys að líta mátti á hana sem árás mína á viðkomandi persónu. Er það í fyrsta sinn á 53ja ára opinberum skemmtikraftsferli mínum sem slíkt gerist. Ekki tjáir að fást um þetta óhapp en upplýst skal að í öll þessi ár hafa skylmingar með orðum verið hluti af dagskrá minni og tekur því varla að hætta því úr þessu. Sumar af þessum „skylmingavísum“ hafa verið um mig sjálfan, ýmist eftir mig eða aðra og birtar með leyfi höfunda þar sem það hefur átt við. Nefni hér eina þeirra sem dæmi með leyfi höfundar og held raunar upp á hana vegna þess hvernig innihald hennar snýst snarlega úr því sem sýnist vera hól. Steindór Andersen gerði hana um mig og hún hljóðar svona: „Hann birtu og gleði eykur andans; illu burtu hrindir og þegar hann loksins fer til fjandans / fáum við sendar myndir.“ Vinátta okkar Steindórs hefur verið óbreytt eftir gerð þessarar vísu og væntanlega munum við báðir halda áfram að „skylmast með orðum“ okkur og öðrum til dægrastyttingar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun