Niðurgreiðslur í stað tolla 1. mars 2011 04:00 Við inngöngu í ESB hafa þjóðir hingað til samræmt tolla sína viðtollaskrá Evrópusambandsins. Nordicphotos/afp Hver er staðan á tollamálum í aðildarviðræðum Íslands og ESB? Nánast útilokað er að íslenskur landbúnaður verði áfram verndaður með tollum gangi Íslendingar í Evrópusambandið, sagði Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands gagnvart ESB, á dögunum, á síðasta aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi. Nokkrum dögum fyrr, í lok janúar, lauk rýnifundi Íslands og ESB um landbúnaðarmál úti í Brussel. Blaðið hefur greint frá því að þar áréttaði samningahópur Íslands „mikilvægi þeirrar verndar sem íslenskur landbúnaður nýtur í formi tollverndar". Álit meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarviðræður við ESB er grundvöllur núverandi samningaferlis Íslands. Þar leggur meirihlutinn áherslu á, í beinu framhaldi af umræðu um tollvernd, að mikilvægt sé að „leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað". Matvælaverð og bændurnirErna HauksdóttirFyrirheit sem þessi urðu Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, efni til að óttast það hér í blaðinu að ávinningur ferðaþjónustunnar af hugsanlegri inngöngu landsins í ESB kynni að verða minni en ella. Taldi Erna að Íslendingum yrði áfram gert að kaupa landbúnaðarvörur frá meginlandi Evrópu gegn „yfirgengilegum tollum". En hátt matarverð á Íslandi dregur úr samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, að mati Ernu. Fleiri hafa bent á að í aðildarviðræðunum kunni hagsmunir bænda og neytenda að stangast á. Þó skal þess getið að bændur telja tollvernd halda matarverði niðri. Alþingi reiknar vart með tollverndHarald AspelundFyrrgreind ummæli Stefáns Hauks hjá kúabændum má lesa á vef Búnaðarsambands Suðurlands. Búnaðarsambandið ályktar sem svo að skoðun formannsins sé á skjön við meirihlutaálit utanríkismálanefndar og hefur mátt lesa svipaðar ályktanir víðar á vefnum. En í þeim kafla títtnefnds álits sem fjallar um þjóðhagsleg áhrif hugsanlegrar aðildar Íslands segir: „Þó má ætla að breytingar muni verða á sviði landbúnaðar þar sem landbúnaðurinn mun þurfa að laga sig að breyttum reglum sem munu ekki síður varða neytendur vegna afnáms tolla á innfluttum landbúnaðarafurðum frá ESB." Því má ljóst vera að utanríkismálanefnd Alþingis gerði sér grein fyrir því að innganga í ESB þýddi afnám tolla milli Íslands og ESB, enda hefur svo verið um allar aðrar þjóðir sem gengið hafa í sambandið. Öllu haldið opnuÞessum möguleika, að viðhalda tollvernd, er þó haldið opnum. Utanríkismálanefnd taldi enda ástæðu til að athuga hvort nauðsynlegt væri að „útvíkka gildandi reglur ESB til að ná fram heimildum fyrir Ísland til að tryggja sem best stöðu íslenskra bænda". Harald Aspelund, varaformaður samningahóps Íslands um landbúnaðarmál, var spurður oftar en einu sinni um tollvernd á kynningarfundi hjá Mími símenntun fyrir skemmstu og hvort henni ætti að viðhalda. Til dæmis hvort til stæði að bjóða upp á franska osta hér á sambærilegu verði og á meginlandinu. „Við höfum ekki mótað okkur samningsafstöðu," svaraði Harald og treysti sér ekki til að kveða fastar að orði. Samningsafstaða Íslendinga verður ekki fastmótuð fyrr en að yfirstandandi rýniferli loknu, en því lýkur í sumar. Ýmsar aðrar leiðir hafa verið nefndar til að viðhalda stuðningi við bændur, svo sem að fá íslenskan landbúnað flokkaðan sem heimskautalandbúnað, en það hefur í för með sér rýmri heimildir til niðurgreiðslna til bænda. klemens@frettabladid.is Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Hver er staðan á tollamálum í aðildarviðræðum Íslands og ESB? Nánast útilokað er að íslenskur landbúnaður verði áfram verndaður með tollum gangi Íslendingar í Evrópusambandið, sagði Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands gagnvart ESB, á dögunum, á síðasta aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi. Nokkrum dögum fyrr, í lok janúar, lauk rýnifundi Íslands og ESB um landbúnaðarmál úti í Brussel. Blaðið hefur greint frá því að þar áréttaði samningahópur Íslands „mikilvægi þeirrar verndar sem íslenskur landbúnaður nýtur í formi tollverndar". Álit meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarviðræður við ESB er grundvöllur núverandi samningaferlis Íslands. Þar leggur meirihlutinn áherslu á, í beinu framhaldi af umræðu um tollvernd, að mikilvægt sé að „leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað". Matvælaverð og bændurnirErna HauksdóttirFyrirheit sem þessi urðu Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, efni til að óttast það hér í blaðinu að ávinningur ferðaþjónustunnar af hugsanlegri inngöngu landsins í ESB kynni að verða minni en ella. Taldi Erna að Íslendingum yrði áfram gert að kaupa landbúnaðarvörur frá meginlandi Evrópu gegn „yfirgengilegum tollum". En hátt matarverð á Íslandi dregur úr samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, að mati Ernu. Fleiri hafa bent á að í aðildarviðræðunum kunni hagsmunir bænda og neytenda að stangast á. Þó skal þess getið að bændur telja tollvernd halda matarverði niðri. Alþingi reiknar vart með tollverndHarald AspelundFyrrgreind ummæli Stefáns Hauks hjá kúabændum má lesa á vef Búnaðarsambands Suðurlands. Búnaðarsambandið ályktar sem svo að skoðun formannsins sé á skjön við meirihlutaálit utanríkismálanefndar og hefur mátt lesa svipaðar ályktanir víðar á vefnum. En í þeim kafla títtnefnds álits sem fjallar um þjóðhagsleg áhrif hugsanlegrar aðildar Íslands segir: „Þó má ætla að breytingar muni verða á sviði landbúnaðar þar sem landbúnaðurinn mun þurfa að laga sig að breyttum reglum sem munu ekki síður varða neytendur vegna afnáms tolla á innfluttum landbúnaðarafurðum frá ESB." Því má ljóst vera að utanríkismálanefnd Alþingis gerði sér grein fyrir því að innganga í ESB þýddi afnám tolla milli Íslands og ESB, enda hefur svo verið um allar aðrar þjóðir sem gengið hafa í sambandið. Öllu haldið opnuÞessum möguleika, að viðhalda tollvernd, er þó haldið opnum. Utanríkismálanefnd taldi enda ástæðu til að athuga hvort nauðsynlegt væri að „útvíkka gildandi reglur ESB til að ná fram heimildum fyrir Ísland til að tryggja sem best stöðu íslenskra bænda". Harald Aspelund, varaformaður samningahóps Íslands um landbúnaðarmál, var spurður oftar en einu sinni um tollvernd á kynningarfundi hjá Mími símenntun fyrir skemmstu og hvort henni ætti að viðhalda. Til dæmis hvort til stæði að bjóða upp á franska osta hér á sambærilegu verði og á meginlandinu. „Við höfum ekki mótað okkur samningsafstöðu," svaraði Harald og treysti sér ekki til að kveða fastar að orði. Samningsafstaða Íslendinga verður ekki fastmótuð fyrr en að yfirstandandi rýniferli loknu, en því lýkur í sumar. Ýmsar aðrar leiðir hafa verið nefndar til að viðhalda stuðningi við bændur, svo sem að fá íslenskan landbúnað flokkaðan sem heimskautalandbúnað, en það hefur í för með sér rýmri heimildir til niðurgreiðslna til bænda. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira