Um símhleranir Bogi Nilsson skrifar 5. nóvember 2011 06:00 Róbert R. Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, er fastur penni hjá Fréttablaðinu og birtir þar áhugaverðar greinar um lögfræðileg efni einkenndar með yfirskriftinni Hugleiðingar um lög og rétt. Þriðjudaginn 1. nóvember, fjallaði Róbert um símhleranir sem framkvæmdar eru í þágu rannsóknar sakamála. Tilefni greinarinnar var öðrum þræði svar innanríkisráðherra á Alþingi við fyrirspurn þingmanns um hleranir, þingskjal nr. 1513 á 139. löggjafarþingi. Vék Róbert í stuttu máli að upplýsingum sem fram komu í svari innanríkisráðherra um fjölda dómsúrskurða um símhleranir á árunum 2009 til 27. maí 2011. Á árinu 2010 hefði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérstakur saksóknari fengið heimild til símhlerana í 72 tilvikum hvor, þ.e. samtals 144 heimildir. Samkvæmt upplýsingum dómstólaráðs, sem fram koma í svari innanríkisráðherra, um fjölda dómsúrskurða um símhleranir á landinu öllu voru þeir 191 á árinu 2009, 178 á árinu 2010 og 75 á árinu 2011 til og með 27. maí. Samkvæmt 1. mgr. 49. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 skal beina kröfu um að fá heimild til að hlera síma til héraðsdóms í umdæmi þess lögreglustjóra sem stýrir rannsókn brots. Þar eð lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og sérstakur saksóknari, báðir með aðal starfstöðvar í Reykjavík, hafa fengið mikinn meirihluta heimilda til símhlerana á umræddu tímabili mætti ætla að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði kveðið upp flesta úrskurðina um heimild til símhlerana. Reyndin er hins vegar, samkvæmt svari ráðherra, að lang flestir úrskurðanna voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjaness, eða 127 á árinu 2009, 109 á árinu 2010 og 40 á árinu 2011 til og með 27. maí. Vekur þetta athygli og dettur manni fyrst í hug að um ritvillu sé að ræða; tölur um úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness hafi víxlast. Þess skal þó getið í þessu sambandi að samkvæmt 2. mgr. áðurnefndrar 49. gr. laga um meðferð sakamála má beina kröfu um heimild til símhlerunar til héraðsdóms í öðru umdæmi en þar sem viðkomandi lögreglustjóri starfar ef það horfir til flýtis eða hagræðis. Kann þarna að leynast skýring á því að lögregluembættin hafi kosið að leita til Héraðsdóms Reykjaness. Nefna má í þessu samhengi að allan starfstíma Rannsóknarlögreglu ríkisins, þ.e. frá 1. júlí 1977 til og með 30. júní 1997, var í eitt skipti leitað eftir heimild til símhlerunar í þágu rannsóknar máls. Á þeim árum mun símhlerun hafa verið beitt í nokkrum mæli við rannsókn fíkniefnabrota. Rannsóknarlögregla ríkisins kom þar ekki við sögu enda var fíkniefnamálum haldið utan verksviðs hennar svo undarlega sem það kann að hljóma. Í grein sinni bendir Róbert m.a. á að í dönskum og norskum lögum sé kveðið á um að í hvert skipti sem lögregla leitar eftir heimild til símhlerunar skuli skipa talsmann til að gæta hagsmuna þess sem aðgerð á að beinast gegn. Jafnframt víkur Róbert að rökum íslensku réttarfarsnefndarinnar sem koma fram í greinargerð með sakamálalögum þar sem lagst var gegn þessu fyrirkomulagi og þar gert lítið úr gildi þess í þágu réttaröryggis. Viðhorf og rök réttarfarsnefndar í greinargerðinni munu hafa verið sett fram í tilefni af tillögu nefndar dómsmálaráðherra frá árinu 1999. Þar hafði verið lagt til að tekið yrði upp nýtt ákvæði í lög um meðferð opinberra mála sem m.a. mælti fyrir um að dómara bæri að skipa þeim lögmann sem krafa um heimild til símhlerunar varðar og skyldi lögmanninum gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna áður en úrskurður félli. Ákvæði um að skipa beri talsmann til andsvara fyrir dómi þegar krafist er heimildar til símhlerunar hefur verið í dönskum lögum um árabil og var og er liður í því að auka réttaröryggi. Mér er hins vegar ekki kunnugt um að þessi skipan sé samkvæmt norskum lögum en þar er hins vegar kveðið á um sérstaka nefnd þriggja manna sem hafa skal eftirlit með að reglum um framkvæmd símhlerana á vegum lögreglu og ákæruvalds sé fylgt. Ber lögreglu og ákæruvaldi að veita nefndinni aðgang að gögnum og allar upplýsingar sem hún telur þörf á auk þess sem hún hefur heimild til að yfirheyra starfsmenn lögreglu og ákæruvalds í þágu eftirlitsins. Hugleiðingar Róberts R. Spanó um símhleranir eða símahlustanir og eftirlit með þeim eru skilmerkilegar og athyglisverðar í alla staði. Þessu rannsóknarúrræði hefur á undanförnum árum og misserum verið beitt í mjög auknum mæli hér á landi sem og annars staðar og er full ástæða til að staldra við og huga að fyrirkomulaginu og eftirliti með því. Vonandi verður tekið tillit til ábendinga Róberts og viðvörunarorða hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Róbert R. Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, er fastur penni hjá Fréttablaðinu og birtir þar áhugaverðar greinar um lögfræðileg efni einkenndar með yfirskriftinni Hugleiðingar um lög og rétt. Þriðjudaginn 1. nóvember, fjallaði Róbert um símhleranir sem framkvæmdar eru í þágu rannsóknar sakamála. Tilefni greinarinnar var öðrum þræði svar innanríkisráðherra á Alþingi við fyrirspurn þingmanns um hleranir, þingskjal nr. 1513 á 139. löggjafarþingi. Vék Róbert í stuttu máli að upplýsingum sem fram komu í svari innanríkisráðherra um fjölda dómsúrskurða um símhleranir á árunum 2009 til 27. maí 2011. Á árinu 2010 hefði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérstakur saksóknari fengið heimild til símhlerana í 72 tilvikum hvor, þ.e. samtals 144 heimildir. Samkvæmt upplýsingum dómstólaráðs, sem fram koma í svari innanríkisráðherra, um fjölda dómsúrskurða um símhleranir á landinu öllu voru þeir 191 á árinu 2009, 178 á árinu 2010 og 75 á árinu 2011 til og með 27. maí. Samkvæmt 1. mgr. 49. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 skal beina kröfu um að fá heimild til að hlera síma til héraðsdóms í umdæmi þess lögreglustjóra sem stýrir rannsókn brots. Þar eð lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og sérstakur saksóknari, báðir með aðal starfstöðvar í Reykjavík, hafa fengið mikinn meirihluta heimilda til símhlerana á umræddu tímabili mætti ætla að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði kveðið upp flesta úrskurðina um heimild til símhlerana. Reyndin er hins vegar, samkvæmt svari ráðherra, að lang flestir úrskurðanna voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjaness, eða 127 á árinu 2009, 109 á árinu 2010 og 40 á árinu 2011 til og með 27. maí. Vekur þetta athygli og dettur manni fyrst í hug að um ritvillu sé að ræða; tölur um úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness hafi víxlast. Þess skal þó getið í þessu sambandi að samkvæmt 2. mgr. áðurnefndrar 49. gr. laga um meðferð sakamála má beina kröfu um heimild til símhlerunar til héraðsdóms í öðru umdæmi en þar sem viðkomandi lögreglustjóri starfar ef það horfir til flýtis eða hagræðis. Kann þarna að leynast skýring á því að lögregluembættin hafi kosið að leita til Héraðsdóms Reykjaness. Nefna má í þessu samhengi að allan starfstíma Rannsóknarlögreglu ríkisins, þ.e. frá 1. júlí 1977 til og með 30. júní 1997, var í eitt skipti leitað eftir heimild til símhlerunar í þágu rannsóknar máls. Á þeim árum mun símhlerun hafa verið beitt í nokkrum mæli við rannsókn fíkniefnabrota. Rannsóknarlögregla ríkisins kom þar ekki við sögu enda var fíkniefnamálum haldið utan verksviðs hennar svo undarlega sem það kann að hljóma. Í grein sinni bendir Róbert m.a. á að í dönskum og norskum lögum sé kveðið á um að í hvert skipti sem lögregla leitar eftir heimild til símhlerunar skuli skipa talsmann til að gæta hagsmuna þess sem aðgerð á að beinast gegn. Jafnframt víkur Róbert að rökum íslensku réttarfarsnefndarinnar sem koma fram í greinargerð með sakamálalögum þar sem lagst var gegn þessu fyrirkomulagi og þar gert lítið úr gildi þess í þágu réttaröryggis. Viðhorf og rök réttarfarsnefndar í greinargerðinni munu hafa verið sett fram í tilefni af tillögu nefndar dómsmálaráðherra frá árinu 1999. Þar hafði verið lagt til að tekið yrði upp nýtt ákvæði í lög um meðferð opinberra mála sem m.a. mælti fyrir um að dómara bæri að skipa þeim lögmann sem krafa um heimild til símhlerunar varðar og skyldi lögmanninum gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna áður en úrskurður félli. Ákvæði um að skipa beri talsmann til andsvara fyrir dómi þegar krafist er heimildar til símhlerunar hefur verið í dönskum lögum um árabil og var og er liður í því að auka réttaröryggi. Mér er hins vegar ekki kunnugt um að þessi skipan sé samkvæmt norskum lögum en þar er hins vegar kveðið á um sérstaka nefnd þriggja manna sem hafa skal eftirlit með að reglum um framkvæmd símhlerana á vegum lögreglu og ákæruvalds sé fylgt. Ber lögreglu og ákæruvaldi að veita nefndinni aðgang að gögnum og allar upplýsingar sem hún telur þörf á auk þess sem hún hefur heimild til að yfirheyra starfsmenn lögreglu og ákæruvalds í þágu eftirlitsins. Hugleiðingar Róberts R. Spanó um símhleranir eða símahlustanir og eftirlit með þeim eru skilmerkilegar og athyglisverðar í alla staði. Þessu rannsóknarúrræði hefur á undanförnum árum og misserum verið beitt í mjög auknum mæli hér á landi sem og annars staðar og er full ástæða til að staldra við og huga að fyrirkomulaginu og eftirliti með því. Vonandi verður tekið tillit til ábendinga Róberts og viðvörunarorða hans.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun