Alexander Petersson: Veit ekki hvort ég vil fara til Löwen Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2011 10:00 Alexander Petersson hefur haft lykilhlutverki að gegna í liði Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin. Mynd/Nordic Photos/Bongarts Fyrir tæpu ári gekk Rhein-Neckar Löwen frá samningum við Alexander Petersson um að ganga til liðs við félagið þegar núverandi samningur hans við Füchse Berlin rennur út sumarið 2012. Samningurinn stendur vissulega enn en sjálfur er Alexander orðinn tvístíga og segir að það verði mjög erfitt að yfirgefa Berlín þegar þar að kemur. „Ég bara veit ekki lengur hvort ég vil fara eða ekki,“ sagði hann og brosti. „Það er auðvitað of seint að hætta við en þetta er eitthvað sem ég hef verið að hugsa um.“ Þjálfari Löwen er landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson og segir Alexander að hann hafi vitanlega ekkert á móti honum. „Alls ekki. Guðmundur er frábær þjálfari en okkur í fjölskyldunni líður bara mjög vel í Berlín. Þetta er frábær borg þar sem mikið er um að vera. Ég held að það sé ekki hægt að spila handbolta í betri borg en Berlín.“ Mikið breyst og meira í vændumÍ ofanálag hefur mikið breyst hjá Löwen síðan Alexander samdi við félagið. „Kasi-Jesper“ Nielsen er hættur afskiptum af félaginu en hann var aðalstyrktaraðili liðsins. „Það er ýmislegt búið að breytast hjá Löwen og ég held að það eigi meira eftir að breytast eftir tímabilið,“ segir Alexander. „En Löwen er með frábært lið og er eitt það sterkasta í Þýskalandi. Ég gerði auðvitað mjög góðan samning við félagið, miklu betri en þann sem ég er með nú, en peningarnir skipta ekki öllu. Ég ætla þó alls ekki að kvarta – þetta er bara lúxusvandamál,“ segir Alexander og segist ekki ætla að taka málið lengra og ræða til að mynda við Guðmund eða forráðamenn Löwen. „Nei, nei. Nú byrjum við bara að undirbúa okkur fyrir flutninga. Ég er búinn að segja strákunum mínum að Löwen sé gott félag og rétt hjá Hoffenheim [úrvalsdeildarfélagi í knattspyrnu] og að við getum farið á fullt af fótboltaleikjum,“ segir hann í léttum dúr. Frábært gengi Füchse BerlinEin af helstu ástæðunum fyrir því að Alexander kvíðir því að fara frá Berlín er gott gengi liðsins að undanförnu. Liðið hafnaði í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vor og komst þannig í Meistaradeild Evrópu. Þar hefur liðinu vegnað vel í haust og að auki haldið dampi og vel það í þýsku úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins er Dagur Sigurðsson sem hefur náð ótrúlega miklu úr fámennum leikmannahópi. „Það gekk frábærlega hjá okkur síðasta tímabil og kannski áttu einhverjir von á því að við myndum hrynja í ár. En þetta hefur gengið gríðarlega vel,“ segir hann. „Nú fer kannski að koma einhver þreyta í mannskapinn enda höfum við ekki jafn breiðan hóp og önnur topplið, eins og til dæmis Kiel. Dagur hefur þó haldið mjög vel utan um hlutina og það er mikil og góð stemning fyrir liðinu í Berlín.“ Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Fyrir tæpu ári gekk Rhein-Neckar Löwen frá samningum við Alexander Petersson um að ganga til liðs við félagið þegar núverandi samningur hans við Füchse Berlin rennur út sumarið 2012. Samningurinn stendur vissulega enn en sjálfur er Alexander orðinn tvístíga og segir að það verði mjög erfitt að yfirgefa Berlín þegar þar að kemur. „Ég bara veit ekki lengur hvort ég vil fara eða ekki,“ sagði hann og brosti. „Það er auðvitað of seint að hætta við en þetta er eitthvað sem ég hef verið að hugsa um.“ Þjálfari Löwen er landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson og segir Alexander að hann hafi vitanlega ekkert á móti honum. „Alls ekki. Guðmundur er frábær þjálfari en okkur í fjölskyldunni líður bara mjög vel í Berlín. Þetta er frábær borg þar sem mikið er um að vera. Ég held að það sé ekki hægt að spila handbolta í betri borg en Berlín.“ Mikið breyst og meira í vændumÍ ofanálag hefur mikið breyst hjá Löwen síðan Alexander samdi við félagið. „Kasi-Jesper“ Nielsen er hættur afskiptum af félaginu en hann var aðalstyrktaraðili liðsins. „Það er ýmislegt búið að breytast hjá Löwen og ég held að það eigi meira eftir að breytast eftir tímabilið,“ segir Alexander. „En Löwen er með frábært lið og er eitt það sterkasta í Þýskalandi. Ég gerði auðvitað mjög góðan samning við félagið, miklu betri en þann sem ég er með nú, en peningarnir skipta ekki öllu. Ég ætla þó alls ekki að kvarta – þetta er bara lúxusvandamál,“ segir Alexander og segist ekki ætla að taka málið lengra og ræða til að mynda við Guðmund eða forráðamenn Löwen. „Nei, nei. Nú byrjum við bara að undirbúa okkur fyrir flutninga. Ég er búinn að segja strákunum mínum að Löwen sé gott félag og rétt hjá Hoffenheim [úrvalsdeildarfélagi í knattspyrnu] og að við getum farið á fullt af fótboltaleikjum,“ segir hann í léttum dúr. Frábært gengi Füchse BerlinEin af helstu ástæðunum fyrir því að Alexander kvíðir því að fara frá Berlín er gott gengi liðsins að undanförnu. Liðið hafnaði í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vor og komst þannig í Meistaradeild Evrópu. Þar hefur liðinu vegnað vel í haust og að auki haldið dampi og vel það í þýsku úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins er Dagur Sigurðsson sem hefur náð ótrúlega miklu úr fámennum leikmannahópi. „Það gekk frábærlega hjá okkur síðasta tímabil og kannski áttu einhverjir von á því að við myndum hrynja í ár. En þetta hefur gengið gríðarlega vel,“ segir hann. „Nú fer kannski að koma einhver þreyta í mannskapinn enda höfum við ekki jafn breiðan hóp og önnur topplið, eins og til dæmis Kiel. Dagur hefur þó haldið mjög vel utan um hlutina og það er mikil og góð stemning fyrir liðinu í Berlín.“
Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira