Hvatning til Suðurnesjabúa Haukur Hilmarsson skrifar 1. september 2011 06:00 Þau sluppu ekki framhjá mér pólitísku bréfaskrifin á vef Víkur-frétta um framtíðarhorfur atvinnumála á Suðurnesjum. Að mínu mati merkileg ritröð sem sýnir svo ekki verður um villst hvernig pólitískur boltaleikur fer fram. Það getur vel verið að það sé ósanngjarnt af bæjarstjóranum í Reykjanesbæ að senda stjórnarflokkunum línu þar sem hann setur stöðu atvinnumála á Suðurnesjum að hluta á þeirra ábyrgð. Svo getur líka vel verið að svarbréfin sem fylgdu í kjölfarið séu gott dæmi um pólitískt málþóf sem einkennir tafirnar sem bæjarstjóri telur upp. En ég ætla ekki að einblína á pólitíska boltaleiki. Þeir leikir munu ganga bæði beint og endursýnt eins lengi og þurfa þykir. Mig langar þess í stað að hvetja til þess að við sem íbúar á Suðurnesjum, fólkið sem myndar samfélagið, förum að vinna saman á vettvangi sem ekki þarfnast þrýstings, undirskrifta eða íhlutunar ríkis og bæja. Vinnu minnar vegna fæ ég innsýn í daglegar aðstæður fólks í Reykjanesbæ. Ég fæ að hitta fólk sem er að upplifa óþægilega og erfiða tíma. Atvinnuleysi, fjármagnsskortur, skuldir og jafnvel heilsuleysi er smátt og smátt að draga úr fólki kraft og von. Til eru dæmi þess að fólk haldi ekki út til mánaðamóta. Á móti hitti ég líka fólk sem hefur það gott, hefur efni á sumarleyfum, getur keypt sér gott í matinn, föt og skó, og jafnvel endurnýjað bílinn. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að búa í sama bæjarfélaginu, jafnvel sömu götunni eða í sama stigagangi, en lifir samt eins og í tveim ólíkum heimum. Það er þarna sem ég vil að við förum að breyta. Við búum nefnilega ekki lengur í samfélagi þar sem nóg er að hafa fyrir alla. Við búum á tímum þar sem við þurfum að opna augun og sjá umhverfi okkar, ekki eins og það var eða eins og það ætti að vera, heldur eins og það raunverulega er. Aðstæður á Suðurnesjum eru orðnar slíkar að við þurfum ekki lengur að vera feimin við stöðu okkar eða skuldir. Erfiðleikarnir eru orðnir það almennir að við lítum ekki á frændfólk og vini sem grey sem illa standa heldur þykir eðlilegra að bjóða þeim í mat, gefa notuð föt, og styðja sem vini. Það fer að verða tilgangslaust að flokka okkur eftir efnum og við eigum þess í stað að horfa á gæði fólksins í kringum okkur. Það sem ég geri til að bæta samfélagið mitt er að ég bíð ekki eftir að einhver rétti upp hönd og biðji um hjálp. Ég læt mig skipta máli. Ég er til dæmis með afsláttarlykil fyrir eldsneyti og þegar ég kaupi eldsneyti býð ég einhverjum á næstu dælu líka afslátt. Í skólanum læt ég stundum klippa tvisvar af kaffikortinu og þá fær næsti á eftir mér óvænt frían kaffibolla. Innan fjölskyldunnar ganga notuð föt á milli manna auk þess sem við gefum föt og skó af okkur til Fjölskylduhjálpar. Ég hef hjálpað ókunnugu fólki að snúa fjárhag sínum, þótt lítill sé, úr óreiðu í skipulag. Ég hef verið sjálfboðaliði í Virkjun og líka staðið vaktir í Dagsetri Hjálpræðishersins. Ef við skoðum umhverfi okkar og daglegt líf getum við fundið fjöldann allan af litlum gjöfum og stuðningi til að gefa öðrum. Bæði innan fjölskyldunnar og úti meðal ókunnugra í samfélaginu. Ég legg til að við hættum feluleiknum og sýndarmennskunni og hættum að skammast okkar fyrir aðstæðurnar. Hættum að hugsa að annarra líf komi okkur ekki við. Stærstu vandamál íbúa Suðurnesja eru ekki persónuleg heldur verkefni handa samfélaginu í heild. Fjölskyldur, vinir og jafnvel ókunnugir vilja styðja hvert annað. Ég held það sé bara enginn að segja það upphátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þau sluppu ekki framhjá mér pólitísku bréfaskrifin á vef Víkur-frétta um framtíðarhorfur atvinnumála á Suðurnesjum. Að mínu mati merkileg ritröð sem sýnir svo ekki verður um villst hvernig pólitískur boltaleikur fer fram. Það getur vel verið að það sé ósanngjarnt af bæjarstjóranum í Reykjanesbæ að senda stjórnarflokkunum línu þar sem hann setur stöðu atvinnumála á Suðurnesjum að hluta á þeirra ábyrgð. Svo getur líka vel verið að svarbréfin sem fylgdu í kjölfarið séu gott dæmi um pólitískt málþóf sem einkennir tafirnar sem bæjarstjóri telur upp. En ég ætla ekki að einblína á pólitíska boltaleiki. Þeir leikir munu ganga bæði beint og endursýnt eins lengi og þurfa þykir. Mig langar þess í stað að hvetja til þess að við sem íbúar á Suðurnesjum, fólkið sem myndar samfélagið, förum að vinna saman á vettvangi sem ekki þarfnast þrýstings, undirskrifta eða íhlutunar ríkis og bæja. Vinnu minnar vegna fæ ég innsýn í daglegar aðstæður fólks í Reykjanesbæ. Ég fæ að hitta fólk sem er að upplifa óþægilega og erfiða tíma. Atvinnuleysi, fjármagnsskortur, skuldir og jafnvel heilsuleysi er smátt og smátt að draga úr fólki kraft og von. Til eru dæmi þess að fólk haldi ekki út til mánaðamóta. Á móti hitti ég líka fólk sem hefur það gott, hefur efni á sumarleyfum, getur keypt sér gott í matinn, föt og skó, og jafnvel endurnýjað bílinn. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að búa í sama bæjarfélaginu, jafnvel sömu götunni eða í sama stigagangi, en lifir samt eins og í tveim ólíkum heimum. Það er þarna sem ég vil að við förum að breyta. Við búum nefnilega ekki lengur í samfélagi þar sem nóg er að hafa fyrir alla. Við búum á tímum þar sem við þurfum að opna augun og sjá umhverfi okkar, ekki eins og það var eða eins og það ætti að vera, heldur eins og það raunverulega er. Aðstæður á Suðurnesjum eru orðnar slíkar að við þurfum ekki lengur að vera feimin við stöðu okkar eða skuldir. Erfiðleikarnir eru orðnir það almennir að við lítum ekki á frændfólk og vini sem grey sem illa standa heldur þykir eðlilegra að bjóða þeim í mat, gefa notuð föt, og styðja sem vini. Það fer að verða tilgangslaust að flokka okkur eftir efnum og við eigum þess í stað að horfa á gæði fólksins í kringum okkur. Það sem ég geri til að bæta samfélagið mitt er að ég bíð ekki eftir að einhver rétti upp hönd og biðji um hjálp. Ég læt mig skipta máli. Ég er til dæmis með afsláttarlykil fyrir eldsneyti og þegar ég kaupi eldsneyti býð ég einhverjum á næstu dælu líka afslátt. Í skólanum læt ég stundum klippa tvisvar af kaffikortinu og þá fær næsti á eftir mér óvænt frían kaffibolla. Innan fjölskyldunnar ganga notuð föt á milli manna auk þess sem við gefum föt og skó af okkur til Fjölskylduhjálpar. Ég hef hjálpað ókunnugu fólki að snúa fjárhag sínum, þótt lítill sé, úr óreiðu í skipulag. Ég hef verið sjálfboðaliði í Virkjun og líka staðið vaktir í Dagsetri Hjálpræðishersins. Ef við skoðum umhverfi okkar og daglegt líf getum við fundið fjöldann allan af litlum gjöfum og stuðningi til að gefa öðrum. Bæði innan fjölskyldunnar og úti meðal ókunnugra í samfélaginu. Ég legg til að við hættum feluleiknum og sýndarmennskunni og hættum að skammast okkar fyrir aðstæðurnar. Hættum að hugsa að annarra líf komi okkur ekki við. Stærstu vandamál íbúa Suðurnesja eru ekki persónuleg heldur verkefni handa samfélaginu í heild. Fjölskyldur, vinir og jafnvel ókunnugir vilja styðja hvert annað. Ég held það sé bara enginn að segja það upphátt.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun