Bakari hengdur fyrir smið Róbert Hlöðversson skrifar 15. febrúar 2011 16:49 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) var stödd hér á landi fyrir skömmu til að fylgjast með því hvernig íslensk stjórnvöld uppfylltu kröfur EES-samningsins varðandi eftirlit með framleiðslu sjávarafurða. Í skýrslu ESA sem finna má á vef Matvælastofnunar (www.mast.is) kemur fram að stofnunin telur eftirlit með framleiðslu nsjávarafurða hér á landi ófullnægjandi. Þó að það sé ljóst að ábyrgðin á framkvæmd eftirlitsins sé alfarið í höndum Matvælastofnunar (Mast) og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélagana (Hes) virðist ESA telja að varpa beri hluta ábyrgðarinnar á faggiltar skoðunarstofur, sem annast hafa framkvæmd eftirlitsins fyrir hönd stjórnvaldsins síðan árið 1993. Gagnrýni ESA á skoðunarstofurnar tekur aðallega til tveggja neðangreindra atriða. Faggiltar skoðunarstofur ekki óháður eftirlitsaðili ESA telur faggiltar skoðunarstofur ekki óháða eftirlitsaðila þar sem þær þiggja greiðslur frá eftirlitsþega fyrir þjónustu sína. Þessi afstaða ESA hefur lengi legið fyrir og byggir á vanþekkingu stofnunarinnar á faggiltri skoðunarstarfsemi. Faggildingu er fyrst og fremst ætlað að tryggja hlutleysi og hæfni skoðunaraðilans. Í þessum tilgangi er þess krafist að engin eignartengsl séu á milli skoðunarstofunnar og eftirlitsþegans. Skoðunarstofunni er skylt að vinna eftir skriflegu gæðakerfi þar sem allir verkferlar eru skilgreindir, eftirlitskerfi eru virk, hæfni starfsfólks tryggð með reglulegri endurmenntun og þjálfun auk þess sem bæði innri og ytri úttekt er gerð á starfseminni með reglubundnum hætti. Athyglisvert er að í skýrslu ESA eru einmitt gerðar alvarlegar athugasemdir við því að þessi atriði séu ekki í lagi hjá eftirlitsstjórnvöldum. Hvað hlutleysi eftirlitsaðilans varðar er gott að skoða hvernig því er háttað hjá Hes, sem nú á að taka við hluta eftirlitsins með fiskvinnslum af skoðunarstofunum. Hes er rekið með framlagi frá sveitarfélögunum og þjónustugjöldum frá eftirlitsþegum, sem þar með greiða Hes beint fyrir sína þjónustu. Sveitarfélögin eiga og reka ýmsar stofnanir og fyrirtæki sem þeirra eigin eftirlitsaðili (Hes) hefur eftirlit með. Má þar nefna sorpbrennslustöðvar, sem nú eru í umræðunni vegna dioxiðmengunar. Hvernig ESA getur talið Hes hlutlausan eftirlitsaðila, en ekki faggiltar skoðunarstofur, hlýtur að stafa af vanþekkingu á faggildri skoðunarstarfsemi og ofurtrú á hæfni og hlutleysi opinberra eftirlitsaðila. Skoðanir ekki tilkynntar til Mast Ein af athugasemdum ESA er að skoðunarstofurnar tilkynni ekki skoðanir og eða annmarka til Mast og því geti stofnunin ekki gert sér fulla grein fyrir ástandi fiskvinnslufyrirtækjanna. Allar skoðunarskýrslur sem skoðunarstofurnar gera eru sendar Mast á tölvutæku formi einu sinni í viku. Allar skoðunarskýrslur þar sem fram koma alvarlegar athugasemdir eru auk þess sendar samdægus á faxi. Í gæðakerfi skoðunastofana eru sérstök eftirlitskerfi sem fylgjast með að þessu verklagi sé framfylgt. Öll þessi atriði eru rekjanleg mörg ár aftur í tímann. ESA leitaði ekki eftir þessum upplýsingum hjá skoðunarstofunum og virðist því hafa treyst á að gagnagrunnur Mast gæfi réttar upplýsingar um þessi atriði. Hvort áreiðanleiki þeirra upplýsinga hafi verið kannaður af ESA kemur ekki fram í skýrslunni né heldur hvaða atriði það voru sem skoðunarstofurnar tilkynntu ekki til Mast. Að lokum ber að geta þess að Matvælastofnun hefur ákveðið að nýta sér ekki lengur ákvæði laga, sem heimilar útvistun eftirlitsverkefnum til faggiltra skoðunarstofa. Skoðunarstofum í sjávarútvegi er því gert að hætta starfsemi þann 1. mars n.k. en þá verður framkvæmd eftirlitsins flutt til opinbera aðila á ný. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort ESA meti ástandið í þessum málum betra eftir þá kerfisbreytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) var stödd hér á landi fyrir skömmu til að fylgjast með því hvernig íslensk stjórnvöld uppfylltu kröfur EES-samningsins varðandi eftirlit með framleiðslu sjávarafurða. Í skýrslu ESA sem finna má á vef Matvælastofnunar (www.mast.is) kemur fram að stofnunin telur eftirlit með framleiðslu nsjávarafurða hér á landi ófullnægjandi. Þó að það sé ljóst að ábyrgðin á framkvæmd eftirlitsins sé alfarið í höndum Matvælastofnunar (Mast) og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélagana (Hes) virðist ESA telja að varpa beri hluta ábyrgðarinnar á faggiltar skoðunarstofur, sem annast hafa framkvæmd eftirlitsins fyrir hönd stjórnvaldsins síðan árið 1993. Gagnrýni ESA á skoðunarstofurnar tekur aðallega til tveggja neðangreindra atriða. Faggiltar skoðunarstofur ekki óháður eftirlitsaðili ESA telur faggiltar skoðunarstofur ekki óháða eftirlitsaðila þar sem þær þiggja greiðslur frá eftirlitsþega fyrir þjónustu sína. Þessi afstaða ESA hefur lengi legið fyrir og byggir á vanþekkingu stofnunarinnar á faggiltri skoðunarstarfsemi. Faggildingu er fyrst og fremst ætlað að tryggja hlutleysi og hæfni skoðunaraðilans. Í þessum tilgangi er þess krafist að engin eignartengsl séu á milli skoðunarstofunnar og eftirlitsþegans. Skoðunarstofunni er skylt að vinna eftir skriflegu gæðakerfi þar sem allir verkferlar eru skilgreindir, eftirlitskerfi eru virk, hæfni starfsfólks tryggð með reglulegri endurmenntun og þjálfun auk þess sem bæði innri og ytri úttekt er gerð á starfseminni með reglubundnum hætti. Athyglisvert er að í skýrslu ESA eru einmitt gerðar alvarlegar athugasemdir við því að þessi atriði séu ekki í lagi hjá eftirlitsstjórnvöldum. Hvað hlutleysi eftirlitsaðilans varðar er gott að skoða hvernig því er háttað hjá Hes, sem nú á að taka við hluta eftirlitsins með fiskvinnslum af skoðunarstofunum. Hes er rekið með framlagi frá sveitarfélögunum og þjónustugjöldum frá eftirlitsþegum, sem þar með greiða Hes beint fyrir sína þjónustu. Sveitarfélögin eiga og reka ýmsar stofnanir og fyrirtæki sem þeirra eigin eftirlitsaðili (Hes) hefur eftirlit með. Má þar nefna sorpbrennslustöðvar, sem nú eru í umræðunni vegna dioxiðmengunar. Hvernig ESA getur talið Hes hlutlausan eftirlitsaðila, en ekki faggiltar skoðunarstofur, hlýtur að stafa af vanþekkingu á faggildri skoðunarstarfsemi og ofurtrú á hæfni og hlutleysi opinberra eftirlitsaðila. Skoðanir ekki tilkynntar til Mast Ein af athugasemdum ESA er að skoðunarstofurnar tilkynni ekki skoðanir og eða annmarka til Mast og því geti stofnunin ekki gert sér fulla grein fyrir ástandi fiskvinnslufyrirtækjanna. Allar skoðunarskýrslur sem skoðunarstofurnar gera eru sendar Mast á tölvutæku formi einu sinni í viku. Allar skoðunarskýrslur þar sem fram koma alvarlegar athugasemdir eru auk þess sendar samdægus á faxi. Í gæðakerfi skoðunastofana eru sérstök eftirlitskerfi sem fylgjast með að þessu verklagi sé framfylgt. Öll þessi atriði eru rekjanleg mörg ár aftur í tímann. ESA leitaði ekki eftir þessum upplýsingum hjá skoðunarstofunum og virðist því hafa treyst á að gagnagrunnur Mast gæfi réttar upplýsingar um þessi atriði. Hvort áreiðanleiki þeirra upplýsinga hafi verið kannaður af ESA kemur ekki fram í skýrslunni né heldur hvaða atriði það voru sem skoðunarstofurnar tilkynntu ekki til Mast. Að lokum ber að geta þess að Matvælastofnun hefur ákveðið að nýta sér ekki lengur ákvæði laga, sem heimilar útvistun eftirlitsverkefnum til faggiltra skoðunarstofa. Skoðunarstofum í sjávarútvegi er því gert að hætta starfsemi þann 1. mars n.k. en þá verður framkvæmd eftirlitsins flutt til opinbera aðila á ný. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort ESA meti ástandið í þessum málum betra eftir þá kerfisbreytingu.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun