Atvinnustefnu til framtíðar Kristinn Örn Jóhannesson skrifar 29. mars 2011 06:00 Á árunum fyrir hrun var atvinnuvinnuleysi lítið – sem betur fer. Þótt orsakir atvinnuleysisins nú megi rekja til kreppunar má líka færa rök fyrir því að atvinnuleysi hafi verið hér dulbúið um árabil. Sveiflum í atvinnustigi höfum við mætt með gengisfellingum og launalækkunum. Því miður er atvinnulíf hér í reynd tiltölulega fábreytt. Við höfum reitt okkur um of á fáar en stórar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Sjávarútvegurinn skilar um 40-50% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar en nýtir aðeins um 5% mannaflans. Aflabrögð og verð á sjávarafurðum hefur því gríðarleg áhrif á efnahagslífi.HeróínhagkerfiðStjórnvöld hafa mætt þessu á markvissan en óheppilegan hátt með uppbyggingu orkufreks iðnaðar sem hefur kallað á mannaflsfrekar framkvæmdir í stuttan tíma með tilheyrandi efnahagssveiflum, örum en óstöðugum hagvexti. Lokum slíkra stórframkvæmda fylgir efnahagssamdráttur. Einatt hefur honum verið mætt með frekari stórframkvæmdum, oft á kostnað náttúrunnar. Þetta kalla ég „Heróínhagkerfi" því þegar fráhvarfseinkennin koma fram í hægari hagvexti þarf nýjan skammt framkvæmda. Hagrænum „vellíðunarskammti" er sprautað í æðar hagkerfisins. Hér er skammtímahugsunin ráðandi, ekki hugsað um efnahagslega heilsu til langs tíma. Þessu þarf að breyta. Líklega er aldrei betra tækifæri en nú – og vissulega aldrei meiri þörf. Nú þarf að skilgreina og ákveða atvinnustefnu til framtíðar með fjölbreyttum störfum í fjölþjóðlegu umhverfi. Ísland er eyland í eiginlegum skilningi en í efnahagslegum skilning er landið hluti af alþjóðlegu efnahagskerfi. Í því felast í senn ógnanir og tækifæri. Því fjölbreyttari sem störfin verða því minni verður áhætta þjóðarinnar. Þannig er hægt að draga úr vægi einstakra atvinnugreina og þar með þeim landlægu efnahagssveiflum sem við höfum búið við.Menntun er fjárfesting ekki kostnaðurEn atvinnustefna til framtíðar ein og sér er ekki nóg. Lærum af vinum okkar Finnum. Í kjölfar gríðarlegs efnahagshruns á níunda áratug síðustu aldar skilgreindu þeir og og bjuggu sér til skarpa framtíðarsýn í atvinnumálum byggða á „upplýsingatækni". Atvinnulíf Finna varð betra og stöðugra. Hins vegar ráku menn sig á að ekki var til „rétt menntaða" fólkið í nýju störfin. Ekki hafði verið hugsað til þess að menntastefnan fylgdi framtíðarsýninni í atvinnumálum. Þetta þurfum við að hafa í huga. Stefna í atvinnumálum og stefna í menntamálum verða að fylgjast að. Við þurfum að horfa á menntun sem langtímafjárfestingu í atvinnulífinu en ekki rekstrarkostnað hins opinbera. Fjárfestum í menntun fyrir atvinnulíf framtíðar. Gerum núverandi kerfi atvinnuleysisbóta og Lánasjóðs námsmanna sveigjanlegri, samhæfðari, búum okkur til vænlega framtíð. En núna strax í dag þurfum við að bæta í frekar en að skera niður í fullorðinsfræðslu, kvöldskólum og atvinnutengdu námi og námsskeiðum. Við þurfum að virkja þá óvirku, hvetja og skapa þeim og okkur öllum framtíðarsýn. Framtíðarsýn byggða á menntun við hæfi einstaklinga fyrir atvinnulífið – fyrir heildina. Stéttarfélög eins og VR geta þarna lagt hönd á plóg. Allt þarf að skoða með opnum hug. Atvinnustefna framtíðarinnar er byggð á menntastefnu samtímans. Vinnum saman – þá vinna allir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun var atvinnuvinnuleysi lítið – sem betur fer. Þótt orsakir atvinnuleysisins nú megi rekja til kreppunar má líka færa rök fyrir því að atvinnuleysi hafi verið hér dulbúið um árabil. Sveiflum í atvinnustigi höfum við mætt með gengisfellingum og launalækkunum. Því miður er atvinnulíf hér í reynd tiltölulega fábreytt. Við höfum reitt okkur um of á fáar en stórar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Sjávarútvegurinn skilar um 40-50% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar en nýtir aðeins um 5% mannaflans. Aflabrögð og verð á sjávarafurðum hefur því gríðarleg áhrif á efnahagslífi.HeróínhagkerfiðStjórnvöld hafa mætt þessu á markvissan en óheppilegan hátt með uppbyggingu orkufreks iðnaðar sem hefur kallað á mannaflsfrekar framkvæmdir í stuttan tíma með tilheyrandi efnahagssveiflum, örum en óstöðugum hagvexti. Lokum slíkra stórframkvæmda fylgir efnahagssamdráttur. Einatt hefur honum verið mætt með frekari stórframkvæmdum, oft á kostnað náttúrunnar. Þetta kalla ég „Heróínhagkerfi" því þegar fráhvarfseinkennin koma fram í hægari hagvexti þarf nýjan skammt framkvæmda. Hagrænum „vellíðunarskammti" er sprautað í æðar hagkerfisins. Hér er skammtímahugsunin ráðandi, ekki hugsað um efnahagslega heilsu til langs tíma. Þessu þarf að breyta. Líklega er aldrei betra tækifæri en nú – og vissulega aldrei meiri þörf. Nú þarf að skilgreina og ákveða atvinnustefnu til framtíðar með fjölbreyttum störfum í fjölþjóðlegu umhverfi. Ísland er eyland í eiginlegum skilningi en í efnahagslegum skilning er landið hluti af alþjóðlegu efnahagskerfi. Í því felast í senn ógnanir og tækifæri. Því fjölbreyttari sem störfin verða því minni verður áhætta þjóðarinnar. Þannig er hægt að draga úr vægi einstakra atvinnugreina og þar með þeim landlægu efnahagssveiflum sem við höfum búið við.Menntun er fjárfesting ekki kostnaðurEn atvinnustefna til framtíðar ein og sér er ekki nóg. Lærum af vinum okkar Finnum. Í kjölfar gríðarlegs efnahagshruns á níunda áratug síðustu aldar skilgreindu þeir og og bjuggu sér til skarpa framtíðarsýn í atvinnumálum byggða á „upplýsingatækni". Atvinnulíf Finna varð betra og stöðugra. Hins vegar ráku menn sig á að ekki var til „rétt menntaða" fólkið í nýju störfin. Ekki hafði verið hugsað til þess að menntastefnan fylgdi framtíðarsýninni í atvinnumálum. Þetta þurfum við að hafa í huga. Stefna í atvinnumálum og stefna í menntamálum verða að fylgjast að. Við þurfum að horfa á menntun sem langtímafjárfestingu í atvinnulífinu en ekki rekstrarkostnað hins opinbera. Fjárfestum í menntun fyrir atvinnulíf framtíðar. Gerum núverandi kerfi atvinnuleysisbóta og Lánasjóðs námsmanna sveigjanlegri, samhæfðari, búum okkur til vænlega framtíð. En núna strax í dag þurfum við að bæta í frekar en að skera niður í fullorðinsfræðslu, kvöldskólum og atvinnutengdu námi og námsskeiðum. Við þurfum að virkja þá óvirku, hvetja og skapa þeim og okkur öllum framtíðarsýn. Framtíðarsýn byggða á menntun við hæfi einstaklinga fyrir atvinnulífið – fyrir heildina. Stéttarfélög eins og VR geta þarna lagt hönd á plóg. Allt þarf að skoða með opnum hug. Atvinnustefna framtíðarinnar er byggð á menntastefnu samtímans. Vinnum saman – þá vinna allir.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar