Handbolti

Þórir hafði betur gegn Degi og Alexander

Þórir Ólafsson
Þórir Ólafsson Mynd/Stefán
Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Vive Targi Kielce skelltu þýska stórliðinu Füchse Berlin 32-29 í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Þórir skoraði fjögur mörk fyrir Kielce og Alexander 6 fyrir Füchse Berlin. Dagur Sigurðsson þjálfar þýska liðið.

Með sigrinum á Kielce ennþá von um að komast upp úr riðlinum en pólska liðið er í fimmta sæti, stigi á eftir Füchse Berlin og Chekhovskie Medvedi en fjögur lið komast úr riðlinum í 16 liða úrslit. Þrjár umferðir eru eftir af riðlakeppninni.

Ivan Nincevic var markahæstur hjá Füchse Berlin með átta mörk og þeir Alexander Peterson og Sven Sörn Christophersen skoruðu sex mörk hvor. Rastko Stojkovic skoraði mest fyrir Kielce eða sex mörk, Denis Buntic skoraði fimm mörk og þeir Þórir Ólafsson og Uros Zorman fjögur mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×