Erlent

Ekki hryðjuverkamenn að verki heldur afbrýðisöm eiginkona

Hjónin hamingjusömu
Hjónin hamingjusömu mynd/CASCADE
Búðir voru rýmdar og fólk flutt á brott í bænum Sutton í  Surrey á Englandi þegar lögreglumenn rannsökuðu torkennilegan undir kyrrstæðum bíl. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð á staðinn. Stuttu seinna kom í ljós að ekki var um sprengju að ræða heldur GPS eltibúnað. Kindarleg eiginkona lýsti yfir ábyrgð.

Mikið neyðarástand skapaðist vegna kassans sem fannst undir rándýrum sportbíl. Lögreglumenn önduðu þó léttar þegar öfundsjúk eiginkona steig fram og lýsti yfir ábyrgð á eltibúnaðinum.

Hana grunaði að eiginmaður sinn, viðskiptajöfurinn William Sachiti, héldi framhjá sér. Hún réð einkaspæjara og bað þá um að koma eltibúnaði fyrir í bílnum.

Það vakti furðu að öfundsjúka eiginkonan væri virtur krabbameinssérfræðingur, dr. Diletta Bianchini.

Sachiti tók eftir búnaðinum þegar hann fór með bílinn í þvott. Hann hljóp til lögreglunnar og sagði þeim frá undarlega kassanum.

Þegar Diletta frétti af hamaganginum tjáði hún lögreglunni að hún hefði komið honum fyrir.

Sachiti segist aldrei hafa haldið framhjá eiginkonu sinni. Ekkert er vitað um framtíð hjónabandsins en sagan mun eflaust lifa góðu lífi á ættarmótum um ókomin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×