Til varnar rafmagnsvespum Einar Birgisson skrifar 12. júlí 2011 06:00 Það voru alvarleg mistök hjá löggjafanum að leyfa notkun rafmagnsvespna fyrir þá sem eru undir 15 ára. Þetta eru engin barnaverkfæri og ætti að banna þetta sem fyrst. Þeir sem hafa almenn ökuréttindi ættu að mega vera á rafmagnsvespum á götum sem hafa 30 km hámarkshraða en annars á gangstéttum og göngustígum. Ekki veit ég hvað gera á við aldurshópinn frá 15 til 17 ára eða þá sem ekki hafa ökuréttindi. Það þarf sérreglur fyrir þá sem hafa ökuréttindi og svo fyrir hina. Það er ekki hægt að setja fullorðið fólk með ökuréttindi í sama flokk og unglinga. Að banna fólki með ökuréttindi að fara um á rafmagnsvespum á götum með 30 km hámarkshraða heldur engu vatni og verður aldrei farið eftir né hægt að framfylgja því. Fulltrúar Umferðarstofu hafa ákveðið að fara hamförum í forræðishyggjunni og finnst 25 km hraði á vespum of mikill. Það brunar nú fólk um á reiðhjólum á 30-50 km hraða út um allt. Það er enginn búnaður á bílum eða mótorhjólum sem takmarkar hraða þessara farartækja þó hámarkshraði sé lágur á þjóðvegum landsins. Mörg mótorhjól og bílar komast í 200-300 km hraða og enginn hefur áhyggjur af því. Tryggingafélögin sjá sér leik á borði við að tryggja rafmagnsvespurnar og blása upp hættuna af þeim sem væru þetta hættulegustu ökutæki landsins. Þau berja í trommur með Umferðarstofu og ýkja hættuna. Til stendur hjá þeim að okra á vespueigendum sem eiga samt að hokra eftir gangstéttum á væntanlega 15-20 km hraða hið mesta sem er svipaður hraði og á rafmagnshjólastól. Ég á sjálfur rafmagnsvespu og löggjafinn ætlast til að ég sem er fullorðinn maður með öll ökuréttindi og réttindi á stór mótorhjól silist um á gangstéttum þegar krakkar bruna um göturnar á reiðhjólum. Fulltrúi eins tryggingafélags talaði um það í sjónvarpinu að þar á bæ hefðu menn miklar áhyggjur af mögulegum alvarlegum slysum því vespurnar komast í 25 km hraða. Þetta hljómar eins og brandari. Ég hvet löggjafann til að hlusta ekki á áróðurskórinn sem hefur samstillt strengi sína. Það væri þó í lagi að hafa einhverja tryggingu á rafmagnsvespum, en hætta er á að tryggingafélög ætli sér að okra þarna og má þegar heyra tóninn frá þeim. Það er talað um að 60 kg vespa með 60 kg ökumanni á 25 km hraða geti valdið gríðarlegu tjóni og hér sé svo mikil vá fyrir dyrum að liggur við að þurfi að kalla Alþingi saman. Þarna er um að ræða 120 kg á 25 km hraða, en margir hjólreiðamenn eru í 100 kg klassanum og hjólin um 20 kg og þeir fara um á 40-50 km hraða og valda því meira höggi. Enginn hefur áhyggjur af því og þó er vespan miklu öruggara farartæki sem hefur spegla, ljós og góðar bremsur. Ef rafmagnsvespur verða gerðar skráningarskyldar og tryggðar þá liggur beinast við að breyta rafbúnaði þannig að þær komist í um 35-40 km hraða og hafi leyfi til að aka á götum sem hafa 30 km hámarkshraða svo framarlega sem ökumenn hafi almenn ökuréttindi. Ég hvet þá sem vilja auka framgang umhverfisvæns ferðamáta að standa vörð gegn forræðishyggjunni og væntanlegu einelti sem verið er að undirbúa á hendur rafmagnsvespueigendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það voru alvarleg mistök hjá löggjafanum að leyfa notkun rafmagnsvespna fyrir þá sem eru undir 15 ára. Þetta eru engin barnaverkfæri og ætti að banna þetta sem fyrst. Þeir sem hafa almenn ökuréttindi ættu að mega vera á rafmagnsvespum á götum sem hafa 30 km hámarkshraða en annars á gangstéttum og göngustígum. Ekki veit ég hvað gera á við aldurshópinn frá 15 til 17 ára eða þá sem ekki hafa ökuréttindi. Það þarf sérreglur fyrir þá sem hafa ökuréttindi og svo fyrir hina. Það er ekki hægt að setja fullorðið fólk með ökuréttindi í sama flokk og unglinga. Að banna fólki með ökuréttindi að fara um á rafmagnsvespum á götum með 30 km hámarkshraða heldur engu vatni og verður aldrei farið eftir né hægt að framfylgja því. Fulltrúar Umferðarstofu hafa ákveðið að fara hamförum í forræðishyggjunni og finnst 25 km hraði á vespum of mikill. Það brunar nú fólk um á reiðhjólum á 30-50 km hraða út um allt. Það er enginn búnaður á bílum eða mótorhjólum sem takmarkar hraða þessara farartækja þó hámarkshraði sé lágur á þjóðvegum landsins. Mörg mótorhjól og bílar komast í 200-300 km hraða og enginn hefur áhyggjur af því. Tryggingafélögin sjá sér leik á borði við að tryggja rafmagnsvespurnar og blása upp hættuna af þeim sem væru þetta hættulegustu ökutæki landsins. Þau berja í trommur með Umferðarstofu og ýkja hættuna. Til stendur hjá þeim að okra á vespueigendum sem eiga samt að hokra eftir gangstéttum á væntanlega 15-20 km hraða hið mesta sem er svipaður hraði og á rafmagnshjólastól. Ég á sjálfur rafmagnsvespu og löggjafinn ætlast til að ég sem er fullorðinn maður með öll ökuréttindi og réttindi á stór mótorhjól silist um á gangstéttum þegar krakkar bruna um göturnar á reiðhjólum. Fulltrúi eins tryggingafélags talaði um það í sjónvarpinu að þar á bæ hefðu menn miklar áhyggjur af mögulegum alvarlegum slysum því vespurnar komast í 25 km hraða. Þetta hljómar eins og brandari. Ég hvet löggjafann til að hlusta ekki á áróðurskórinn sem hefur samstillt strengi sína. Það væri þó í lagi að hafa einhverja tryggingu á rafmagnsvespum, en hætta er á að tryggingafélög ætli sér að okra þarna og má þegar heyra tóninn frá þeim. Það er talað um að 60 kg vespa með 60 kg ökumanni á 25 km hraða geti valdið gríðarlegu tjóni og hér sé svo mikil vá fyrir dyrum að liggur við að þurfi að kalla Alþingi saman. Þarna er um að ræða 120 kg á 25 km hraða, en margir hjólreiðamenn eru í 100 kg klassanum og hjólin um 20 kg og þeir fara um á 40-50 km hraða og valda því meira höggi. Enginn hefur áhyggjur af því og þó er vespan miklu öruggara farartæki sem hefur spegla, ljós og góðar bremsur. Ef rafmagnsvespur verða gerðar skráningarskyldar og tryggðar þá liggur beinast við að breyta rafbúnaði þannig að þær komist í um 35-40 km hraða og hafi leyfi til að aka á götum sem hafa 30 km hámarkshraða svo framarlega sem ökumenn hafi almenn ökuréttindi. Ég hvet þá sem vilja auka framgang umhverfisvæns ferðamáta að standa vörð gegn forræðishyggjunni og væntanlegu einelti sem verið er að undirbúa á hendur rafmagnsvespueigendum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar