Dulmálsskeyti þýtt eftir 147 ár Óli Tynes skrifar 3. janúar 2011 14:23 Skeytið í flöskunni. Dulmálssérfræðingur bandarísku leyniþjónustunnar hjálpaði safnstjóra í Richmond í Virginíu að þýða dulmálsskeyti sem hershöfðingi nokkur sendi starfsbróður sínum árið 1863 í bandaríska borgarastríðinu. Örlítil glerflaska með skeytinu hefur verið í Suðurríkjasafninu (Museum of the Confederacy) í Richmond frá árinu 1896. Í henni var 38 cal. byssukúla og bréfmiði sem saumþræði hafði verið vafið utan um. Engum hafði dottið í hug að opna flöskuna og reyna að lesa á miðann þartil nýr safnstjóri rak augun í hana. Borðuðu hunda og ketti Catherine M. Wright fékk dulmálssérfræðing til liðs við sig og hann þýddi skeytið. Skeytið var dagsett 4. júlí 1863. Það er frá hershöfðingjanum John G. Walker til hershöfðingjans Johns C. Pemberton. Pemberton stjórnaði þá vörum í borginni Vicksburg í Missisippi sem her norðurríkjamanna sat um. Umsátrið stóð í sex vikur og ástandið í borginni var skelfilegt. Íbúarnir lögðu sér hunda, ketti og leður til munns. Súpur voru gerðar úr lími fyrir veggfóður. Í skeytinu segir Walker við Pemberton að hann geti enga aðstoð veitt. Hann hafi hvorki nógu marga hermenn né búnað sem þurfi til að létta umsátrinu og heldur enga leið til þess að koma hermönnum sínum yfir Missisippi fljótið. Það hafði engin áhrif á gang stríðsins að skeytið skyldi ekki berast. Pemberton gafst loks upp 4. júlí, sama dag og skeytið var dagsett. Neituðu að fagna þjóðhátíðardeginum Íbúar Vicksburg voru svo mæddir eftir umsátrið að í áttatíu ár neituðu þeir að halda fjórða júlí hátíðlegan. Þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Ástæðan fyrir byssukúlunni í flöskunni litlu er talin vera sú að sendiboðinn hafi átt að fleygja henni í Missisippi fljót, ef norðurríkjamenn yrðu á vegi hans. Kúlan hefði sökkt flöskunni til botns. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Dulmálssérfræðingur bandarísku leyniþjónustunnar hjálpaði safnstjóra í Richmond í Virginíu að þýða dulmálsskeyti sem hershöfðingi nokkur sendi starfsbróður sínum árið 1863 í bandaríska borgarastríðinu. Örlítil glerflaska með skeytinu hefur verið í Suðurríkjasafninu (Museum of the Confederacy) í Richmond frá árinu 1896. Í henni var 38 cal. byssukúla og bréfmiði sem saumþræði hafði verið vafið utan um. Engum hafði dottið í hug að opna flöskuna og reyna að lesa á miðann þartil nýr safnstjóri rak augun í hana. Borðuðu hunda og ketti Catherine M. Wright fékk dulmálssérfræðing til liðs við sig og hann þýddi skeytið. Skeytið var dagsett 4. júlí 1863. Það er frá hershöfðingjanum John G. Walker til hershöfðingjans Johns C. Pemberton. Pemberton stjórnaði þá vörum í borginni Vicksburg í Missisippi sem her norðurríkjamanna sat um. Umsátrið stóð í sex vikur og ástandið í borginni var skelfilegt. Íbúarnir lögðu sér hunda, ketti og leður til munns. Súpur voru gerðar úr lími fyrir veggfóður. Í skeytinu segir Walker við Pemberton að hann geti enga aðstoð veitt. Hann hafi hvorki nógu marga hermenn né búnað sem þurfi til að létta umsátrinu og heldur enga leið til þess að koma hermönnum sínum yfir Missisippi fljótið. Það hafði engin áhrif á gang stríðsins að skeytið skyldi ekki berast. Pemberton gafst loks upp 4. júlí, sama dag og skeytið var dagsett. Neituðu að fagna þjóðhátíðardeginum Íbúar Vicksburg voru svo mæddir eftir umsátrið að í áttatíu ár neituðu þeir að halda fjórða júlí hátíðlegan. Þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Ástæðan fyrir byssukúlunni í flöskunni litlu er talin vera sú að sendiboðinn hafi átt að fleygja henni í Missisippi fljót, ef norðurríkjamenn yrðu á vegi hans. Kúlan hefði sökkt flöskunni til botns.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“