Skoðun

Um olíu og bændur

Sigríður E. Sveinsdóttir skrifar
Nú heyrist frá ýmsum mönnum, sem vilja láta taka mark á sér, að bændur vaði í villu og svíma þegar þeir tala um að íslenzkur landbúnaður veiti þjóðinni fæðuöryggi. Ekki nóg með það heldur er fólki talin trú um að þeir séu afætur á þjóðinni. Og stóra trompið núna er sú speki að hætti olía að berast til landsins sé úti um íslenzkan landbúnað og látið að því liggja að farið hafi fé betra.

Já annars, vel að merkja, ef olía hættir að berast hingað til landsins, ætli ýmsir fleiri fái þá ekki að kenna á því? Hvað með íslenzkan sjávarútveg og hvað með alla bíleigendur og samgöngur? Þá þyrftu nú menn að byrja að reikna upp á nýtt.

Við lifum á öld olíunnar, sem hefur gert kraftaverk, og gert líf núverandi kynslóðar að ævintýri.

En ætli megi ekki segja að vegferð mannkynsins hafi verið mörkuð ýmist meðbyr eða mótbyr.

Og nú virðist vera komin blika við sjónarrönd, þ.e.a.s. þverrandi olíulindir.

En það er fánýtt að halda því fram að sá skortur hitti einungis bændur fyrir.




Skoðun

Sjá meira


×