Erlent

Gammar flæktu málin í háloftunum - magnað myndband

Rússneski svifvængjaflugmaðurinn Paravoffka komst heldur betur í hann krapann á dögunum þegar hann var að svífa um Himalayafjöllinn á Indlandi. Þar sem hann sveif um í rólegheitunum koma tveir stærðarinnar gammar á fullri ferð í átt að honum.

Annar þeirra flækist rækilega í böndum svifvængsins og um tíma lítur út fyrir að þetta sé þeirra síðasta stund. Flugmanninum tekst þó með naumindum að nota varafallhlíf sína og lenda nokkuð mjúklega í skógi vaxinni hlíð. Þá tekur ekki betra við þegar hann reynir að losa fuglinn úr flækjunni.

Hann sparar ekki stóru orðin eins og sést í myndbandinu og húðskammar gamminn fyrir að virða ekki umferðarreglur háloftana. Allt fer þó vel að lokum og gammur flýgur á vit nýrra ævintýra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×