Erlent

Norðmenn vilja út úr EES

Frá Osló.
Frá Osló.
Rúmlega helmingur Norðmanna myndi vilja að Noregur segði skilið við Evrópska efnahagssvæðið, að því tilskildu reyndar að í staðinn fengist viðunandi tvíhliða fríverslunarsamningur við ESB.

Einn af hverjum fimm myndi þó vilja halda í samninginn um EES, jafnvel þótt tvíhliða samningur væri í boði. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar, sem samtök norskra ESB-andstæðinga, Nei til EU, létu gera. -gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×