Woods hefur tekið forystu í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2011 09:00 Tiger Woods horfir á eftir boltanum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Woods lék í gær á 67 höggum, fimm höggum undir pari vallarins. Samtals er hann á níu höggum undir pari og hefur eins höggs forystu á næsta mann. Woods hefur aldrei spilað betur tvo daga í röð á þessu ári. Þetta er einnig í fyrsta sinn á þessu ári sem hann er í forystu á móti á milli keppnisdaga og í fyrsta sinn í tvö ár á jafn sterku móti. „Ég spilaði virkilega vel,“ sagði Woods. „Þó svo að ég hafi spilað á fimm höggum undir pari fannst mér að ég hefði jafnvel getað skilað mér í hús á 8-9 höggum undir pari.“ Í öðru sæti er heimamaðurinn Peter O'Malley sem lék á 66 höggum í gær. Jason Day, sem var í sama holli og Woods, er í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Tiger. Þrátt fyrir að Woods spilaði vel í gær missti hann engu að síður af fuglum á 11. og 17. holu, sem báðar eru par fimm, auk þess sem hann missti rúmlega þriggja metra pútt fyrir erni á 14. holu. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Woods lék í gær á 67 höggum, fimm höggum undir pari vallarins. Samtals er hann á níu höggum undir pari og hefur eins höggs forystu á næsta mann. Woods hefur aldrei spilað betur tvo daga í röð á þessu ári. Þetta er einnig í fyrsta sinn á þessu ári sem hann er í forystu á móti á milli keppnisdaga og í fyrsta sinn í tvö ár á jafn sterku móti. „Ég spilaði virkilega vel,“ sagði Woods. „Þó svo að ég hafi spilað á fimm höggum undir pari fannst mér að ég hefði jafnvel getað skilað mér í hús á 8-9 höggum undir pari.“ Í öðru sæti er heimamaðurinn Peter O'Malley sem lék á 66 höggum í gær. Jason Day, sem var í sama holli og Woods, er í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Tiger. Þrátt fyrir að Woods spilaði vel í gær missti hann engu að síður af fuglum á 11. og 17. holu, sem báðar eru par fimm, auk þess sem hann missti rúmlega þriggja metra pútt fyrir erni á 14. holu.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira