Erlent

Storberget segir af sér í Noregi

Mynd/AFP
Dómsmálaráðherra Noregs, Knut Storberget, hefur sagt af sér. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs staðfesti þetta í dag á blaðamannafundi. Greta Faremo mun taka við embættinu. Stoltenberg segir það hafa legið fyrir í nokkurn tíma að Storberget myndi segja af sér enda fylgi mikið álag embættinu.

Ráðherrann hafði ráðgert að hætta í starfinu eftir síðustu sveitarstjórnakosningar en hryðjuverkaárásirnar í Osló og í Útey settu strik í reikninginn og frestuðu ákvörðun hans.

Storberget var dómsmálaráðherra í sex ár og hefur aðeins einn dómsmálaráðherra setið lengur en hann. Storberget segist hafa áhuga á því að fara í framhaldsnám en hann mun einnig taka sæti á norska Stórþinginu á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×