Takmarkanir reykinga, Ísland og önnur lönd Sigríður Ólína Haraldsdóttir skrifar 21. desember 2011 06:00 Nýlega kom út rúmlega 700 síðna skýrsla á vegum bandaríska landlæknisembættisins um áhrif beinna og óbeinna reykinga á heilsu og líf einstaklinga (1). Þar eru niðurstöður vísindarannsókna dregnar saman og tekin af öll tvímæli um skaðsemi reykinga. Í ljós hefur komið að fyrsta sígarettan getur valdið stökkbreytingum í frumum sem síðar þróast í krabbamein. Nú á dögum er ekki deilt um áhættu vegna beinna og óbeinna reykinga. Það er sannað að þær eru heilsuspillandi, valda sjúkdómum og dauða. Lýðheilsusjónarmið eru höfð í huga þegar löggjafar ákveða takmarkanir á reykingum til varnar þeim sem ekki vilja anda að sér krabbameinsvaldandi, hættulegum reyk. Hagfræðileg sjónarmið eru einnig mikilvæg en kostnaður samfélagsins vegna reykinga er gríðarlegur. Hér á landi kosta reykingar samfélagið um 30 milljarða á ári. Bann við reykingum á veitingastöðum tók gildi þann 1. júní 2007 og var þá stigið stórt skref í tóbaksvörnum. Í þessari grein er reifuð staða tóbaksvarna erlendis til að varpa ljósi á hvar Íslendingar standa samanborið við aðra. Borgarstjórinn í New York, Michael Bloomberg, er ötull baráttumaður gegn reykingafaraldrinum. Í hans tíð hafa reykingar verið bannaðar á vinnustöðum, veitingastöðum, krám, í 1.700 almenningsgörðum, á baðströndum, göngustígum og á torgum við Times Square. Í Finnlandi tóku ný lög um tóbaksvarnir gildi 1. október 2010. Yfirlýst markmið laganna er að stöðva tóbaksnotkun í Finnlandi. Þau miða að því að stöðva nýliðun reykingafólks og að vernda aðra gegn tóbaksreyk. Þar er nú m.a. saknæmt að selja ungmennum tóbak og varðar það sektum. Endurtekin brot varða allt að 6 mánaða fangelsi. Húsfélög fjölbýlishúsa geta nú bannað reykingar á sameiginlegum svæðum utanhúss. Reykingar á hótelum verða bannaðar með öllu. Það verður ekki lengur leyfilegt að reykja fyrir utan skóla, þótt þar séu nemendur yfir 18 ára aldri. Í Póllandi er bannað að reykja í almenningsgörðum, í skólum, á veitingahúsum og krám. Í Vestur-Ástralíu er bannað að reykja á útikaffihúsum og í bílum þar sem einhver farþeganna er undir 17 ára aldri. Bannað er að reykja á leikvöllum og í 10 metra radíus frá þeim. Einnig er bannað að reykja á sérmerktum baðströndum. Brot gegn þessum lögum varða háum sektum. Í Skotlandi varðar það háum sektum að selja tóbak til ungmenna og einnig að kaupa tóbak fyrir ungmenni. Lögreglan getur, samkvæmt skoskum lögum, lagt hald á tóbak sem ungmenni undir 18 ára aldri hafa undir höndum á almannafæri. Þessi lög voru samþykkt með miklum meirihluta á skoska þinginu af meðlimum allra flokka, 108 þingmenn voru með lögunum, 15 á móti. Í Svíþjóð hafa margar borgir, bæir og sveitarfélög samþykkt að innleiða reyklausan vinnutíma. Markmiðið er að bæta heilsu starfsfólks. Í Svíþjóð hafa fjölmörg sjúkrahús sett það sem skilyrði fyrir bæklunaraðgerðum að einstaklingurinn sé hættur að reykja. Áhætta á fylgikvillum minnkar um helming hjá reykingafólki sem hættir að reykja fyrir aðgerðir (2). Rannsóknir sýna að reykingar í kvikmyndum hafa mikil áhrif bæði á ungmenni sem ekki reykja og þá sem reykja. Að sjá einhvern reykja kveikir reyklöngun hjá öðrum. Það er með ólíkindum hve mikið er reykt í íslenskum kvikmyndum og á leiksviði hérlendis. Þessar reykingar gefa ekki raunsanna mynd af tíðni reykinga hér á landi. Meira að segja augnlæknir er látinn reykja nánast stanslaust í nýlegri mynd en meðal lækna eru reykingar afar fátíðar. Mjög margir, sem ekki reykja, tala um að þetta fari í taugarnar á þeim, þeir hætta að fylgjast með framvindu myndarinnar og taka bara eftir reykingunum, sem þrátt fyrir allt eiga varla að vera aðalatriði myndarinnar. Hópur framsýnna þingkvenna lagði fram þingsályktunartillögu um tóbaksvarnir á Alþingi síðastliðið vor (3). Markmið þingsályktunartillögunnar er að stöðva nýliðun reykingafólks. Það er von okkar, sem vinnum við að reyna að hjálpa einstaklingum með reykingatengda sjúkdóma, að fleiri þingmenn sjái ljósið og styðji þessa framsæknu þingsályktunartillögu fólkinu í landinu til heilla. Það græðir enginn á tóbaki nema þeir sem framleiða það og selja og það er ljótur „bissness“ að græða á því að selja ávanabindandi, heilsuspillandi og deyðandi efni. Ekki er um að ræða frelsi einstaklingsins til að reykja, flestir sem reykja hafa byrjað sem börn og unglingar og þeir geta ekki hætt þar sem um er að ræða eitt mesta ávanabindandi efni sem til er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýlega kom út rúmlega 700 síðna skýrsla á vegum bandaríska landlæknisembættisins um áhrif beinna og óbeinna reykinga á heilsu og líf einstaklinga (1). Þar eru niðurstöður vísindarannsókna dregnar saman og tekin af öll tvímæli um skaðsemi reykinga. Í ljós hefur komið að fyrsta sígarettan getur valdið stökkbreytingum í frumum sem síðar þróast í krabbamein. Nú á dögum er ekki deilt um áhættu vegna beinna og óbeinna reykinga. Það er sannað að þær eru heilsuspillandi, valda sjúkdómum og dauða. Lýðheilsusjónarmið eru höfð í huga þegar löggjafar ákveða takmarkanir á reykingum til varnar þeim sem ekki vilja anda að sér krabbameinsvaldandi, hættulegum reyk. Hagfræðileg sjónarmið eru einnig mikilvæg en kostnaður samfélagsins vegna reykinga er gríðarlegur. Hér á landi kosta reykingar samfélagið um 30 milljarða á ári. Bann við reykingum á veitingastöðum tók gildi þann 1. júní 2007 og var þá stigið stórt skref í tóbaksvörnum. Í þessari grein er reifuð staða tóbaksvarna erlendis til að varpa ljósi á hvar Íslendingar standa samanborið við aðra. Borgarstjórinn í New York, Michael Bloomberg, er ötull baráttumaður gegn reykingafaraldrinum. Í hans tíð hafa reykingar verið bannaðar á vinnustöðum, veitingastöðum, krám, í 1.700 almenningsgörðum, á baðströndum, göngustígum og á torgum við Times Square. Í Finnlandi tóku ný lög um tóbaksvarnir gildi 1. október 2010. Yfirlýst markmið laganna er að stöðva tóbaksnotkun í Finnlandi. Þau miða að því að stöðva nýliðun reykingafólks og að vernda aðra gegn tóbaksreyk. Þar er nú m.a. saknæmt að selja ungmennum tóbak og varðar það sektum. Endurtekin brot varða allt að 6 mánaða fangelsi. Húsfélög fjölbýlishúsa geta nú bannað reykingar á sameiginlegum svæðum utanhúss. Reykingar á hótelum verða bannaðar með öllu. Það verður ekki lengur leyfilegt að reykja fyrir utan skóla, þótt þar séu nemendur yfir 18 ára aldri. Í Póllandi er bannað að reykja í almenningsgörðum, í skólum, á veitingahúsum og krám. Í Vestur-Ástralíu er bannað að reykja á útikaffihúsum og í bílum þar sem einhver farþeganna er undir 17 ára aldri. Bannað er að reykja á leikvöllum og í 10 metra radíus frá þeim. Einnig er bannað að reykja á sérmerktum baðströndum. Brot gegn þessum lögum varða háum sektum. Í Skotlandi varðar það háum sektum að selja tóbak til ungmenna og einnig að kaupa tóbak fyrir ungmenni. Lögreglan getur, samkvæmt skoskum lögum, lagt hald á tóbak sem ungmenni undir 18 ára aldri hafa undir höndum á almannafæri. Þessi lög voru samþykkt með miklum meirihluta á skoska þinginu af meðlimum allra flokka, 108 þingmenn voru með lögunum, 15 á móti. Í Svíþjóð hafa margar borgir, bæir og sveitarfélög samþykkt að innleiða reyklausan vinnutíma. Markmiðið er að bæta heilsu starfsfólks. Í Svíþjóð hafa fjölmörg sjúkrahús sett það sem skilyrði fyrir bæklunaraðgerðum að einstaklingurinn sé hættur að reykja. Áhætta á fylgikvillum minnkar um helming hjá reykingafólki sem hættir að reykja fyrir aðgerðir (2). Rannsóknir sýna að reykingar í kvikmyndum hafa mikil áhrif bæði á ungmenni sem ekki reykja og þá sem reykja. Að sjá einhvern reykja kveikir reyklöngun hjá öðrum. Það er með ólíkindum hve mikið er reykt í íslenskum kvikmyndum og á leiksviði hérlendis. Þessar reykingar gefa ekki raunsanna mynd af tíðni reykinga hér á landi. Meira að segja augnlæknir er látinn reykja nánast stanslaust í nýlegri mynd en meðal lækna eru reykingar afar fátíðar. Mjög margir, sem ekki reykja, tala um að þetta fari í taugarnar á þeim, þeir hætta að fylgjast með framvindu myndarinnar og taka bara eftir reykingunum, sem þrátt fyrir allt eiga varla að vera aðalatriði myndarinnar. Hópur framsýnna þingkvenna lagði fram þingsályktunartillögu um tóbaksvarnir á Alþingi síðastliðið vor (3). Markmið þingsályktunartillögunnar er að stöðva nýliðun reykingafólks. Það er von okkar, sem vinnum við að reyna að hjálpa einstaklingum með reykingatengda sjúkdóma, að fleiri þingmenn sjái ljósið og styðji þessa framsæknu þingsályktunartillögu fólkinu í landinu til heilla. Það græðir enginn á tóbaki nema þeir sem framleiða það og selja og það er ljótur „bissness“ að græða á því að selja ávanabindandi, heilsuspillandi og deyðandi efni. Ekki er um að ræða frelsi einstaklingsins til að reykja, flestir sem reykja hafa byrjað sem börn og unglingar og þeir geta ekki hætt þar sem um er að ræða eitt mesta ávanabindandi efni sem til er.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun