Hönnunarstefna Íslands Björk Guðmundsdóttir skrifar 21. desember 2011 06:00 Hvað er hönnun? Er það starf? Líklegt er að tónlistarmenn kannist við þessa spurningu. Að mörgu leyti er líkt með tónlist og hönnun, varðandi það að sumir vinna þetta svolítið sem markaðsdrifnar tækniútfærslur en aðrir eru að þessu listarinnar vegna. Svo virðist sem hinu opinbera og sveitarfélögum finnist enn í lagi að hönnuðir gefi vinnu sína í samkeppnum, rétt eins og tónlistarmenn gera oft á tíðum vegna góðgerðatónleika. En myndu sömu stofnanir og fyrirtæki ætlast t.d. til þess að 15-20 smiðir gæfu vinnu sína eða 20-30 lögfræðingar gæfu vinnu sína – bara til að velja eina lausn sem hentaði stofnun hverju sinni? Nei, það held ég ekki. Landslagsarkitektúr liggur á milli hönnunar, list-, tæknifræði og raunvísinda. Landslagsarkitektúr er þverfaglegt háskólanám, sem byggist m.a. á kúrsum í plöntufræði, jarð- og landafræði, umhverfissálarfræði, vistfræði, listum og hönnun. Landslagsarkitektar hanna umhverfi út frá mannlegu atferli, rými, formi, fegurð og manngera umhverfi svo að það verði vistlegt, hagkvæmt og fallegt. Á dögunum var haldin hönnunarráðstefna á vegum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, menntamála- og iðnaðarráðuneytisins og fleiri. Á dagskránni voru skemmtileg og áhugaverð erindi. Ég fagna áhuga iðnaðarráðherra á því að styðja og styrkja við hönnun á Íslandi. Það er allt of oft sem íslensk pólitík snýst einungis um eldri atvinnugreinar eins og sjávarútveg og landbúnað. Einn fyrirlesarinn var Norðmaðurinn, Jan R. Stavik, hagfræðingur og framkvæmdastjóri norska hönnunarráðsins. Þetta var áhugavert erindi fyrir þær sakir að Norðmenn og Norðurlöndin, telja hönnun almennt skila miklu til baka til þjóðarbúsins. Þeir álíta ekki bara að gott sé að nota orðið „hönnun“ á tyllidögum eða að nóg sé að setja verðlaunafé í einstaka hönnunarsamkeppni á nokkurra ára fresti. Í huga almennings snýst hönnun um fatnað, sem er frábært að sé vel á veg komið. Hins vegar snýst hönnun ekki bara um að framleiða ákveðna vöru heldur líka um að hugsa upp aðferðir, hluti og ferla á nýjan hátt. Þannig þróast samfélög áfram inn í nýjar brautir. Allir þekkja stórfyrirtæki eins og Apple og Nokia sem hafa notað hönnun mikið og lengi. Ekki bara í vöruþróun heldur líka sem nýja hugsun í innviði, aðferðafræði og markaðsdrifna hugsun fyrirtækjanna. Af þeim fyrirtækjum sem nota hönnun sem hluta af verkferlum hafa 69% þróað nýja vöru eða þjónustu á seinustu þremur árum, en aðeins 28% þeirra sem ekki nota hönnun. Í ágústmánuði fór Apple hönnunarfyrirtækið upp fyrir Exxon olíurisann yfir verðmætustu fyrirtæki heims. Þrátt fyrir að það hafi staldrað stutt á toppnum er það táknrænt fyrir þau straumhvörf sem nú eru að eiga sér stað og ber vitni um mikilvægi heildrænnar hönnunar. Oft snýst nefnilega hönnun líka um nýsköpun þó að ekki sé hægt að aðgreina það í sundur. Landslagsarkitektúr snýst t.d. oftar en ekki um að finna sértæka lausn á tilteknu verkefni, sem er sniðin að þörfum hvers viðskiptavinar. Þannig að í raun er viðskiptavinur að fá einstaka lausn án þess að gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem liggur í lausninni. Við Íslendingar erum ósjaldan frábrugðnir öðrum Norðurlandabúum, enda þótt við teljum hugsunarhátt okkar svipaðan og annarra í Skandínavíu. Við erum þó nokkrir eftirbátar þeirra í viðhorfi til hönnunar og verðmætamats hennar. Þegar viðkemur fjármagni í hönnun eigum við enn langt í land. Forsaga Hönnunarmiðstöðvar hófst 1985 með grasrótarsamtökunum FORM-Ísland samtök hönnuða. Á hinum Norðurlöndunum hefur stofnun hönnunarmiðstöðva komið ofan frá, þ.e. frá ríkinu og ríkið leggur veigamikla áherslu á að setja fjármagn í verkefnið. Tölur sýna að því meira fé sem eytt er í hönnun því mun meira skilar það sér til þjóðarbúsins. Þá er áhugavert að bera saman það fé sem sett er í aðrar listgreinar s.s. tónlist og ritstörf og hins vegar hönnun og arkitektúr. Allir vita hvað t.d. tónlist Bjarkar og fleiri listamanna hafa haft mikil áhrif á ferðamennsku, sem er orðin stór atvinnugrein. Það er mjög ánægjulegt að iðnaðarráðherra skuli hafa mikinn áhuga á málinu, og ég hvet Hönnunarmiðstöð og starfshóp um hönnunarstefnu Íslands, að klára vinnuna þannig að við getum haldið áfram að þróa hönnun, sem einn af máttarstólpum atvinnulífsins í framtíðinni. Veigamikið er að hafa nýjar atvinnugreinar að stefna að þar sem við vitum að náttúruauðlindir okkar eru ekki óþrjótandi og að framþróun felst í að þróa og finna nýjar lausnir. Að móta hönnunarstefnu er þýðingarmikið skref í að færa hönnun til vegs og virðingar í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er hönnun? Er það starf? Líklegt er að tónlistarmenn kannist við þessa spurningu. Að mörgu leyti er líkt með tónlist og hönnun, varðandi það að sumir vinna þetta svolítið sem markaðsdrifnar tækniútfærslur en aðrir eru að þessu listarinnar vegna. Svo virðist sem hinu opinbera og sveitarfélögum finnist enn í lagi að hönnuðir gefi vinnu sína í samkeppnum, rétt eins og tónlistarmenn gera oft á tíðum vegna góðgerðatónleika. En myndu sömu stofnanir og fyrirtæki ætlast t.d. til þess að 15-20 smiðir gæfu vinnu sína eða 20-30 lögfræðingar gæfu vinnu sína – bara til að velja eina lausn sem hentaði stofnun hverju sinni? Nei, það held ég ekki. Landslagsarkitektúr liggur á milli hönnunar, list-, tæknifræði og raunvísinda. Landslagsarkitektúr er þverfaglegt háskólanám, sem byggist m.a. á kúrsum í plöntufræði, jarð- og landafræði, umhverfissálarfræði, vistfræði, listum og hönnun. Landslagsarkitektar hanna umhverfi út frá mannlegu atferli, rými, formi, fegurð og manngera umhverfi svo að það verði vistlegt, hagkvæmt og fallegt. Á dögunum var haldin hönnunarráðstefna á vegum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, menntamála- og iðnaðarráðuneytisins og fleiri. Á dagskránni voru skemmtileg og áhugaverð erindi. Ég fagna áhuga iðnaðarráðherra á því að styðja og styrkja við hönnun á Íslandi. Það er allt of oft sem íslensk pólitík snýst einungis um eldri atvinnugreinar eins og sjávarútveg og landbúnað. Einn fyrirlesarinn var Norðmaðurinn, Jan R. Stavik, hagfræðingur og framkvæmdastjóri norska hönnunarráðsins. Þetta var áhugavert erindi fyrir þær sakir að Norðmenn og Norðurlöndin, telja hönnun almennt skila miklu til baka til þjóðarbúsins. Þeir álíta ekki bara að gott sé að nota orðið „hönnun“ á tyllidögum eða að nóg sé að setja verðlaunafé í einstaka hönnunarsamkeppni á nokkurra ára fresti. Í huga almennings snýst hönnun um fatnað, sem er frábært að sé vel á veg komið. Hins vegar snýst hönnun ekki bara um að framleiða ákveðna vöru heldur líka um að hugsa upp aðferðir, hluti og ferla á nýjan hátt. Þannig þróast samfélög áfram inn í nýjar brautir. Allir þekkja stórfyrirtæki eins og Apple og Nokia sem hafa notað hönnun mikið og lengi. Ekki bara í vöruþróun heldur líka sem nýja hugsun í innviði, aðferðafræði og markaðsdrifna hugsun fyrirtækjanna. Af þeim fyrirtækjum sem nota hönnun sem hluta af verkferlum hafa 69% þróað nýja vöru eða þjónustu á seinustu þremur árum, en aðeins 28% þeirra sem ekki nota hönnun. Í ágústmánuði fór Apple hönnunarfyrirtækið upp fyrir Exxon olíurisann yfir verðmætustu fyrirtæki heims. Þrátt fyrir að það hafi staldrað stutt á toppnum er það táknrænt fyrir þau straumhvörf sem nú eru að eiga sér stað og ber vitni um mikilvægi heildrænnar hönnunar. Oft snýst nefnilega hönnun líka um nýsköpun þó að ekki sé hægt að aðgreina það í sundur. Landslagsarkitektúr snýst t.d. oftar en ekki um að finna sértæka lausn á tilteknu verkefni, sem er sniðin að þörfum hvers viðskiptavinar. Þannig að í raun er viðskiptavinur að fá einstaka lausn án þess að gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem liggur í lausninni. Við Íslendingar erum ósjaldan frábrugðnir öðrum Norðurlandabúum, enda þótt við teljum hugsunarhátt okkar svipaðan og annarra í Skandínavíu. Við erum þó nokkrir eftirbátar þeirra í viðhorfi til hönnunar og verðmætamats hennar. Þegar viðkemur fjármagni í hönnun eigum við enn langt í land. Forsaga Hönnunarmiðstöðvar hófst 1985 með grasrótarsamtökunum FORM-Ísland samtök hönnuða. Á hinum Norðurlöndunum hefur stofnun hönnunarmiðstöðva komið ofan frá, þ.e. frá ríkinu og ríkið leggur veigamikla áherslu á að setja fjármagn í verkefnið. Tölur sýna að því meira fé sem eytt er í hönnun því mun meira skilar það sér til þjóðarbúsins. Þá er áhugavert að bera saman það fé sem sett er í aðrar listgreinar s.s. tónlist og ritstörf og hins vegar hönnun og arkitektúr. Allir vita hvað t.d. tónlist Bjarkar og fleiri listamanna hafa haft mikil áhrif á ferðamennsku, sem er orðin stór atvinnugrein. Það er mjög ánægjulegt að iðnaðarráðherra skuli hafa mikinn áhuga á málinu, og ég hvet Hönnunarmiðstöð og starfshóp um hönnunarstefnu Íslands, að klára vinnuna þannig að við getum haldið áfram að þróa hönnun, sem einn af máttarstólpum atvinnulífsins í framtíðinni. Veigamikið er að hafa nýjar atvinnugreinar að stefna að þar sem við vitum að náttúruauðlindir okkar eru ekki óþrjótandi og að framþróun felst í að þróa og finna nýjar lausnir. Að móta hönnunarstefnu er þýðingarmikið skref í að færa hönnun til vegs og virðingar í samfélaginu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun