Erlent

Þúsundir Dana keyra drukknir hvern dag

Eftir einn ei aki neinn Dönsk rannsókn sýnir hættulega þróun þar sem þúsundir aka undir áhrifum.
Eftir einn ei aki neinn Dönsk rannsókn sýnir hættulega þróun þar sem þúsundir aka undir áhrifum.
Rúmlega 10.000 manns aka undir áhrifum áfengis á degi hverjum í Danmörku að því er fram kemur í nýrri könnun og danskir miðlar segja frá.

Ölvunarakstur er beintengdur alvarlegum bílslysum, enda mælist áfengi í í blóði hjá fimmtungi allra þeirra sem deyja eða slasast alvarlega í bílslysum þar í landi. Hlutfallið hækkar upp í þriðjung ef fólk undir lyfja- og fíkniefnaáhrifum er talið með í þessum hópi.

Þeim sem aka undir lyfja- og fíkniefnaáhrifum í Danmörku hefur fjölgað mikið síðustu ár. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×