Er lítill lyfjamarkaður á Íslandi ástæða lítils lyfjaframboðs? Jakob Falur Garðarsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Í síðasta mánuði kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar, Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010. Helsta niðurstaða hennar er sú að þrátt fyrir smæð íslenska lyfjamarkaðarins sé lyfjaverð hérlendis bæði sambærilegt við lyfjaverð í þeim löndum sem við berum okkur jafnan saman við og í mörgum tilfellum sé lyfjaverð meira að segja lægra en í þessum löndum. Þetta verður efni næstu greinar í blaðinu þar sem ég mun bera saman verðlag á lyfjum og skoða það með tilliti til verðs í öðrum löndum. Í skýrslunni benti Ríkisendurskoðun jafnframt á smæð íslenska markaðarins sem ríka ástæðu fyrir minna framboði hér en á hinum Norðurlöndunum. Þótt önnur atriði geti hér einnig skipt máli er þetta vissulega rétt hjá Ríkisendurskoðun. Lyfjaframboð íslenska markaðsins samanborið við NorðurlöndinÍ skýrslu Ríkisendurskoðunar segir „að einungis séu um 3.300 lyfjavörunúmer til sölu á Íslandi meðan samsvarandi fjöldi annars staðar á Norðurlöndum er á bilinu 8.000 til 10.700“. Hér er vert að hafa í huga að Ríkisendurskoðun ber saman fjölda vörunúmera þar sem hver stærðarpakkning fær eigið vörunúmer. Hér á íslenskum markaði standa okkur ekki endilega til boða eins margar stærðir af pakkningum af sama lyfi samanborið við nágranna okkar á Norðurlöndum og það skýrir að hluta til þann mun sem Ríkisendurskoðun bendir á. Fréttaflutningur vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar gaf aftur á móti til kynna að hér væri bókstaflega skortur á lyfjum á íslenskum lyfjamarkaði þótt það sé alls ekki tilfellið. Hækkun gjaldskrár og meiri álögur hamla auknu lyfjaframboðiLíkt og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar hafa 4.327 lyf gilt markaðsleyfi á Íslandi þótt aðeins 2.237 séu markaðsfærð hérlendis. Rökrétta skýringin á því ætti að liggja í smæð íslenska markaðarins sem framboðið tekur mið af. En fleira hangir á spýtunni. Ríkisendurskoðun bendir á að framboð á samheitalyfjum sé minna hér en í samanburðarlöndunum. Líkt og ég gat um í upphafi er lyfjaverð hérlendis sambærilegt við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum og í sumum tilvikum lægra. Þennan árangur má þakka samstilltu átaki stjórnvalda og frumlyfjaframleiðenda. Við bendum þó á að ástæðan fyrir minna framboði á samheitalyfjum hér, samanborið við önnur lönd, geti meðal annars orsakast af aðgerðum stjórnvalda. Undanfarið hafa stjórnvöld staðið fyrir breytingum á umgjörð lyfjamarkaðarins í heild, til dæmis með breyttri tilhögun á greiðsluþátttöku lyfja. Á sama tíma hafa neytendur fundið fyrir hækkunum á gjaldskrám, aukinni gjaldtöku auk þess sem kostnaður hefur almennt aukist. Allt þetta hamlar mjög gegn auknu framboði lyfja á íslenska markaðnum. Því hafa frumlyfjaframleiðendur ítrekað gert stjórnvöldum grein fyrir því að hugsanlegar afleiðingar aðgerða þeirra geti haft í för með sér að lyf verði afskráð, tekin af markaði og að aðgerðirnar í heild geti til lengri tíma litið grafið undan lyfjamarkaðnum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar gefur því tilefni til að endurmeta hvort þau markmið sem stjórnvöld ásettu sér, þ.e. að tryggja gott lyfjaframboð á íslenskum lyfjamarkaði, hafi í raun náðst. Því miður bendir ýmislegt til að aðgerðir stjórnvalda hafi haft þveröfug áhrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar, Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010. Helsta niðurstaða hennar er sú að þrátt fyrir smæð íslenska lyfjamarkaðarins sé lyfjaverð hérlendis bæði sambærilegt við lyfjaverð í þeim löndum sem við berum okkur jafnan saman við og í mörgum tilfellum sé lyfjaverð meira að segja lægra en í þessum löndum. Þetta verður efni næstu greinar í blaðinu þar sem ég mun bera saman verðlag á lyfjum og skoða það með tilliti til verðs í öðrum löndum. Í skýrslunni benti Ríkisendurskoðun jafnframt á smæð íslenska markaðarins sem ríka ástæðu fyrir minna framboði hér en á hinum Norðurlöndunum. Þótt önnur atriði geti hér einnig skipt máli er þetta vissulega rétt hjá Ríkisendurskoðun. Lyfjaframboð íslenska markaðsins samanborið við NorðurlöndinÍ skýrslu Ríkisendurskoðunar segir „að einungis séu um 3.300 lyfjavörunúmer til sölu á Íslandi meðan samsvarandi fjöldi annars staðar á Norðurlöndum er á bilinu 8.000 til 10.700“. Hér er vert að hafa í huga að Ríkisendurskoðun ber saman fjölda vörunúmera þar sem hver stærðarpakkning fær eigið vörunúmer. Hér á íslenskum markaði standa okkur ekki endilega til boða eins margar stærðir af pakkningum af sama lyfi samanborið við nágranna okkar á Norðurlöndum og það skýrir að hluta til þann mun sem Ríkisendurskoðun bendir á. Fréttaflutningur vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar gaf aftur á móti til kynna að hér væri bókstaflega skortur á lyfjum á íslenskum lyfjamarkaði þótt það sé alls ekki tilfellið. Hækkun gjaldskrár og meiri álögur hamla auknu lyfjaframboðiLíkt og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar hafa 4.327 lyf gilt markaðsleyfi á Íslandi þótt aðeins 2.237 séu markaðsfærð hérlendis. Rökrétta skýringin á því ætti að liggja í smæð íslenska markaðarins sem framboðið tekur mið af. En fleira hangir á spýtunni. Ríkisendurskoðun bendir á að framboð á samheitalyfjum sé minna hér en í samanburðarlöndunum. Líkt og ég gat um í upphafi er lyfjaverð hérlendis sambærilegt við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum og í sumum tilvikum lægra. Þennan árangur má þakka samstilltu átaki stjórnvalda og frumlyfjaframleiðenda. Við bendum þó á að ástæðan fyrir minna framboði á samheitalyfjum hér, samanborið við önnur lönd, geti meðal annars orsakast af aðgerðum stjórnvalda. Undanfarið hafa stjórnvöld staðið fyrir breytingum á umgjörð lyfjamarkaðarins í heild, til dæmis með breyttri tilhögun á greiðsluþátttöku lyfja. Á sama tíma hafa neytendur fundið fyrir hækkunum á gjaldskrám, aukinni gjaldtöku auk þess sem kostnaður hefur almennt aukist. Allt þetta hamlar mjög gegn auknu framboði lyfja á íslenska markaðnum. Því hafa frumlyfjaframleiðendur ítrekað gert stjórnvöldum grein fyrir því að hugsanlegar afleiðingar aðgerða þeirra geti haft í för með sér að lyf verði afskráð, tekin af markaði og að aðgerðirnar í heild geti til lengri tíma litið grafið undan lyfjamarkaðnum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar gefur því tilefni til að endurmeta hvort þau markmið sem stjórnvöld ásettu sér, þ.e. að tryggja gott lyfjaframboð á íslenskum lyfjamarkaði, hafi í raun náðst. Því miður bendir ýmislegt til að aðgerðir stjórnvalda hafi haft þveröfug áhrif.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun