Aðventukræsingar Rósu: Girnilegir eftirréttir um jólin 21. desember 2011 16:08 Rósa Guðbjarts eldar hér og gefur uppskrift að súkkulaðifreistingu sem lætur súkkulaðiunnendur hreinlega falla í stafi. Einnig bökuðum, fylltum eplum sem er fallegur og spennandi eftirréttur á aðventu eða um jól Úr Íslandi í dag á Stöð 2. 1) a) Súkkulaðifreisting Sannir sælkerar kætast og súkkulaðiunnendur hreinlega falla í stafi. f. 4-63 dl rjómi250 g suðusúkkulaði3 eggjarauður1/3 tsk. salt2 msk. smjör1 msk.kaffilíkjör eða 1 tsk. vanilludropar Hitið rjómann í potti við vægan hita. Takið af hitanum og hrærið súkkulaðið saman við þar til það bráðnar. Hrærið vel. Hrærið eggjarauðurnar og saltið vel saman. Bætið 1 dl af súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggjarauðurnar. Hellið síðan blöndunni í pottinn og hrærið mjög vel. Hrærið svo smjörinu og líkjörnum eða vanilludropunum saman við. Hellið í litlar skálar, bolla eða glös og kælið í ísskáp í a.m.k. 2 tíma. Skreytið með berjum eða ferskri myntu, ef vill. b) Bökuð, fyllt epli Fallegur og spennandi eftirréttur á aðventu eða um jól.4 lítil eplisúkkulaði, rúsínur, hnetur, möndlur, sykurpúðar ofleplaediksykurþeyttur rjómi eða ískanilstangir til skrauts Skerið ofan af eplunum, kjarnhreinsið þau og skafið varlega innan úr þeim þar til pláss er orðið fyrir fyllinguna. Fyllið eplin með hverju því góðgæti sem ykkur dettur í hug, súkkulaði, sykurpúðum, hnetum, rúsínum eða öðru. Hellið síðan vænum slatta af eplaediki í eldfast mót (má nota líka bara vatn ef edik er ekki til staðar) og stráið svolitlum sykri yfir vökvann. Raðið eplunum í fatið og bakið í 15-20 mínútur við 170 gráður. Setjið síðan þeyttan rjóma eða ís yfir hvert epli, skreytið með kanilstöng og berið fram. Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Rósa Guðbjarts eldar hér og gefur uppskrift að súkkulaðifreistingu sem lætur súkkulaðiunnendur hreinlega falla í stafi. Einnig bökuðum, fylltum eplum sem er fallegur og spennandi eftirréttur á aðventu eða um jól Úr Íslandi í dag á Stöð 2. 1) a) Súkkulaðifreisting Sannir sælkerar kætast og súkkulaðiunnendur hreinlega falla í stafi. f. 4-63 dl rjómi250 g suðusúkkulaði3 eggjarauður1/3 tsk. salt2 msk. smjör1 msk.kaffilíkjör eða 1 tsk. vanilludropar Hitið rjómann í potti við vægan hita. Takið af hitanum og hrærið súkkulaðið saman við þar til það bráðnar. Hrærið vel. Hrærið eggjarauðurnar og saltið vel saman. Bætið 1 dl af súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggjarauðurnar. Hellið síðan blöndunni í pottinn og hrærið mjög vel. Hrærið svo smjörinu og líkjörnum eða vanilludropunum saman við. Hellið í litlar skálar, bolla eða glös og kælið í ísskáp í a.m.k. 2 tíma. Skreytið með berjum eða ferskri myntu, ef vill. b) Bökuð, fyllt epli Fallegur og spennandi eftirréttur á aðventu eða um jól.4 lítil eplisúkkulaði, rúsínur, hnetur, möndlur, sykurpúðar ofleplaediksykurþeyttur rjómi eða ískanilstangir til skrauts Skerið ofan af eplunum, kjarnhreinsið þau og skafið varlega innan úr þeim þar til pláss er orðið fyrir fyllinguna. Fyllið eplin með hverju því góðgæti sem ykkur dettur í hug, súkkulaði, sykurpúðum, hnetum, rúsínum eða öðru. Hellið síðan vænum slatta af eplaediki í eldfast mót (má nota líka bara vatn ef edik er ekki til staðar) og stráið svolitlum sykri yfir vökvann. Raðið eplunum í fatið og bakið í 15-20 mínútur við 170 gráður. Setjið síðan þeyttan rjóma eða ís yfir hvert epli, skreytið með kanilstöng og berið fram.
Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira