Eflum fjárfestingar í sjávarklasanum Jóhann Jónasson skrifar 14. júlí 2011 06:00 Sjávarklasinn er samstarfsverkefni margra fyrirtækja í haftengdri starfsemi. Markmiðið með starfinu er að bæta samstarf, auka verðmæti og efla skilning á mikilvægi þess starfs sem fram fer innan klasans. Nú stendur yfir vinna við að kortleggja íslenska sjávarklasann; alla starfsemi sem snýr að hafinu, frá hefðbundnum fiskveiðum og fiskvinnslu að afleiddum greinum svo sem rannsóknum, nýsköpun, líftækni, hátækniframleiðslu, flutningastarfsemi, fjármálastarfsemi og viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Aðrar þjóðir komnar af staðKlasarannsóknir af þessu tagi hafa verið gerðar í nær öllum þeim löndum sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er brýnt fyrir þjóðir sem stunda sjávarútveg að leiða hugann að því hvar vaxtarmöguleikar eru í greininni og þá ekki síður í öðrum greinum sem tengjast hafinu. Noregur, Írland, Bretland og Kanada hafa öll sett sér stefnu um að vera í forystu á sviðum tengdum hafinu þar á meðal upplýsingatækni, líftækni, landgrunnsrannsóknum og fiskeldi. Slík vinna hefur ekki farið fram hérlendis og stefnumörkun á þessu sviði er lítil. Við höfum eytt mestri orku í kvótakerfisumræðu á meðan nágrannaþjóðir okkar eru á fullu í heildarstefnumörkun um hvernig þekking verður best nýtt til að skapa verðmæti í haftengdri starfsemi. Verkefnið um Sjávarklasann kemur til með að bæta þarna úr og veita meiri yfirsýn yfir umfang haftengdrar starfsemi og gefa vísbendingar um hvar megi efla samstarf, ekki hvað síst milli nýrra og eldri greina og finna vaxtarbrodda sem hlúa má að. Tækifæri í tæknifyrirtækjumNú þegar liggja fyrir upplýsingar um ríflega 70 fyrirtæki sem starfa í tæknihluta klasans, þetta eru fyrirtæki sem ráða yfir eigin vörulínu og selja búnað til útflutnings undir eigin vörumerkjum. Í þessum geira starfa nú um 1.000 manns, mestmegnis tæknimenntaðir einstaklingar. Það félag sem ég starfa hjá, 3X á Ísafirði, rekur uppruna sinn til þess samstarfs sem hefur alltaf verið milli okkar og sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum og síðan útbreiddara samstarf við fiskvinnsluna á landsvísu. Slíkt samstarf milli tækni- og sjávarútvegsfyrirtækja gerði okkur kleift að koma fram með nýjar vörur og á sama tíma gerði þetta samstarf sjávarútvegsfyrirtækin samkeppnishæfari á þeim mörkuðum sem þau berjast á. Við erum einn af fáum tæknigeirum í landinu sem er dreifður um allt land og í þessum geira eru gríðarleg tækifæri, en hann hefur ekki notið mikillar athygli á undanförnum árum. Þar kunnum við sem störfum í þessum tæknifyrirtækjum að eiga einhverja sök, en umræðan um sjávarútveginn hefur ekki gert það að verkum að fólk í greininni sé áfjáð að standa upp og tala um hvað vel hefur tekist. Fjárfestingarsjóður SjávarklasansMeiri umræða um íslenska sjávarklasann og þau tækifæri sem hann getur skapað, getur varpað ljósi á starfsemi fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja og aukið áhuga fjárfesta og annarra aðila á að styðja og efla fyrirtækin. Það eru spennandi tækifæri fólgin í að sameina félög innan skyldra greina til að auka slagkraftinn. Við viljum sjá sjávarútvegsfyrirtækin koma meira inn í starfsemi þessara félaga, fjárfesta í þeirri þekkingu sem eflir þeirra eigin starfsemi. Við þurfum líka að sjá fjármálamarkaðinn sýna þessum geira meiri áhuga. Ein hugmynd væri að stofna sérstakan hlutabréfasjóð eða áhættufjárfestingasjóð í sjávarklasanum. Sjóður sem væri sérhæfður í fyrirtækjum og starfsemi tengdri sjávarklasanum. Kortlagning klasans varpar ljósi á hvaða félög tilheyra þessum öfluga klasa og gefur það fjárfestum og frumkvöðlum innan greinarinnar góða yfirsýn á tækifærin sem þar kunna að liggja. Við þurfum að komast út úr eilífðarkarpi um fiskveiðistjórnunina og fara að horfa fram á veginn. Óvissan í sjávarútvegi dregur úr kraftinum í flestum tengdum greinum í sjávarklasanum. Verkefnið framundan er að efla fyrirtækin í öllum sjávarklasanum og skapa þeim trausta umgjörð til að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Sjávarklasinn er samstarfsverkefni margra fyrirtækja í haftengdri starfsemi. Markmiðið með starfinu er að bæta samstarf, auka verðmæti og efla skilning á mikilvægi þess starfs sem fram fer innan klasans. Nú stendur yfir vinna við að kortleggja íslenska sjávarklasann; alla starfsemi sem snýr að hafinu, frá hefðbundnum fiskveiðum og fiskvinnslu að afleiddum greinum svo sem rannsóknum, nýsköpun, líftækni, hátækniframleiðslu, flutningastarfsemi, fjármálastarfsemi og viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Aðrar þjóðir komnar af staðKlasarannsóknir af þessu tagi hafa verið gerðar í nær öllum þeim löndum sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er brýnt fyrir þjóðir sem stunda sjávarútveg að leiða hugann að því hvar vaxtarmöguleikar eru í greininni og þá ekki síður í öðrum greinum sem tengjast hafinu. Noregur, Írland, Bretland og Kanada hafa öll sett sér stefnu um að vera í forystu á sviðum tengdum hafinu þar á meðal upplýsingatækni, líftækni, landgrunnsrannsóknum og fiskeldi. Slík vinna hefur ekki farið fram hérlendis og stefnumörkun á þessu sviði er lítil. Við höfum eytt mestri orku í kvótakerfisumræðu á meðan nágrannaþjóðir okkar eru á fullu í heildarstefnumörkun um hvernig þekking verður best nýtt til að skapa verðmæti í haftengdri starfsemi. Verkefnið um Sjávarklasann kemur til með að bæta þarna úr og veita meiri yfirsýn yfir umfang haftengdrar starfsemi og gefa vísbendingar um hvar megi efla samstarf, ekki hvað síst milli nýrra og eldri greina og finna vaxtarbrodda sem hlúa má að. Tækifæri í tæknifyrirtækjumNú þegar liggja fyrir upplýsingar um ríflega 70 fyrirtæki sem starfa í tæknihluta klasans, þetta eru fyrirtæki sem ráða yfir eigin vörulínu og selja búnað til útflutnings undir eigin vörumerkjum. Í þessum geira starfa nú um 1.000 manns, mestmegnis tæknimenntaðir einstaklingar. Það félag sem ég starfa hjá, 3X á Ísafirði, rekur uppruna sinn til þess samstarfs sem hefur alltaf verið milli okkar og sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum og síðan útbreiddara samstarf við fiskvinnsluna á landsvísu. Slíkt samstarf milli tækni- og sjávarútvegsfyrirtækja gerði okkur kleift að koma fram með nýjar vörur og á sama tíma gerði þetta samstarf sjávarútvegsfyrirtækin samkeppnishæfari á þeim mörkuðum sem þau berjast á. Við erum einn af fáum tæknigeirum í landinu sem er dreifður um allt land og í þessum geira eru gríðarleg tækifæri, en hann hefur ekki notið mikillar athygli á undanförnum árum. Þar kunnum við sem störfum í þessum tæknifyrirtækjum að eiga einhverja sök, en umræðan um sjávarútveginn hefur ekki gert það að verkum að fólk í greininni sé áfjáð að standa upp og tala um hvað vel hefur tekist. Fjárfestingarsjóður SjávarklasansMeiri umræða um íslenska sjávarklasann og þau tækifæri sem hann getur skapað, getur varpað ljósi á starfsemi fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja og aukið áhuga fjárfesta og annarra aðila á að styðja og efla fyrirtækin. Það eru spennandi tækifæri fólgin í að sameina félög innan skyldra greina til að auka slagkraftinn. Við viljum sjá sjávarútvegsfyrirtækin koma meira inn í starfsemi þessara félaga, fjárfesta í þeirri þekkingu sem eflir þeirra eigin starfsemi. Við þurfum líka að sjá fjármálamarkaðinn sýna þessum geira meiri áhuga. Ein hugmynd væri að stofna sérstakan hlutabréfasjóð eða áhættufjárfestingasjóð í sjávarklasanum. Sjóður sem væri sérhæfður í fyrirtækjum og starfsemi tengdri sjávarklasanum. Kortlagning klasans varpar ljósi á hvaða félög tilheyra þessum öfluga klasa og gefur það fjárfestum og frumkvöðlum innan greinarinnar góða yfirsýn á tækifærin sem þar kunna að liggja. Við þurfum að komast út úr eilífðarkarpi um fiskveiðistjórnunina og fara að horfa fram á veginn. Óvissan í sjávarútvegi dregur úr kraftinum í flestum tengdum greinum í sjávarklasanum. Verkefnið framundan er að efla fyrirtækin í öllum sjávarklasanum og skapa þeim trausta umgjörð til að vaxa og dafna.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar