Þjóð, kirkja og traust 14. júlí 2011 06:00 Nú liggur fyrir útkoma út þjóðarpúlsi Capacent Gallup, þar sem spurt var um traust almennings til þjóðkirkjunnar og biskups Íslands. Svarið liggur fyrir: Of fáir treysta. Við sem störfum í þjóðkirkjunni höfum fylgst með því hvernig traustið til hennar sem stofnunar hefur dalað í skoðanakönnunum, oft í öfugu hlutfalli við það sem við reynum í samskiptunum í söfnuðunum okkar. Það má ekki gleymast í þessari umræðu að þjóðkirkjan er fyrst og fremst fólkið sem tekur þátt í starfi safnaðanna um allt land, en ekki stofnun og skipulag, biskupar og prestar. Þjóðkirkjan er hreyfing karla og kvenna sem leyfa boðskap Jesú frá Nasaret að móta líf sitt til góðs fyrir heiminn. Hreyfing sem starfar um allt land. Stofnunin þjóðkirkjan þarf að vita hvað veldur því að traust til hennar og æðsta embættismanns hennar er jafnlítið og raun ber vitni. Er skýringa að leita í almennri traustskreppu í samfélaginu? Er fólk sátt við hvernig tekið var við skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings? Hefur kirkjan tekið nægilegt frumkvæði í uppbyggingunni eftir Hrunið? Hefur kirkjan staðið sig í jafnréttis- og umhverfismálum? Hvers vegna er afstaða þjóðarinnar til stofnunarinnar önnur en til starfsins í sóknarkirkjunni og nærsamfélaginu? Hugtakið „aggiornamento" hefur verið notað yfir það sem umbreytist úr gömlu í nýtt. Í samhengi þjóðkirkjunnar þýðir þetta að kirkjan uppfæri sig til dagsins í dag. Þannig getur boðskapur hennar um frelsi manneskjunnar og umhyggju Guðs hitt okkur í hjartastað og borið ávöxt. Skoðanakannanir um traust til kirkjunnar segja okkur að slík uppfærsla sé nauðsynleg. Þótt okkur hugnist ekki niðurstöðurnar, leiðum við þær ekki hjá okkur. Skilaboðin eru skýr og kirkjan bregst við þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir útkoma út þjóðarpúlsi Capacent Gallup, þar sem spurt var um traust almennings til þjóðkirkjunnar og biskups Íslands. Svarið liggur fyrir: Of fáir treysta. Við sem störfum í þjóðkirkjunni höfum fylgst með því hvernig traustið til hennar sem stofnunar hefur dalað í skoðanakönnunum, oft í öfugu hlutfalli við það sem við reynum í samskiptunum í söfnuðunum okkar. Það má ekki gleymast í þessari umræðu að þjóðkirkjan er fyrst og fremst fólkið sem tekur þátt í starfi safnaðanna um allt land, en ekki stofnun og skipulag, biskupar og prestar. Þjóðkirkjan er hreyfing karla og kvenna sem leyfa boðskap Jesú frá Nasaret að móta líf sitt til góðs fyrir heiminn. Hreyfing sem starfar um allt land. Stofnunin þjóðkirkjan þarf að vita hvað veldur því að traust til hennar og æðsta embættismanns hennar er jafnlítið og raun ber vitni. Er skýringa að leita í almennri traustskreppu í samfélaginu? Er fólk sátt við hvernig tekið var við skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings? Hefur kirkjan tekið nægilegt frumkvæði í uppbyggingunni eftir Hrunið? Hefur kirkjan staðið sig í jafnréttis- og umhverfismálum? Hvers vegna er afstaða þjóðarinnar til stofnunarinnar önnur en til starfsins í sóknarkirkjunni og nærsamfélaginu? Hugtakið „aggiornamento" hefur verið notað yfir það sem umbreytist úr gömlu í nýtt. Í samhengi þjóðkirkjunnar þýðir þetta að kirkjan uppfæri sig til dagsins í dag. Þannig getur boðskapur hennar um frelsi manneskjunnar og umhyggju Guðs hitt okkur í hjartastað og borið ávöxt. Skoðanakannanir um traust til kirkjunnar segja okkur að slík uppfærsla sé nauðsynleg. Þótt okkur hugnist ekki niðurstöðurnar, leiðum við þær ekki hjá okkur. Skilaboðin eru skýr og kirkjan bregst við þeim.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar