Enski boltinn

Fyrsti sigur West Bromwich í höfn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Odemwingie horfir hér á eftir boltanum í netið.
Odemwingie horfir hér á eftir boltanum í netið. Mynd/Nordic Photos/Getty
West Bromwich Albion vann fínan sigur á Norwich, 1-0, en leikurinn fór fram á

Carrow Road, heimavelli Norwich.

Peter Odemwingie skoraði eina mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik, en hann var besti maður vallarins í dag.

Odemwingie gat gulltryggt sigurinn undir lok leiksins þegar gestirnir fengu dæmda vítaspyrnu, en Declan Rudd, markvörður Norwich, varði spyrnuna vel. Réttlætinu svo sannarlega fullnægt þar sem vítaspyrnudómurinn átti aldrei að standa.

Fyrsti sigur West Bromwich Albion í höfn og liðið því komið með þrjú stig í deildinni. Norwich hefur ekki enn unnið leik og eru með tvö stig eftir fjórar umferðir.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×