Verðtrygging - deyfilyf stjórnvalda 19. maí 2011 10:00 Eygló Harðardóttir, Arinbjörn Sigurgeirsson, Hrólfur Ölvisson og Lilja Mósesdóttir skrifa: Á 9. áratugnum var verðtrygging launa lögð af vegna þess að hún var talin leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Eftir að verðtrygging launa var afnumin hefur komið í ljós að verðtrygging útlána og lífeyrissparnaðar magnar upp sveiflur og óstöðugleika í efnahagslífinu. Því er orðið tímabært að stjórnvöld einbeiti sér að baráttunni við verðbólguna frekar en að deyfa sig gegn áhrifum hennar með verðtryggingunni. Heimatilbúinn vandiÁrið 2002 tóku íslensk stjórnvöld og Seðlabanki Íslands upp 2,5% verðbólgumarkmið með 1,5% efri og neðri þolmörkum. Árangurinn hefur verið slakur og verri en í öðrum ríkjum með sambærilegt fyrirkomulag. (Peningastefnan eftir höft, 2010) „Í alþjóðlegum samanburði sést að sveiflur í landsframleiðslu á Íslandi eru mun meiri en sveiflur í útflutningi og viðskiptakjörum gefa tilefni til; megnið af óstöðugleikanum er heimatilbúinn." (Friðrik Már Baldursson, 2011) Því er forsenda þess að ná tökum á verðbólgu til framtíðar betri hagstjórn, draga úr sveiflum í eftirspurn og bæta virkni stjórntækja peningamála. Ríkissjóður, Seðlabanki Íslands, Íbúðalánasjóður, Bankasýsla ríkisins, sveitarfélög og aðrir verða að taka höndum saman við efnahagsstjórnun og framkvæmd og miðlun peningastefnunnar. Stjórnmálamenn verða að axla sína ábyrgð. Því leggjum við til að sett verði á stofn Þjóðhagsstofa hjá Alþingi og innleidd rammafjárlög til nokkurra ára í senn. Virkni stýrivaxtaÝmsir sérfræðingar hafa gagnrýnt að miðlun vaxtastefnu Seðlabankans hafi verið nær óvirk fyrir hrun vegna almennrar notkunar verðtryggingar og auðvelds aðgengis að lánsfé með mikilli erlendri lántöku og hjá Íbúðalánasjóði. „Forsenda þess að peningastefnan beri árangur er að miðlun vaxtabreytinga seðlabankans frá skammtíma markaðsvöxtum til langtíma markaðs- og útlánavaxta og að lokum til raunhagkerfisins sé sæmilega kerfisbundin og fyrirsjáanleg. Töluvert hefur skort á að svo hafi verið hér á landi á undanförnum árum." (Peningastefnan eftir höft, 2010). Í hinu verðtryggða íslenska kerfi er verðbótaþáttur tekinn að láni og bætist við höfuðstól. Þetta fyrirkomulag dregur úr áhrifum peningamálastefnunnar við að draga úr verðbólgu. Innleiðing óverðtryggðs húsnæðislánakerfis er mikilvægur þáttur í að tryggja skilvirka miðlun stýrivaxta Seðlabankans. Bankinn hefur kallað eftir svokölluðum þjóðhagslegum varúðartækjum og tökum við undir þá ósk. Þessar aðgerðir leiða væntanlega til lægra veðhlutfalls lána. Því er mikilvægt að hvetja til sparnaðar vegna fasteignakaupa og kaupa á búseturétti með skattaívilnunum. Einnig þarf að endurskoða fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts. Áhrif á lífeyriLífeyrissjóðirnir eru samkvæmt lögum skuldbundnir til að verðtryggja mánaðarlegan lífeyri. Hugsanlega skýrist mikil notkun verðtryggingar á húsnæðislánamarkaði af því að kaupendur íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs eru lífeyrissjóðirnir. Ekki hefur reynt á hvort hægt er að bjóða óverðtryggð langtíma fasteignalán á grundvelli fjármögnunar lífeyrissjóðanna nema lagaleg skylda þeirra til að verðtryggja lífeyri verði afnumin. Færa má rök fyrir því að ákvæði um verðtryggðan mánaðarlegan lífeyri sé óskhyggja. Á endanum stýrist fjárupphæð mánaðarlegs lífeyris af raunávöxtun eigna lífeyrissjóðanna, og því er eðlilegt að lagatextinn endurspegli þann raunveruleika. Því leggjum við til að fyrirkomulag lífeyrissparnaðar verði endurskoðað. Lagt verði af loforð um verðtryggingu lífeyris og almannatryggingakerfið styrkt þannig að lífeyrisþegar njóti lágmarkslífeyris. Jafna þarf lífeyrisréttindi starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði. Aukin neytendaverndSíðast en ekki síst þarf að stórbæta fjármálalæsi og upplýsingamiðlun til að tryggja neytendavernd þegar fólk tekur ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar. Við leggjum til að fjármálastofnanir verði skyldaðar til að sýna útreikninga miðað við mismunandi óvissuþætti, áður en fólk tekur ákvarðanir um fjárskuldbindingar. Eftirlit með neytendalánum verði aukið með neytendalánum og samræmt á milli eftirlitsstofnana. Nauðsynlegt er að setja lög um skuldabréf og ströng viðurlög ef ekki er farið að lögum um neytendavernd. Þessar umbætur og breytt fyrirkomulag verðtryggingar eiga að tryggja að allir Íslendingar hafi sameiginlega ábyrgð og hagsmuni af lágri verðbólgu og skilvirkri efnahagsstjórnun. Allt annað er ávísun á áframhaldandi þjóðhagslegt ójafnvægi og uppgjöf í baráttunni við verðbólguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Eygló Harðardóttir, Arinbjörn Sigurgeirsson, Hrólfur Ölvisson og Lilja Mósesdóttir skrifa: Á 9. áratugnum var verðtrygging launa lögð af vegna þess að hún var talin leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Eftir að verðtrygging launa var afnumin hefur komið í ljós að verðtrygging útlána og lífeyrissparnaðar magnar upp sveiflur og óstöðugleika í efnahagslífinu. Því er orðið tímabært að stjórnvöld einbeiti sér að baráttunni við verðbólguna frekar en að deyfa sig gegn áhrifum hennar með verðtryggingunni. Heimatilbúinn vandiÁrið 2002 tóku íslensk stjórnvöld og Seðlabanki Íslands upp 2,5% verðbólgumarkmið með 1,5% efri og neðri þolmörkum. Árangurinn hefur verið slakur og verri en í öðrum ríkjum með sambærilegt fyrirkomulag. (Peningastefnan eftir höft, 2010) „Í alþjóðlegum samanburði sést að sveiflur í landsframleiðslu á Íslandi eru mun meiri en sveiflur í útflutningi og viðskiptakjörum gefa tilefni til; megnið af óstöðugleikanum er heimatilbúinn." (Friðrik Már Baldursson, 2011) Því er forsenda þess að ná tökum á verðbólgu til framtíðar betri hagstjórn, draga úr sveiflum í eftirspurn og bæta virkni stjórntækja peningamála. Ríkissjóður, Seðlabanki Íslands, Íbúðalánasjóður, Bankasýsla ríkisins, sveitarfélög og aðrir verða að taka höndum saman við efnahagsstjórnun og framkvæmd og miðlun peningastefnunnar. Stjórnmálamenn verða að axla sína ábyrgð. Því leggjum við til að sett verði á stofn Þjóðhagsstofa hjá Alþingi og innleidd rammafjárlög til nokkurra ára í senn. Virkni stýrivaxtaÝmsir sérfræðingar hafa gagnrýnt að miðlun vaxtastefnu Seðlabankans hafi verið nær óvirk fyrir hrun vegna almennrar notkunar verðtryggingar og auðvelds aðgengis að lánsfé með mikilli erlendri lántöku og hjá Íbúðalánasjóði. „Forsenda þess að peningastefnan beri árangur er að miðlun vaxtabreytinga seðlabankans frá skammtíma markaðsvöxtum til langtíma markaðs- og útlánavaxta og að lokum til raunhagkerfisins sé sæmilega kerfisbundin og fyrirsjáanleg. Töluvert hefur skort á að svo hafi verið hér á landi á undanförnum árum." (Peningastefnan eftir höft, 2010). Í hinu verðtryggða íslenska kerfi er verðbótaþáttur tekinn að láni og bætist við höfuðstól. Þetta fyrirkomulag dregur úr áhrifum peningamálastefnunnar við að draga úr verðbólgu. Innleiðing óverðtryggðs húsnæðislánakerfis er mikilvægur þáttur í að tryggja skilvirka miðlun stýrivaxta Seðlabankans. Bankinn hefur kallað eftir svokölluðum þjóðhagslegum varúðartækjum og tökum við undir þá ósk. Þessar aðgerðir leiða væntanlega til lægra veðhlutfalls lána. Því er mikilvægt að hvetja til sparnaðar vegna fasteignakaupa og kaupa á búseturétti með skattaívilnunum. Einnig þarf að endurskoða fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts. Áhrif á lífeyriLífeyrissjóðirnir eru samkvæmt lögum skuldbundnir til að verðtryggja mánaðarlegan lífeyri. Hugsanlega skýrist mikil notkun verðtryggingar á húsnæðislánamarkaði af því að kaupendur íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs eru lífeyrissjóðirnir. Ekki hefur reynt á hvort hægt er að bjóða óverðtryggð langtíma fasteignalán á grundvelli fjármögnunar lífeyrissjóðanna nema lagaleg skylda þeirra til að verðtryggja lífeyri verði afnumin. Færa má rök fyrir því að ákvæði um verðtryggðan mánaðarlegan lífeyri sé óskhyggja. Á endanum stýrist fjárupphæð mánaðarlegs lífeyris af raunávöxtun eigna lífeyrissjóðanna, og því er eðlilegt að lagatextinn endurspegli þann raunveruleika. Því leggjum við til að fyrirkomulag lífeyrissparnaðar verði endurskoðað. Lagt verði af loforð um verðtryggingu lífeyris og almannatryggingakerfið styrkt þannig að lífeyrisþegar njóti lágmarkslífeyris. Jafna þarf lífeyrisréttindi starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði. Aukin neytendaverndSíðast en ekki síst þarf að stórbæta fjármálalæsi og upplýsingamiðlun til að tryggja neytendavernd þegar fólk tekur ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar. Við leggjum til að fjármálastofnanir verði skyldaðar til að sýna útreikninga miðað við mismunandi óvissuþætti, áður en fólk tekur ákvarðanir um fjárskuldbindingar. Eftirlit með neytendalánum verði aukið með neytendalánum og samræmt á milli eftirlitsstofnana. Nauðsynlegt er að setja lög um skuldabréf og ströng viðurlög ef ekki er farið að lögum um neytendavernd. Þessar umbætur og breytt fyrirkomulag verðtryggingar eiga að tryggja að allir Íslendingar hafi sameiginlega ábyrgð og hagsmuni af lágri verðbólgu og skilvirkri efnahagsstjórnun. Allt annað er ávísun á áframhaldandi þjóðhagslegt ójafnvægi og uppgjöf í baráttunni við verðbólguna.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar