Viðskipti innlent

Actavis hyggur á fjárfestingar fyrir 80 milljarða

Actavis er nú að leita að hentugum eignum til að kaupa á verðbilinu 400 til 500 milljónir evra eða allt að 80 milljarða kr.

Bloomberg greinir frá þessu og vitnar í viðtal sem Handelsblatt hefur birt við Claudio Albrecht forstjóra Actavis.

Albrecht segir að Actavis skorti markaðsstöðu í Póllandi, Rússlandi og Tyrklandi auk nokkurra landa í Suður Evrópu. Hinsvegar er þýska samheitalyfjafyrirtækið Stada AG ekki skotmark hjá Actavis þar sem verðstríð geysar á þýska markaðinum, að sögn Handelsblatt.

Þá kemur fram að Actavis hyggist setja á markaði í Póllandi lyf við arfgengri sykursýki í samvinnu við þarlenda samheitalyfjafyrirtækið Bioton SA.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×