Hendur fram úr ermum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2011 06:00 Vatnaskil hafa nú orðið í þróun efnahags- og atvinnumála frá hruni. Rústabjörguninni er að mestu lokið og uppbyggingin hefur tekið við. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að láta hendur standa fram úr ermum og hefja atvinnuuppbyggingu af krafti. Á viðskiptaþingi sem haldið var í vikunni hvatti ég menn til að standa saman og horfa fram á veginn á þá miklu möguleika sem íslenskt samfélag býður upp á. Í þeim efnum er fullt tilefni til bjartsýni og sóknarhugar enda tækifærin óþrjótandi. Í fyrsta sinn í áraraðir ríkir sæmilegur stöðugleiki í efnahagslífinu og helstu hagvísar eru hagstæðir. Verðbólga hefur ekki verið lægri síðan árið 2004, gengi krónunnar er stöðugt og vextir hafa ekki verið lægri um langt árabil. Þessi stöðugleiki er frumforsenda þess að fyrirtækin leggi í fjárfestingar. Ótvíræður árangur hefur náðst í ríkisfjármálum og halli ríkissjóðs, sem var um 216 milljarðar árið 2008, verður kominn í 36 milljarða árið 2011. Góður afgangur er á utanríkisverslun og svo virðist sem viðskiptajöfnuður hafi skilað afgangi sem nemur 3-4% af landsframleiðslu í fyrra. Fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nýlokið og stefnt er að þeirri fimmtu strax í næsta mánuði. Öll merki benda til þess að Ísland sé komið yfir erfiðasta hjallann. Hagvöxtur er hafinn og skuldabyrðin minni en reiknað var með. Neikvæð staða þjóðarbúsins í lok árs 2010 er á bilinu 57-82% af landsframleiðslu en var um 210% af landsframleiðslu árið 2008.Bætt umgjörð atvinnulífs Gert er ráð fyrir að viðamiklum aðgerðum í skuldamálum 6-7 þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja ljúki að mestu á komandi sumri. Þessum aðgerðum er ætlað að laga skuldir þessara fyrirtækja að eigna- eða rekstrarvirði þeirra og efla þau til nýrrar sóknar. Breið samstaða hefur nú skapast um lausn Icesave-málsins á Alþingi og vonandi sér nú fyrir endann á þeim erfiðleikum sem málið hefur skapað íslensku efnahags- og atvinnulífi. Lausn þess mun án efa hafa víðtæk áhrif á fjármögnunarmöguleika þjóðarbúsins og stórframkvæmda. Ég fullyrði einnig að nú þegar hafa þúsundir starfa verið varin og ný sköpuð vegna margháttaðra annarra aðgerða stjórnvalda til að styðja við atvinnulífið og hvetja til dáða, m.a. með átaksverkefnum, lagabreytingum, skattaívilnunum, framkvæmdaverkefnum ýmiss konar og fjárfestingarsamningum.Þúsundir starfa í farvatninu Nýverið var samið um aukna afkastagetu álversins í Straumsvík og framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru að fara á fulla ferð. Í vikunni var einnig samið um nýtt kísilver í Helguvík. Samtals eru þetta fjárfestingar fyrir ríflega 100 milljarða króna sem skapa munu 1.500-1.600 ársverk næstu misserin. Góðar horfur eru einnig varðandi verksmiðju í Grindavík sem framleiðir hreinkísil fyrir sólarrafhlöður, áætlanir eru um byggingu verksmiðju á Grundartanga sem framleiða mun natríumklórat og með skömmum fyrirvara væri hægt að ráðast í mjög umfangsmiklar framkvæmdir í samgöngumálum ef sátt næðist um fjármögnun þeirra framkvæmda með veggjöldum. Þessi verkefni öll gætu skapað allt að 2.000 ársverk fljótt og um 500 bein varanleg störf við framtíðarrekstur. Í ársgamalli könnun Viðskiptaráðs á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja kom fram að flest fyrirtæki töldu að óvissa, veiking krónunnar, samdráttur í eftirspurn og hátt vaxtastig ylli mestum erfiðleikum í rekstri. Það er ánægjulegt að sjá að þessi ársgömlu vandamál virðast ekki lengur vefjast mjög fyrir forystumönnum atvinnulífsins í nýjustu könnun Verslunarráðs. Nú tróna þar efst sem helstu vandamálin stjórnvöldin sem hafa haft forystu um þann árangur sem ég hef hér farið yfir og skattaálögur á íslensk fyrirtæki. Þetta segir ansi margt um þann góða árangur sem við höfum náð enda tala staðreyndirnar um stjórnvaldið og skattana sínu máli. Staðreyndin er sú að skattar á fyrirtæki og arð eru hærri í flestum ef ekki öllum okkar helstu samkeppnislöndum og innan OECD eru aðeins 6 lönd með lægri skatta en Ísland. Atvinnulífinu er því ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og nýta tækifærin sem blasa við á Íslandi.Sameinumst um uppbyggingu Við verðum að skapa 10 til 15 þúsund ný störf á næstu árum. Við verðum að útrýma langtímaatvinnuleysi og tryggja atvinnuleitendum virkniúrræði sem skila árangri. Við verðum að byggja hér upp spennandi atvinnulíf og menntunarmöguleika þannig að okkar unga fólk geri Ísland að heimavelli sínum til framtíðar. Ríkisstjórnin ætlar sér að ná árangri í þessum efnum og hefur m.a. sett af stað víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins, alla þingflokka og fleiri öfluga aðila um markvissar aðgerðir til að svo megi verða. Ég heiti á okkur öll að leggjast nú saman á árarnar í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Vatnaskil hafa nú orðið í þróun efnahags- og atvinnumála frá hruni. Rústabjörguninni er að mestu lokið og uppbyggingin hefur tekið við. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að láta hendur standa fram úr ermum og hefja atvinnuuppbyggingu af krafti. Á viðskiptaþingi sem haldið var í vikunni hvatti ég menn til að standa saman og horfa fram á veginn á þá miklu möguleika sem íslenskt samfélag býður upp á. Í þeim efnum er fullt tilefni til bjartsýni og sóknarhugar enda tækifærin óþrjótandi. Í fyrsta sinn í áraraðir ríkir sæmilegur stöðugleiki í efnahagslífinu og helstu hagvísar eru hagstæðir. Verðbólga hefur ekki verið lægri síðan árið 2004, gengi krónunnar er stöðugt og vextir hafa ekki verið lægri um langt árabil. Þessi stöðugleiki er frumforsenda þess að fyrirtækin leggi í fjárfestingar. Ótvíræður árangur hefur náðst í ríkisfjármálum og halli ríkissjóðs, sem var um 216 milljarðar árið 2008, verður kominn í 36 milljarða árið 2011. Góður afgangur er á utanríkisverslun og svo virðist sem viðskiptajöfnuður hafi skilað afgangi sem nemur 3-4% af landsframleiðslu í fyrra. Fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nýlokið og stefnt er að þeirri fimmtu strax í næsta mánuði. Öll merki benda til þess að Ísland sé komið yfir erfiðasta hjallann. Hagvöxtur er hafinn og skuldabyrðin minni en reiknað var með. Neikvæð staða þjóðarbúsins í lok árs 2010 er á bilinu 57-82% af landsframleiðslu en var um 210% af landsframleiðslu árið 2008.Bætt umgjörð atvinnulífs Gert er ráð fyrir að viðamiklum aðgerðum í skuldamálum 6-7 þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja ljúki að mestu á komandi sumri. Þessum aðgerðum er ætlað að laga skuldir þessara fyrirtækja að eigna- eða rekstrarvirði þeirra og efla þau til nýrrar sóknar. Breið samstaða hefur nú skapast um lausn Icesave-málsins á Alþingi og vonandi sér nú fyrir endann á þeim erfiðleikum sem málið hefur skapað íslensku efnahags- og atvinnulífi. Lausn þess mun án efa hafa víðtæk áhrif á fjármögnunarmöguleika þjóðarbúsins og stórframkvæmda. Ég fullyrði einnig að nú þegar hafa þúsundir starfa verið varin og ný sköpuð vegna margháttaðra annarra aðgerða stjórnvalda til að styðja við atvinnulífið og hvetja til dáða, m.a. með átaksverkefnum, lagabreytingum, skattaívilnunum, framkvæmdaverkefnum ýmiss konar og fjárfestingarsamningum.Þúsundir starfa í farvatninu Nýverið var samið um aukna afkastagetu álversins í Straumsvík og framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru að fara á fulla ferð. Í vikunni var einnig samið um nýtt kísilver í Helguvík. Samtals eru þetta fjárfestingar fyrir ríflega 100 milljarða króna sem skapa munu 1.500-1.600 ársverk næstu misserin. Góðar horfur eru einnig varðandi verksmiðju í Grindavík sem framleiðir hreinkísil fyrir sólarrafhlöður, áætlanir eru um byggingu verksmiðju á Grundartanga sem framleiða mun natríumklórat og með skömmum fyrirvara væri hægt að ráðast í mjög umfangsmiklar framkvæmdir í samgöngumálum ef sátt næðist um fjármögnun þeirra framkvæmda með veggjöldum. Þessi verkefni öll gætu skapað allt að 2.000 ársverk fljótt og um 500 bein varanleg störf við framtíðarrekstur. Í ársgamalli könnun Viðskiptaráðs á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja kom fram að flest fyrirtæki töldu að óvissa, veiking krónunnar, samdráttur í eftirspurn og hátt vaxtastig ylli mestum erfiðleikum í rekstri. Það er ánægjulegt að sjá að þessi ársgömlu vandamál virðast ekki lengur vefjast mjög fyrir forystumönnum atvinnulífsins í nýjustu könnun Verslunarráðs. Nú tróna þar efst sem helstu vandamálin stjórnvöldin sem hafa haft forystu um þann árangur sem ég hef hér farið yfir og skattaálögur á íslensk fyrirtæki. Þetta segir ansi margt um þann góða árangur sem við höfum náð enda tala staðreyndirnar um stjórnvaldið og skattana sínu máli. Staðreyndin er sú að skattar á fyrirtæki og arð eru hærri í flestum ef ekki öllum okkar helstu samkeppnislöndum og innan OECD eru aðeins 6 lönd með lægri skatta en Ísland. Atvinnulífinu er því ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og nýta tækifærin sem blasa við á Íslandi.Sameinumst um uppbyggingu Við verðum að skapa 10 til 15 þúsund ný störf á næstu árum. Við verðum að útrýma langtímaatvinnuleysi og tryggja atvinnuleitendum virkniúrræði sem skila árangri. Við verðum að byggja hér upp spennandi atvinnulíf og menntunarmöguleika þannig að okkar unga fólk geri Ísland að heimavelli sínum til framtíðar. Ríkisstjórnin ætlar sér að ná árangri í þessum efnum og hefur m.a. sett af stað víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins, alla þingflokka og fleiri öfluga aðila um markvissar aðgerðir til að svo megi verða. Ég heiti á okkur öll að leggjast nú saman á árarnar í þessum efnum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar