Veist þú hvern þú styður í daglegum viðskiptum? Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 10. febrúar 2011 10:41 Ég er orðin svo sinnulaus af allri umræðunni, fyrst 2007 umræðunni um kaup og sölu hlutabréfa og nú um hrunið og allt sem ekki er verið að gera að ég er að mestu hætt að fylgjast með fjölmiðlum. Ég borga bara reikningana mína, kaupi í matinn og á dagleg viðskipti án þess að leiða hugann að því við hverja ég er að eiga viðskipti. Þó vakti athygli mína þegar símareikningurinn minn var ekki lengur sendur frá Símanum hf heldur Skipti hf. Ég gerði skyndikönnun á málinu og ekkert virðist hafa breyst. Skipti hf móðurfélag Símans hf er enn í eigu Exista. Exista lifir góðu lífi þó hlutabréf fjölda fólks í fyrirtækinu séu verðlaus. En Exista á ekki bara Skipti hf ennþá, heldur líka VÍS, Lífís og Lýsingu. Þannig að ég, eins og margir aðrir Íslendingar, er að eiga umtalsverð viðskipti við Exista. Þess má geta að dótturfélagið Skipti hf. greiddi æðstu stjórnendum og stjórnarmönnum samtals 434 milljónir króna í laun á síðasta ári svo einhverjir peningar eru líka til. Eftir allt sem á undan er gengið skyldi maður ætla að allt færi nú fram fyrir opnum tjöldum. En samkvæmt fréttum í fjölmiðlum hélt Exista lokaðan hluthafafund í desember síðastliðinn. Þar samþykktu hluthafarnir hækkanir á launum stjórnarmanna og geta þau nú orðið 4,6 milljónir á mánuði. Jafnframt samþykktu þeir að ekki verður hægt að lögsækja stjórnarmenn Exista né heldur stjórnarmenn dótturfyrirtækja Exista, þannig að ekki verður hægt að stefna stjórnarmönnum fyrir dóm vegna gjörða sinna. Á heimasíðu Exista kemur ekki fram hverjir sitja í stjórn félagsins. Ekki eru heldur upplýsingar um starfsmenn Exsista en bent á símanúmer og netfang vilji maður fá upplýsingar um starfsmenn. Síminn er gamalt og rótgróið fyrirtæki sem hefur verið mörgum Íslendningnum kært. Það hefur m.a. gert öðrum fjarskiptafyrirtækjum erfitt fyrir að komast inn á markaðinn. Á heimasíðu Símans eru upplýsingar um stjórn fyrirtækisins. Síðasta ársskýrslan er frá árinu 2005. Nýjustu fréttir af símanum eru að Persónuvernd kærði Símann til lögreglu. Í ljós kom að Síminn safnaði viðkvæmum persónuupplýsingum um þúsundir viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja svo sem fjölda símtala hvers og eins, lengd símtala í sekúndum og lengd meðalsímtala fólks. Tilgangurinn var markvisst sá að ná frá félögunum mikilvægum viðskiptavinum með óeðlilegri notkun á trúnaðarupplýsingum sem ekki ber að nota í markaðslegum tilgangi. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Síminn hefur viðurkennt að umrædd notkun á framangreindum upplýsingum hafi ekki verið lögum samkvæmt. Síðasta ársskýrsla VÍS er frá árinu 2009 og hefst hún með ávarpi stjórnarformannsins Lýðs Guðmundssonar. Ný stjórn félagsins var kjörin á hluthafafundi þann 8. desember síðastliðinn og er það líklega lokaði fundurinn sem vitnað er í hér að framan þar sem menn sömdu um ofurlaun og friðhelgi fyrir sjálfa sig. Nýr stjórnarformaður VÍS er Axel Gíslason. Axel var framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga og Líftryggingafélagsins Andvöku og var í S-hópnum svokallaða. Við stofnum VÍS og Lífís eignuðust Samvinnutryggingar og Andvaka helming hlutafjár félaganna og varð Axel þá forstjóri VÍS. Við stofnun Exista árið 2001 eignaðist félagið Vátryggingafélag Íslands, Lífís og rúmlega fjórðungshlut í KB-banka. Exista varð þá líka stærsti einstaki eigandi Bakkavarar og Símans. Axel gerði mjög umdeildan starfslokasamning þegar hann hætti sem forstjóri VÍS ári seinna og samkvæmt vef Viðskiptablaðsins fékk Axel 200 milljónir króna við þau starfslok. Fréttir af framgöngu Lýsingar gagnvart fólki sem lent hefur í greiðsluerfiðleikum með bílalán hafa ekki farið fram hjá neinum. Það þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna upplýsingnar um ótrúlega aðför að fólki sem ekki hefur getað staðið í skilum með bílalán hjá fyrirtækinu. Á heimasíðu Lýsingar er ekki að finna neinar upplýsingar um stjórn fyrirtækisins en upplýsingar um starfsmenn eru aðeins veittar í síma. Síðasta aðgengilega ársskýrslan er frá 2006 þegar Finnur Ingólfsson var stjórnarformaður. Nýjustu fréttir af lánafyrirtækinu eru um lögbrot Lýsingar gagnvart viðskiptavinum sínum. Þar kemur fram að áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að Lýsingu hafi verið óheimilt að innheimta verðbætur á óverðtryggð lán. Þarf sérfræðinga til að komast að því? Lýsing hafði áfrýjað niðurstöðu Neytendastofu til áfrýjunarnefndarinnar. Hér er aðeins stiklað á stóru. Ég hvet alla Íslendinga til að leiða hugann vel að því hverja þeir eru að styrkja með viðskiptum sínum í daglegu lífi. Við viljum ekki skipta við erlend fyrirtæki sem stunda óheiðarleg viðskipti og hneppa fólk í fjárhagslega ánauð. Lítum sjálfum okkur nær. Jafnframt hvet ég góða Íslendinga til að segja upp viðskiptum við fyrirtæki sem stunda óheiðarleg eða ólögleg viðskipti eða eru tengd fyrirtækjum sem gera slíkt. Stöndum saman! Ég hvet Neytendasamtökin og aðra sem láta sig neytendamál varða til að leiðbeina almenningi um hvernig hægt er að skipta auðveldlega um viðskipti við fyrirtæki og beina viðskiptunum til heiðarlegra fyrirtækja. Ég hvet líka fyrirtæki sem stunda heiðarleg viðskipti til að vera dugleg að upplýsa almenning um fyrirtækið, eignarhald, samfélagsábyrgð og annað, svo fólkið í landinu geti tekið upplýsta ákvörðun um hvert það beinir viðskiptum sínum. Þetta er öflugasta leiðin fyrir almenning til að hafa áhrif og breyta íslensku þjóðfélagi til betri vegar. Og; það skilar árangri strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég er orðin svo sinnulaus af allri umræðunni, fyrst 2007 umræðunni um kaup og sölu hlutabréfa og nú um hrunið og allt sem ekki er verið að gera að ég er að mestu hætt að fylgjast með fjölmiðlum. Ég borga bara reikningana mína, kaupi í matinn og á dagleg viðskipti án þess að leiða hugann að því við hverja ég er að eiga viðskipti. Þó vakti athygli mína þegar símareikningurinn minn var ekki lengur sendur frá Símanum hf heldur Skipti hf. Ég gerði skyndikönnun á málinu og ekkert virðist hafa breyst. Skipti hf móðurfélag Símans hf er enn í eigu Exista. Exista lifir góðu lífi þó hlutabréf fjölda fólks í fyrirtækinu séu verðlaus. En Exista á ekki bara Skipti hf ennþá, heldur líka VÍS, Lífís og Lýsingu. Þannig að ég, eins og margir aðrir Íslendingar, er að eiga umtalsverð viðskipti við Exista. Þess má geta að dótturfélagið Skipti hf. greiddi æðstu stjórnendum og stjórnarmönnum samtals 434 milljónir króna í laun á síðasta ári svo einhverjir peningar eru líka til. Eftir allt sem á undan er gengið skyldi maður ætla að allt færi nú fram fyrir opnum tjöldum. En samkvæmt fréttum í fjölmiðlum hélt Exista lokaðan hluthafafund í desember síðastliðinn. Þar samþykktu hluthafarnir hækkanir á launum stjórnarmanna og geta þau nú orðið 4,6 milljónir á mánuði. Jafnframt samþykktu þeir að ekki verður hægt að lögsækja stjórnarmenn Exista né heldur stjórnarmenn dótturfyrirtækja Exista, þannig að ekki verður hægt að stefna stjórnarmönnum fyrir dóm vegna gjörða sinna. Á heimasíðu Exista kemur ekki fram hverjir sitja í stjórn félagsins. Ekki eru heldur upplýsingar um starfsmenn Exsista en bent á símanúmer og netfang vilji maður fá upplýsingar um starfsmenn. Síminn er gamalt og rótgróið fyrirtæki sem hefur verið mörgum Íslendningnum kært. Það hefur m.a. gert öðrum fjarskiptafyrirtækjum erfitt fyrir að komast inn á markaðinn. Á heimasíðu Símans eru upplýsingar um stjórn fyrirtækisins. Síðasta ársskýrslan er frá árinu 2005. Nýjustu fréttir af símanum eru að Persónuvernd kærði Símann til lögreglu. Í ljós kom að Síminn safnaði viðkvæmum persónuupplýsingum um þúsundir viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja svo sem fjölda símtala hvers og eins, lengd símtala í sekúndum og lengd meðalsímtala fólks. Tilgangurinn var markvisst sá að ná frá félögunum mikilvægum viðskiptavinum með óeðlilegri notkun á trúnaðarupplýsingum sem ekki ber að nota í markaðslegum tilgangi. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Síminn hefur viðurkennt að umrædd notkun á framangreindum upplýsingum hafi ekki verið lögum samkvæmt. Síðasta ársskýrsla VÍS er frá árinu 2009 og hefst hún með ávarpi stjórnarformannsins Lýðs Guðmundssonar. Ný stjórn félagsins var kjörin á hluthafafundi þann 8. desember síðastliðinn og er það líklega lokaði fundurinn sem vitnað er í hér að framan þar sem menn sömdu um ofurlaun og friðhelgi fyrir sjálfa sig. Nýr stjórnarformaður VÍS er Axel Gíslason. Axel var framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga og Líftryggingafélagsins Andvöku og var í S-hópnum svokallaða. Við stofnum VÍS og Lífís eignuðust Samvinnutryggingar og Andvaka helming hlutafjár félaganna og varð Axel þá forstjóri VÍS. Við stofnun Exista árið 2001 eignaðist félagið Vátryggingafélag Íslands, Lífís og rúmlega fjórðungshlut í KB-banka. Exista varð þá líka stærsti einstaki eigandi Bakkavarar og Símans. Axel gerði mjög umdeildan starfslokasamning þegar hann hætti sem forstjóri VÍS ári seinna og samkvæmt vef Viðskiptablaðsins fékk Axel 200 milljónir króna við þau starfslok. Fréttir af framgöngu Lýsingar gagnvart fólki sem lent hefur í greiðsluerfiðleikum með bílalán hafa ekki farið fram hjá neinum. Það þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna upplýsingnar um ótrúlega aðför að fólki sem ekki hefur getað staðið í skilum með bílalán hjá fyrirtækinu. Á heimasíðu Lýsingar er ekki að finna neinar upplýsingar um stjórn fyrirtækisins en upplýsingar um starfsmenn eru aðeins veittar í síma. Síðasta aðgengilega ársskýrslan er frá 2006 þegar Finnur Ingólfsson var stjórnarformaður. Nýjustu fréttir af lánafyrirtækinu eru um lögbrot Lýsingar gagnvart viðskiptavinum sínum. Þar kemur fram að áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að Lýsingu hafi verið óheimilt að innheimta verðbætur á óverðtryggð lán. Þarf sérfræðinga til að komast að því? Lýsing hafði áfrýjað niðurstöðu Neytendastofu til áfrýjunarnefndarinnar. Hér er aðeins stiklað á stóru. Ég hvet alla Íslendinga til að leiða hugann vel að því hverja þeir eru að styrkja með viðskiptum sínum í daglegu lífi. Við viljum ekki skipta við erlend fyrirtæki sem stunda óheiðarleg viðskipti og hneppa fólk í fjárhagslega ánauð. Lítum sjálfum okkur nær. Jafnframt hvet ég góða Íslendinga til að segja upp viðskiptum við fyrirtæki sem stunda óheiðarleg eða ólögleg viðskipti eða eru tengd fyrirtækjum sem gera slíkt. Stöndum saman! Ég hvet Neytendasamtökin og aðra sem láta sig neytendamál varða til að leiðbeina almenningi um hvernig hægt er að skipta auðveldlega um viðskipti við fyrirtæki og beina viðskiptunum til heiðarlegra fyrirtækja. Ég hvet líka fyrirtæki sem stunda heiðarleg viðskipti til að vera dugleg að upplýsa almenning um fyrirtækið, eignarhald, samfélagsábyrgð og annað, svo fólkið í landinu geti tekið upplýsta ákvörðun um hvert það beinir viðskiptum sínum. Þetta er öflugasta leiðin fyrir almenning til að hafa áhrif og breyta íslensku þjóðfélagi til betri vegar. Og; það skilar árangri strax.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun