Veist þú hvern þú styður í daglegum viðskiptum? Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 10. febrúar 2011 10:41 Ég er orðin svo sinnulaus af allri umræðunni, fyrst 2007 umræðunni um kaup og sölu hlutabréfa og nú um hrunið og allt sem ekki er verið að gera að ég er að mestu hætt að fylgjast með fjölmiðlum. Ég borga bara reikningana mína, kaupi í matinn og á dagleg viðskipti án þess að leiða hugann að því við hverja ég er að eiga viðskipti. Þó vakti athygli mína þegar símareikningurinn minn var ekki lengur sendur frá Símanum hf heldur Skipti hf. Ég gerði skyndikönnun á málinu og ekkert virðist hafa breyst. Skipti hf móðurfélag Símans hf er enn í eigu Exista. Exista lifir góðu lífi þó hlutabréf fjölda fólks í fyrirtækinu séu verðlaus. En Exista á ekki bara Skipti hf ennþá, heldur líka VÍS, Lífís og Lýsingu. Þannig að ég, eins og margir aðrir Íslendingar, er að eiga umtalsverð viðskipti við Exista. Þess má geta að dótturfélagið Skipti hf. greiddi æðstu stjórnendum og stjórnarmönnum samtals 434 milljónir króna í laun á síðasta ári svo einhverjir peningar eru líka til. Eftir allt sem á undan er gengið skyldi maður ætla að allt færi nú fram fyrir opnum tjöldum. En samkvæmt fréttum í fjölmiðlum hélt Exista lokaðan hluthafafund í desember síðastliðinn. Þar samþykktu hluthafarnir hækkanir á launum stjórnarmanna og geta þau nú orðið 4,6 milljónir á mánuði. Jafnframt samþykktu þeir að ekki verður hægt að lögsækja stjórnarmenn Exista né heldur stjórnarmenn dótturfyrirtækja Exista, þannig að ekki verður hægt að stefna stjórnarmönnum fyrir dóm vegna gjörða sinna. Á heimasíðu Exista kemur ekki fram hverjir sitja í stjórn félagsins. Ekki eru heldur upplýsingar um starfsmenn Exsista en bent á símanúmer og netfang vilji maður fá upplýsingar um starfsmenn. Síminn er gamalt og rótgróið fyrirtæki sem hefur verið mörgum Íslendningnum kært. Það hefur m.a. gert öðrum fjarskiptafyrirtækjum erfitt fyrir að komast inn á markaðinn. Á heimasíðu Símans eru upplýsingar um stjórn fyrirtækisins. Síðasta ársskýrslan er frá árinu 2005. Nýjustu fréttir af símanum eru að Persónuvernd kærði Símann til lögreglu. Í ljós kom að Síminn safnaði viðkvæmum persónuupplýsingum um þúsundir viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja svo sem fjölda símtala hvers og eins, lengd símtala í sekúndum og lengd meðalsímtala fólks. Tilgangurinn var markvisst sá að ná frá félögunum mikilvægum viðskiptavinum með óeðlilegri notkun á trúnaðarupplýsingum sem ekki ber að nota í markaðslegum tilgangi. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Síminn hefur viðurkennt að umrædd notkun á framangreindum upplýsingum hafi ekki verið lögum samkvæmt. Síðasta ársskýrsla VÍS er frá árinu 2009 og hefst hún með ávarpi stjórnarformannsins Lýðs Guðmundssonar. Ný stjórn félagsins var kjörin á hluthafafundi þann 8. desember síðastliðinn og er það líklega lokaði fundurinn sem vitnað er í hér að framan þar sem menn sömdu um ofurlaun og friðhelgi fyrir sjálfa sig. Nýr stjórnarformaður VÍS er Axel Gíslason. Axel var framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga og Líftryggingafélagsins Andvöku og var í S-hópnum svokallaða. Við stofnum VÍS og Lífís eignuðust Samvinnutryggingar og Andvaka helming hlutafjár félaganna og varð Axel þá forstjóri VÍS. Við stofnun Exista árið 2001 eignaðist félagið Vátryggingafélag Íslands, Lífís og rúmlega fjórðungshlut í KB-banka. Exista varð þá líka stærsti einstaki eigandi Bakkavarar og Símans. Axel gerði mjög umdeildan starfslokasamning þegar hann hætti sem forstjóri VÍS ári seinna og samkvæmt vef Viðskiptablaðsins fékk Axel 200 milljónir króna við þau starfslok. Fréttir af framgöngu Lýsingar gagnvart fólki sem lent hefur í greiðsluerfiðleikum með bílalán hafa ekki farið fram hjá neinum. Það þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna upplýsingnar um ótrúlega aðför að fólki sem ekki hefur getað staðið í skilum með bílalán hjá fyrirtækinu. Á heimasíðu Lýsingar er ekki að finna neinar upplýsingar um stjórn fyrirtækisins en upplýsingar um starfsmenn eru aðeins veittar í síma. Síðasta aðgengilega ársskýrslan er frá 2006 þegar Finnur Ingólfsson var stjórnarformaður. Nýjustu fréttir af lánafyrirtækinu eru um lögbrot Lýsingar gagnvart viðskiptavinum sínum. Þar kemur fram að áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að Lýsingu hafi verið óheimilt að innheimta verðbætur á óverðtryggð lán. Þarf sérfræðinga til að komast að því? Lýsing hafði áfrýjað niðurstöðu Neytendastofu til áfrýjunarnefndarinnar. Hér er aðeins stiklað á stóru. Ég hvet alla Íslendinga til að leiða hugann vel að því hverja þeir eru að styrkja með viðskiptum sínum í daglegu lífi. Við viljum ekki skipta við erlend fyrirtæki sem stunda óheiðarleg viðskipti og hneppa fólk í fjárhagslega ánauð. Lítum sjálfum okkur nær. Jafnframt hvet ég góða Íslendinga til að segja upp viðskiptum við fyrirtæki sem stunda óheiðarleg eða ólögleg viðskipti eða eru tengd fyrirtækjum sem gera slíkt. Stöndum saman! Ég hvet Neytendasamtökin og aðra sem láta sig neytendamál varða til að leiðbeina almenningi um hvernig hægt er að skipta auðveldlega um viðskipti við fyrirtæki og beina viðskiptunum til heiðarlegra fyrirtækja. Ég hvet líka fyrirtæki sem stunda heiðarleg viðskipti til að vera dugleg að upplýsa almenning um fyrirtækið, eignarhald, samfélagsábyrgð og annað, svo fólkið í landinu geti tekið upplýsta ákvörðun um hvert það beinir viðskiptum sínum. Þetta er öflugasta leiðin fyrir almenning til að hafa áhrif og breyta íslensku þjóðfélagi til betri vegar. Og; það skilar árangri strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er orðin svo sinnulaus af allri umræðunni, fyrst 2007 umræðunni um kaup og sölu hlutabréfa og nú um hrunið og allt sem ekki er verið að gera að ég er að mestu hætt að fylgjast með fjölmiðlum. Ég borga bara reikningana mína, kaupi í matinn og á dagleg viðskipti án þess að leiða hugann að því við hverja ég er að eiga viðskipti. Þó vakti athygli mína þegar símareikningurinn minn var ekki lengur sendur frá Símanum hf heldur Skipti hf. Ég gerði skyndikönnun á málinu og ekkert virðist hafa breyst. Skipti hf móðurfélag Símans hf er enn í eigu Exista. Exista lifir góðu lífi þó hlutabréf fjölda fólks í fyrirtækinu séu verðlaus. En Exista á ekki bara Skipti hf ennþá, heldur líka VÍS, Lífís og Lýsingu. Þannig að ég, eins og margir aðrir Íslendingar, er að eiga umtalsverð viðskipti við Exista. Þess má geta að dótturfélagið Skipti hf. greiddi æðstu stjórnendum og stjórnarmönnum samtals 434 milljónir króna í laun á síðasta ári svo einhverjir peningar eru líka til. Eftir allt sem á undan er gengið skyldi maður ætla að allt færi nú fram fyrir opnum tjöldum. En samkvæmt fréttum í fjölmiðlum hélt Exista lokaðan hluthafafund í desember síðastliðinn. Þar samþykktu hluthafarnir hækkanir á launum stjórnarmanna og geta þau nú orðið 4,6 milljónir á mánuði. Jafnframt samþykktu þeir að ekki verður hægt að lögsækja stjórnarmenn Exista né heldur stjórnarmenn dótturfyrirtækja Exista, þannig að ekki verður hægt að stefna stjórnarmönnum fyrir dóm vegna gjörða sinna. Á heimasíðu Exista kemur ekki fram hverjir sitja í stjórn félagsins. Ekki eru heldur upplýsingar um starfsmenn Exsista en bent á símanúmer og netfang vilji maður fá upplýsingar um starfsmenn. Síminn er gamalt og rótgróið fyrirtæki sem hefur verið mörgum Íslendningnum kært. Það hefur m.a. gert öðrum fjarskiptafyrirtækjum erfitt fyrir að komast inn á markaðinn. Á heimasíðu Símans eru upplýsingar um stjórn fyrirtækisins. Síðasta ársskýrslan er frá árinu 2005. Nýjustu fréttir af símanum eru að Persónuvernd kærði Símann til lögreglu. Í ljós kom að Síminn safnaði viðkvæmum persónuupplýsingum um þúsundir viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja svo sem fjölda símtala hvers og eins, lengd símtala í sekúndum og lengd meðalsímtala fólks. Tilgangurinn var markvisst sá að ná frá félögunum mikilvægum viðskiptavinum með óeðlilegri notkun á trúnaðarupplýsingum sem ekki ber að nota í markaðslegum tilgangi. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Síminn hefur viðurkennt að umrædd notkun á framangreindum upplýsingum hafi ekki verið lögum samkvæmt. Síðasta ársskýrsla VÍS er frá árinu 2009 og hefst hún með ávarpi stjórnarformannsins Lýðs Guðmundssonar. Ný stjórn félagsins var kjörin á hluthafafundi þann 8. desember síðastliðinn og er það líklega lokaði fundurinn sem vitnað er í hér að framan þar sem menn sömdu um ofurlaun og friðhelgi fyrir sjálfa sig. Nýr stjórnarformaður VÍS er Axel Gíslason. Axel var framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga og Líftryggingafélagsins Andvöku og var í S-hópnum svokallaða. Við stofnum VÍS og Lífís eignuðust Samvinnutryggingar og Andvaka helming hlutafjár félaganna og varð Axel þá forstjóri VÍS. Við stofnun Exista árið 2001 eignaðist félagið Vátryggingafélag Íslands, Lífís og rúmlega fjórðungshlut í KB-banka. Exista varð þá líka stærsti einstaki eigandi Bakkavarar og Símans. Axel gerði mjög umdeildan starfslokasamning þegar hann hætti sem forstjóri VÍS ári seinna og samkvæmt vef Viðskiptablaðsins fékk Axel 200 milljónir króna við þau starfslok. Fréttir af framgöngu Lýsingar gagnvart fólki sem lent hefur í greiðsluerfiðleikum með bílalán hafa ekki farið fram hjá neinum. Það þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna upplýsingnar um ótrúlega aðför að fólki sem ekki hefur getað staðið í skilum með bílalán hjá fyrirtækinu. Á heimasíðu Lýsingar er ekki að finna neinar upplýsingar um stjórn fyrirtækisins en upplýsingar um starfsmenn eru aðeins veittar í síma. Síðasta aðgengilega ársskýrslan er frá 2006 þegar Finnur Ingólfsson var stjórnarformaður. Nýjustu fréttir af lánafyrirtækinu eru um lögbrot Lýsingar gagnvart viðskiptavinum sínum. Þar kemur fram að áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að Lýsingu hafi verið óheimilt að innheimta verðbætur á óverðtryggð lán. Þarf sérfræðinga til að komast að því? Lýsing hafði áfrýjað niðurstöðu Neytendastofu til áfrýjunarnefndarinnar. Hér er aðeins stiklað á stóru. Ég hvet alla Íslendinga til að leiða hugann vel að því hverja þeir eru að styrkja með viðskiptum sínum í daglegu lífi. Við viljum ekki skipta við erlend fyrirtæki sem stunda óheiðarleg viðskipti og hneppa fólk í fjárhagslega ánauð. Lítum sjálfum okkur nær. Jafnframt hvet ég góða Íslendinga til að segja upp viðskiptum við fyrirtæki sem stunda óheiðarleg eða ólögleg viðskipti eða eru tengd fyrirtækjum sem gera slíkt. Stöndum saman! Ég hvet Neytendasamtökin og aðra sem láta sig neytendamál varða til að leiðbeina almenningi um hvernig hægt er að skipta auðveldlega um viðskipti við fyrirtæki og beina viðskiptunum til heiðarlegra fyrirtækja. Ég hvet líka fyrirtæki sem stunda heiðarleg viðskipti til að vera dugleg að upplýsa almenning um fyrirtækið, eignarhald, samfélagsábyrgð og annað, svo fólkið í landinu geti tekið upplýsta ákvörðun um hvert það beinir viðskiptum sínum. Þetta er öflugasta leiðin fyrir almenning til að hafa áhrif og breyta íslensku þjóðfélagi til betri vegar. Og; það skilar árangri strax.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun